Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 14.03.2012, Qupperneq 18
FÓLK| Að fara sem nordjobbari er ógleym anleg reynsla,“ segir Val-dís Ösp Árnadóttir, starfsmaður hjá Nordjobb á Íslandi. „Nordjobbarar kynnast menningu og þjóð, læra nýtt tungumál, eignast fullt af nýjum vinum og öðlast einnig persónulegan þroska.“ Allir á aldrinum 18 til 28 ára geta sótt um sumarstarf gegnum Nordjobb. Um- sækjandi fær aðstoð við að finna vinnu og húsnæði í einhverju Norðurlandanna og auk þess heldur Nordjobb úti tóm- stundastarfi. Valdís segir Nordjobb góðan valkost fyrir íslensk ungmenni í dag þegar mikið sé um atvinnuleysi yfir sumar- mánuðina. „Umsóknartímabilið er komið á gott skrið og mörg íslensk ung- menni stefna á að finna sér vinnu á Norðurlöndunum í sumar. Umsóknar- frestur er til 31. maí en í dag stöndum við einnig fyrir námskeiði fyrir þá sem stefna á að fara út sem nordjobbarar,“ útskýrir Valdís. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig gera má ferilskrá og hvað þarf að hafa í huga þegar flutt er til nýs lands. Námskeiðið hefst klukkan 16.30 í Húsi Norræna félagsins. ■ TRYGGVI GUNNARSSON 23 ÁRA NEMI Í RAFMAGNSVERK- FRÆÐI VIÐ HÍ FÓR SEM NORDJOBBARI TIL FINNLANDS SUMARIÐ 2011. „Ég fór að vinna í úthverfi Helsinki, fyrst við garðyrkju og síðan við smíð- ar. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór þetta lengi einn að heiman en ég fékk enga heimþrá, gleymdi mér bara í því að hafa gaman,“ segir Tryggvi sem var tæpa þrjá mánuði úti. Hann kunni ekki stakt orð í finnsku þegar hann fór út en bjargaði sér á ensku. „Finnska er ekki auðvelt tungumál en ég lærði orð og orð hjá vinnufélögunum. Nor- djobb bauð líka upp á smá tungumála- kennslu.“ Tryggvi leigði íbúð í miðri Helsinki með sex öðrum strákum til að byrja með en flutti svo á stúdenta- garðana í Espo. Hann vann til klukkan fjögur á daginn og fór í ferðir með Nordjobb hópnum, meðal annars til Tallin í Eistlandi. „Ég var eini Íslend- ingurinn í Helsinki en í ferðinni hitti ég íslendinga sem voru annars staðar í Finnlandi. Ég held ennþá sambandi við krakkana sem ég kynntist úti, bæði nordjobbara og strákana sem ég leigði með,“ segir Tryggvi og mælir með því að eyða sumri sem nordjobbari. „Já, hiklaust! Ekki til að safna peningum kannski en til að safna reynslu. Mér fannst til dæmis hressandi að taka lest í vinnuna á morgnana, það er eitthvað sem maður á ekki að venjast á Íslandi.“ ■ ÁSA KRISTÍN EINARSDÓTTIR 22 ÁRA NEMANDI Í MÁLVÍSINDUM Í HÍ FÓR SEM NORDJOBBARI TIL SVÍÞJÓÐAR SUMARIÐ 2010. „Ég fór að vinna með öldruðum í Stokk- hólmi. Ég talaði ekki sænsku áður en las og æfði mig sjálf áður en ég fór út. Þetta var „eldgosasumarið mikla“ og fólki fannst spennandi að ég kæmi frá Íslandi. Ég sat oft bara heilu dagana og spjallaði við gamla fólkið og lærði auð- vitað mikið á því,“ segir Ása. Hún kunni vel við sig í Stokkhólmi. „Þetta er yndisleg borg. Ég hafði tæki- færi til að ferðast um landið en ég var að langmestu leyti í borginni. Ég hafði uppi á tveimur íslenskum stelpum sem voru líka nordjobbarar og við vorum mikið saman, stunduðum kaffihúsin og kíktum í H&M,“ segir Ása og hlær. Spurð hvort hún hafi fengið heimþrá viðurkennir hún að erfitt hafi verið að fara frá mömmu. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór ein að heiman. Fyrstu vikuna grenjaði ég allan tímann en svo jafnaði ég mig. Ég man að ég fékk nett taugaáfall þegar ég þurfti fyrst að fara út í búð að kaupa í matinn og hringdi grátandi í mömmu. En svo lærði ég inn á þetta,“ segir Ása og hlær að minningunni. Hún segist betri manneskja fyrir vikið. „Ég lærði bara svo margt og væri ekki sama manneskja og ég er í dag ef ég hefði ekki farið. Þetta er frábær reynsla til að læra að standa á eigin fótum. Henda sér bara út í djúpu laugina.“ ■ rat STAÐIÐ Á EIGIN FÓTUM AUKIN TENGSL Nordjobb hefur verið starfrækt frá árinu 1985 til að auka tengslin milli allra Norðurlandanna sem og að auka þekkingu á tungumálum þjóðanna og menningu. Allir á aldrinum 18 til 28 ára geta sótt um. SPENNANDI Valdís Ösp Árnadóttir, verkefnisstjóri hjá Nor- djobb á Íslandi segir sumarvinnu gegnum Nordjobb spennandi valkost fyrir ungmenni í dag þar sem atvinnu- leysi sé talsvert yfir sumarmánuðina. MYND/STEFÁN LÆRDÓMSRÍKT Tryggvi Gunnarsson var nordjobbari í Finnlandi. MYND/STEFÁN YNDISLEGT Ása Kristín Einars- dóttir var nordjobbari í Svíþjóð. MYND/HAG HEILLANDI HÖFUÐBORG Ása Kristín Einars- dóttir vann eitt sumar í Stokkhólmi gegnum Nordjobb. NORDICPHOTOS/GETTY FERÐIR ■ HEILRÆÐI Fyrir sólarlanda- ferð er gott að aðgæta hvort nokkuð í farangri hafi gleymst. Nauðsynlegir smáhlutir eru sól- arvörn, plástur, verkjalyf, töflur við brjóstsviða, lítil skæri, flöskuupptakari, flísatöng, vörn gegn moskító-flugum og bakteríudrepandi krem gegn húðsýkingum. Þeir sem neyta lyfja daglega ættu að pakka nokkurra daga skammti í litlar umbúðir og hafa í handfarangri. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir lindesign.is sendum frítt Nánari upplýsingar á utivist.is eða í síma 562 1000 Höldum Páska í Dalakofanum. Gönguskíðaferð Jeppaferð á eigin jeppum NÝ SENDING AF SPARIKLÆÐNAÐI Útsalan að klárast en meiri lækkun Skipholti 29b • S. 551 0770 NAUÐSYNLEGIR SMÁHLUTIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.