Fréttablaðið - 14.03.2012, Page 17

Fréttablaðið - 14.03.2012, Page 17
Vélsleðasportið er minn heima-völlur en undanfarin ár hefur hjólið verið að koma sterkar inn hjá mér, enda meira keppt á því held- ur en á sleðunum og fjölbreyttari mögu- leikar,“ segir Jónas Stefánsson, marg- faldur Íslandsmeistari í SnoCross, sem fer fram á vélsleðum, og landsliðsmaður í Enduro, sem fer fram á mótorhjólum. „SnoCrossið sem var í gamla daga hefur alveg lagst af og við vorum að reyna að starta nýjum grundvelli með Sno End- uro, reyna að fá menn til að halda áfram að keppa. Það tókst bara mjög vel. Fyrsta keppnin fór fram 4. febrúar og þar kepptu hátt í þrjátíu keppendur.“ Jónas er á leiðinni norður í land þar sem hann mun um helgina taka þátt í Mývatnsmótinu 2012, sem hann segir vera eina mestu mótorsportsveislu árs- ins. Mótið hefst á föstudag og stendur fram á sunnudag og verður keppt meðal annars í Sno Cross Country og Ískrossi. „Í Ískrossinu er keppt á frosnum vötnum á mótorhjólum sem eru sérútbúin til að keyra á ís. Búinn er til hringur á ísnum sem hjólin keyra.“ segir Jónas. „Sno Cross Country, sem líka kallast Sno End- uro, fer fram á vélsleðum og er þolakst- ur á brautum sem lagðar eru í landslag- inu.“ Dagskrá Mývatnsmótsins í heild er að finna á vefsíðunni jonni.is. Jónas hefur keppt á vélsleða síðan 2003 og á mótorhjóli frá 2004. Hann hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeist- ari í SnoCross og einnig tekið þrisv- ar sinnum þátt á Heimsmeistaramóti í þeirri keppnisgrein fyrir Íslands hönd. „En ég hef aldrei verið í vinningssæti í Ís- krossinu á Mývatnsmótinu,“ segir hann hlæjandi. „Bara svona verið með.“ Jónas slær síður en svo slöku við í sportinu þótt snjór og ís hverfi á braut. „Í sumar verða sex keppnir í Motocrossi og fjórar í Enduro Cross Country á hjól- um,“ segir hann. „Sú fyrsta er snemma í maí og sú síðasta í byrjun september og þær verða víðs vegar um landið. Þetta eru langar keppnir, þolakstur á mótor- hjólum eftir brautum sem lagðar eru í landslaginu. Það er mín helsta keppnis- grein á hjólinu.” ■ fsb HJÓLIÐ ALLTAF AÐ KOMA STERKAR INN KEPPNISMAÐUR Jónas Stefánsson, þrefaldur Íslandsmeistari í SnoCross, er jafnvígur á vélsleða og mótorhjól. Hann er á leið norður í land þar sem hann tekur þátt í Mývatnsmótinu 2012 um helgina. TIL Í SLAGINN Bæði sleðinn og hjólið verða notuð á Mývatns- mótinu um helgina þar sem Jónas tekur þátt í mörgum keppnis- greinum. MYND/ANTON SNO CROSS COUNTRY Ný grein sem er keyrð í fyrsta sinn til Íslandsmeistara í vetur Þolakstur á sleðum Brautir lagðar í landslaginu Langar keppnir DAGUR GUÐMUNDAR GÓÐA Boðið verður upp á dagskrá í tengslum við dag Guð- mundar biskups góða á Hólum í Hjaltadal á föstudag. Meðal viðburða má nefna tónlistaratriði og málþing um siðfræði. Dagskráin hefst klukkan 16. UPPLÝSINGAR | SÍMI 4536300. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Hugsaðu vel um fæturna Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18. Opið á laugard. 10-14. Í meira en hálfa öld hafa milljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK® sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: Arisona. Verð: 12.885,- Teg: Florida. Verð: 2. ,- Margir litir Stærðir: 36 – 42 Í kvöld kl. 21.15 á Stöð 2 Kate Winslet í verðlaunaþáttum FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.