Fréttablaðið - 30.03.2012, Side 38
HELGARMATURINN
Ebba Guðný Guðmundsdóttir
heilsukokkur, sem heldur úti
vefsíðunni Pureebba.com
ásamt því að halda nám-
skeið um næringarríkan mat
fyrir börn á öllum aldri sem
og alla fjölskylduna, gefur
Lífinu uppskrift að gómsætri
hollri súpu sem tekur aðeins
klukkustund að matreiða.
2 dl lífrænt íslenskt bankabygg
lagt í bleyti í a.m.k. 2 klst. áður
með smá sítrónuskvettu (1
msk. um það bil)
Rúmlega 1 l vatn
2 vænar msk. lífrænn grænmet-
iskraftur (msg- og gerlaus)
1 tsk. sjávarsalt
1 msk. oregano
1 msk. timjan
1 stór laukur
5 hvítlauksrif
1 sellerístöngull eða 100 gr
sellerírót
6-8 íslenskar gulrætur
1. Skolið byggið í sigti undir
köldu vatni og skellið í pott
með vatni, krafti, sjávarsalti,
kryddi, lauk og hvítlauk.
2. Látið suðuna koma upp.
3. Þvoið og skerið sellerí eða
sellerírót smátt niður og
bætið út í.
4. Þvoið og flysjið ef þarf og
skerið gulrætur smátt niður
og bætið út í.
5. Leyfið súpunni að sjóða við
lágan hita í um 45-60 mínút-
ur.
6. Berið fram með rifnum par-
mesan-osti og steinselju eða
öðrum ferskum kryddjurtum.
*Það má líka setja rifinn
mozzarella í súpuna ef einhver
vill ekki parmesan.
*Ef þið hafið ekki tíma til að
leggja byggið í bleyti í 2 klukku-
stundir þá er gott að leggja það
í bleyti í sítrónusafa í um 10-20
mínútur og skola svo vel í sigti
undir köldu vatni.
*Ef þið viljið hafa súpuna þynnri
bætið þið við vatni og krafti
eftir smekk.
*Athugið: Súpan þarf að sjóða í
um eina klukkustund.
Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri og
hönnuður Gyðju Collection, sérhannaði skópar
fyrir fyrirsætuna Elettru Rossellini Wiedemann,
dóttur leikkonunnar Isabellu Rossellini eins og
fram kom í Fréttablaðinu í vikunni. Samkvæmt
heimasíðu fyrirtækisins hafa skórnir umtöluðu
fengið nafnið THE MODEL og eru komnir í
forsölu.
Það má því nálgast þá á www.
gydja.is. Skórnir eru úr hand-
gerðir úr leðri og íslensku lax-
aroði og eru hannaðir með stíl
og glæsileika fyrirsætunnar í huga.
SÉRHÖNNUÐU SKÓRNIR FYRIR
ELETTRU KOMNIR Í FORSÖLU