Fréttablaðið - 14.03.2012, Síða 30

Fréttablaðið - 14.03.2012, Síða 30
14. mars 2012 MIÐVIKUDAGUR22 22 menning@frettabladid.is en vel mætti segja að hún sé okkar Marina Abramovic sem sjálf hefur gert tilkall til ömmu-titils- ins. Dirfska Rúríar sem tilrauna- listamanns hefur birst í gjörning- um sem hafa þótt ganga undrum næst og það er gaman að sjá þessi sniðugu bernskubrek listakonunn- ar saman komin í smekklegum römmum, uppstækkuð og jafn- vel endurgerð í fallegum sölum Listasafns Íslands. Þá er skemmtilegt að rifja upp það tímabil í ferli listakonunnar sem kennt hefur verið við tomm- una og sjá tommustokka raðað upp á alla mögulega og ómögulega vegu svo gengur undrum næst. Rúrí er mikill náttúruunnandi og hefur gert gagnvirkar inn- setningar þar sem náttúruundur og perlur spila stóra rullu. Verk sem sóma sér vel á ferðamanna- stöðum, Bláa lóninu og flugleiða- hótelum og henta vel til Íslands- kynninga. Það væri til dæmis viðeigandi og gaman að sjá Archive – Endangered Waters ein- hvers staðar í námunda við gullna þríhyrninginn eða í sendiráðinu okkar fallega í Berlín. Hápunktur sýningarinnar er myndband af tilfinngaþrungn- um gerningi í almannagjá sem ber nafnið Tileinkun II, frá árinu 2006. Í honum svamlar listakonan í Drekkingarhyl og finnur fata- druslur kvenna sem fyrr á öldum var drekkt í hylnum fyrir lauslæti. Rúrí hefur sagst vonast til þess að hafa með gjörningnum hreinsað mannorð kvennanna, veitt þeim uppreisn æru. Það virðist hafa tekist og maður heyrir ekki lengur nokkurn mann hallmæla þessum ólánsömu konum í almannagjá og er þó ýmislegt látið flakka á ver- aldarvefnum þegar kemur að fem- ínistum og klámi. Það væri samt vafasamt að kalla Rúrí femínista þótt vissulega hafi hún daðrað við hann á tímabili, hún er einfaldlega með sterka réttlætiskennd eins og fólk af hennar kynslóð. Í nýlegu viðtali við Fréttablaðið sagði hún „Ofbeldi finnst mér ekki eiga nokkurn rétt á sér, í hvaða mynd sem er.“ Líklegast eru fæstir til í að skrifa undir svona óbilgjarna afstöðu en listakonan kemst upp með það af því að hún er réttsýn og frumleg og af því að hún er „í hópi mikilvægustu listamanna evrópu“ svo vitnað sé í Dr. Christian Schön sýningarstjóra sýningarinnar. Ásmundur Ásmundsson Niðurstaða: Rúrí á stórglæsilegan feril að baki. Skilaboð verkanna eru einföld og stundum er þeim lamið ofan í listunnandann með öllum tiltækum ráðum án þess þó að ganga of nærri honum. Myndlist ★★★★ ★ RÚRÍ yfirlitssýning Rúrí Listasafn Íslands. Stendur til 6. maí 2012. Við höfum ýmislegt til að vera þakklát fyrir þrátt fyrir að vera stödd í miðju hruni sem ekki sér fyrir endann á. Það er til dæmis góðs viti að hér þrífist menning. Það er ekki sjálfgefið að smáþjóð eigi sitt Þjóðmenningarhús, Hörpu og Ríkislistasafn. Stjörnum prýdd starfsemin sem fer fram inni á þessum stofnunum er landi og þjóð til sóma og öðrum þjóðum til eftirbreytni. Vegna hrunsins eða smæðarinnar er þó sanngjarnt og eðlilegt að við notumst við heima- tilbúið stjörnukerfi sem vissulega er að hluta byggt á alþjóðlegum stöðlum. Hér eru allir að gera sitt besta. Hvort sem það er meistari Mugison eða Geir H. Haarde, sem alltaf verður okkar Stoltenberg. Listakonuna og fálkaorðuhaf- ann Rúrí þarf ekki að kynna. Hún hefur í heil fjörutíu ár stundað sitt fag af mikilli elju og ósérhlífni, meðan aðrir efnilegir hafa gef- ist upp og lagst í sút og sorg. Hún hefur vaknað eldsnemma á morgn- anna og ekki látið hrun og tískuból- ur stoppa sig en hefur þó reynt að elta þær uppi þegar sá gállinn er á henni. Hún kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að gjörningalist Gjörningar sem ganga undrum næst VEL HEPPNAÐUR GJÖRNINGUR Hápunktur sýningar á verkum Rúríar í Listasafni Íslands er myndband af tilfinningaþrungnum gerningi í Almannagjá, að mati Ásmundar Ásmundssonar. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 14. mars 2012 ➜ Tónleikar 20.00 Lögreglukór Reykjavíkur, ásamt Eyþóri Inga Gunnlaugssyni, heldur tón- leika í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 21.00 Hljómsveitin Tusk kemur fram á tónleikaröð Jazzklúbbs Múlans í Nor- ræna Húsinu. Aðgangseyrir er kr. 1.500, eða kr. 1.000 fyrir nemendur. 21.00 Björgvin Gíslason og félagar halda tónleika á Café Rosenberg. ➜ Uppákomur 14.00 Söngvaka verður haldin hjá Félagi eldri borgara í Reykjavík að Stangarhyl 4. Aðgangseyrir er kr. 600. 15.00 Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur mun lesa úr verki Stefans Zweig, Veröld sem var, og fjalla um það í félagsmiðstöðinni að Aflagranda 40. 19.00 Bingó fyrir Þróttara og aðra velunnara verður haldið í sal Þróttar við Engjateig 7. Veitingar fást á vægu verði. 17.00 Kvenfélagasamband Íslands heldur opið hús í Kvennaheimilinu Hall- veigarstöðum, Túngötu 14. Hallfríður Bjarnadóttir miðlar fróðleik um hefðir á bolludag, sprengidag og öskudag. 20.00 Einar Falur Ingólfsson ljósmynd- ari stjórnar stefnumótakaffi í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi. Aðgangur er ókeypis. 20.30 Gömlu dansarnir verða dansaðir hjá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, Álfa- bakka 14a. Aðgangseyrir kr. 800. ➜ Listamannaspjall 20.00 Spjall við Hildi Bjarnadóttur, Ívar Valgarðsson, Rögnu Róbertsdóttur og Þór Vigfússon verður í Artíma galleríi í tengslum við sýningu þeirra þar. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. RAFBÓKARÚTGÁFAN af glæpasögunni Flateyjargáta, eftir Viktor Arnar Ingólfsson, skaust í 6. sæti á met- sölulista bandarísku Amazon-vefverslunarinnar á mánudaginn og sat þar enn í gær. Flateyjargáta er ein af tíu íslenskum skáldsögum sem AmazonCrossing-útgáfan gefur út á þessu ári. Enskur titill bókarinnar er The Flatey Enigma. E N N E M M / S ÍA / N M 5 10 2 1 Í dag breytast Ekki verða tómur á leiðinni 25% afsláttur af GSM hleðslutækjum í bílinn Skoðaðu úrvalið á síminn.is eða í næstu verslun Símans. Hleðslutæki í bíla

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.