Fréttablaðið - 14.03.2012, Page 19

Fréttablaðið - 14.03.2012, Page 19
Kynningarblað Græn bílafjármögnun, fjármögnun á eldri bílum, Ferrarisafn og Batmanbílar. BÍLAR MIÐVIKUDAGUR 14. MARS 2012 &FJÁRMÖGNUN Hið nýja safn, sem kostaði um 18 millj-ónir evra að reisa, tengir saman nútíð og fortíð. Annar hluti safnsins stend- ur á rústum hússins sem Enzo Ferrari fædd- ist í árið 1898. Hús hans og verkstæði hafa verið endurbyggð í upprunalegri mynd en við hlið þess stendur hinn hluti safnsins, stórglæsileg nútímaleg bygging úr gulu áli sem er einkenn- islitur Modena borgar og bakgrunnur í merki Ferrari. Hinn nýi sýningarsalur var hannaður af breskum arkitektum frá Future Systems. Í honum er að finna allt það markverðasta úr lífi Enzo Ferrari auk þess sem farið er yfir sögu fyrirtækisins. Gamlir Ferraribílar spila stóran þátt í sýningunni og eru á við góð listaverk. Þó Enzo Ferrari sé í forgrunni er einn- ig fjallað um hvernig Modena borg varð mið- stöð fyrir önnur ofurbílamerki á borð við Maserati, Pagani og De Tomaso. Meðal bíla á sýningunni má nefnda Alfa Romeo 40-60 frá 1914, Alfa Romeo RL Super Sport Mille Miglia frá 1927 og Alfa Romeo Bimotore af árgerð 1935. Heimasíða safnsins er www.museocasa- enzoferrari.it. Nýtt safn tileinkað Enzo Ferrari Safnið Museo Casa Enzo Ferrari opnaði í Modena á Ítalíu um síðustu helgi. Safnið er tileinkað Enzo Ferrari, hugmyndasmið Ferrari ofurbílsins. Safnið tengir saman fortíð og nútíð en þar er að finna bæði Ferrari bíla og aðra sportbíla sem tengjast svæðinu kringum Modena borg. Safnið samanstendur annars vegar af uppgerðu húsi sem var fæð- ingarstaður Enzo Ferrari og hins vegar af nýtískulegum sýningarsal. Hönnun nýja safnsins er mjög nýmóðins. Til vinstri á myndinni er Maserati A6G/54 2000 af árgerðinni 1955 og í bak- grunni er Stanguellini Junior.Glæsilegur 1948 Ferrari SpA 166 MM Barchetta Touring. Ítölsk mótorhjólalögga skoðar Alfa Romeo Bimotore frá 1935. NORDICPHOTOS/GETTY STÓRI BRÓÐIR FYLGIST MEÐ Hjá Ford í Evrópu er verið að þróa rafeindakerfi sem gerir fólki kleift að læsa mörgum eiginleikum bílsins og takmarka með því hvers konar notkun og misnotkun hans. Er þetta hugsað sérstaklega fyrir foreldra ungmenna sem eru að aka sína fyrstu metra á götunum og hafa oft afar háleitar skoðanir á eigið ágæti sem ökumenn. Með búnaðinum og sérstakri fjarstýringu sem honum fylgir geta foreldrar til dæmis takmarkað hámarkshraða bílsins og hljóðstyrk frá hljómtækjum. Ford B-Max bílar sem koma munu á markað frá og með haustinu verða með þessum búnaði sem nefnist „MyKey-System“ en einnig verður möguleiki á að setja búnaðinn í aðra bíla. Frá þessu er greint á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda www.fib.is. Ford B-Max kemur á markað í haust og verður útbúinn MyKey-System. HAGTÖLUR BÍLGREINA Bílgreinasambandið tekur í hverjum mánuði saman hagtölur bílgreina. Þannig var í febrúar síðastliðnum verð á bílavarahlutum 7,3% hærra en í sama mánuði í fyrra og viðgerðarkostnaður hafði hækkað um 11,7%. Rekstrarkostnaður ökutækja hafði hækkað um 6,3% á einu ári og kaupverð ökutækja um 6,4%. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 6,6%. Á vefnum www.bgs.is er að finna ýmsan fróðleik, fréttir og tengla á áhugaverðar vefsíður. Á vef Bíl- greinasam- bandsins er að finna ýmsar áhugaverðar upplýsingar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.