Fréttablaðið - 11.04.2012, Side 14

Fréttablaðið - 11.04.2012, Side 14
11. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR14 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Fyrsta kvennaverkfallinu á Íslandi lauk á þessum degi fyrir réttri öld þegar atvinnurekendur féllust á kröf- ur fiskverkakvenna í Hafnarfirði um hærri laun. Um nokkurt skeið höfðu konur gengið í sömu störf og karlar í verka- mannavinnu – báru kola- eða saltpoka á bakinu eða börur með saltfiski á móti karlmanni – en höfðu allt að þriðjungi til helm- ingi lægri laun en karlar. Í Hafnar- firði fengu konur fimmtán aura á tímann en karlar 30 fyrir dagvinnu en í eftirvinnu var launamunurinn enn meiri. Í mars 1912 var fiskverkakonum nóg boðið og kröfðust þær hækkunar upp í 18 aura, um 60 prósent af launum karla, auk hækkunar á yfirvinnutaxta. Á það féllust atvinnurekendur ekki og lögðu þá um 100 fiskvinnslukonur í Hafn- arfirði niður störf. Verkfallið stóð í um mánuð en hinn 11. apríl 1912 náð- ust samningar, þar sem atvinnurek- endur féllust á kröfur kvennanna að mestu leyti. „Samtök og þolgæði sigra allar þrautir,“ sagði Kvennablaðið sigri hrósandi þennan dag. „Þær [verka- konurnar] hafa farið skynsamlega og hóflega að, því hafa samtök þeirra orðið alstaðar vel þokkuð.“ Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræð- ingur og forstjóri Jafnréttisstofu, bendir á að hafnfirskar fiskverkakon- ur höfðu að vísu lagt niður störf hluta úr degi árið 1907 en verkfallið 1912 sé þó jafnan álitið fyrsta kvennaverk- fallið hér á landi. „Þetta er með allra fyrstu verkföll- unum á Íslandi almennt og merkis- atburður í jafnréttis- og verkalýðs- baráttunni, þótt honum hafi ekki verið haldið mikið á lofti,“ segir hún. „Hann ætti að minnsta kosti að vera á vitorði miklu fleiri.“ Kristín segir að þótt óréttlætið hafi verið himinhrópandi hafi þurft mikla djörfung til að ráðast í þess- ar aðgerðir, enda fyrir tíma fyrstu verkalýðssamtaka kvenna. „Það væri mjög fróðlegt að vita hverjar forystu- konurnar í þessari aðgerð voru því það hefur ekki þurft lítið áræði til að hrinda þessu í framkvæmd.“ Í Kvennablaðinu er Verkmanna- félag Hafnarfjarðar sagt hafa stutt konurnar „með ráðum og dáð“ en Kristín bendir á að konur hafi síðar neyðst til að stofna sín eigin verka- lýðsfélög þar sem þær voru óvel- komnar í félög karla. „Karlar vildu ekki hleypa konum inn í verkalýðsfélög, vegna þess að þeir óttuðust samkeppni um vinnu, og vegna ríkjandi hugmynda um að konur væru ekki fyrirvinnur heldur ættu þær að vera heima við að sinna búi og börnum. Margar konur voru þó ógiftar og ekkjur sem þurftu að vinna fyrir sér og sínum. Vegna þessarar andstöðu þurftu konur því að stofna sín eigin félög en urðu fyrir vikið mjög sýnilegar í verkalýðsbaráttunni lengi fram- an af. Á þessu varð breyting þegar verkalýðsfélögin sameinuðust; þá fór minna fyrir konunum í forystu verkalýðsbaráttunnar.“ Kristín segir merkilegt að heilli öld eftir að konur lögðu fyrst niður störf til að krefjast hærri launa, hafi kyn- bundið launamisrétti enn ekki verið upprætt. „Sú hugmynd að karlar eigi að hafa hærri laun en konur er ótrúlega sterk og rótgróin,“ segir Kristín. „Með sama áframhaldi gætum við allt eins þurft að bíða önnur hundrað ár þar til fullt launajafnrétti næst. En kvenna- verkfallið í Hafnarfirði 1912 er holl áminning um samtakamáttinn og því sem hann getur fengið áorkað.“ bergsteinn@frettabladid.is timamot@frettabladid.is 52 KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR OFBAUÐ LAUNAMISRÉTTIÐ: ÖLD LIÐIN FRÁ FYRSTA KVENNAVERKFALLINU Fiskverkakonur fá sitt fram Réttarhöldin yfir nasistaforingjanum Adolf Eichmann hófust á þessum degi árið 1961. Eichmann var fæddur í Solingen í Þýska- landi árið 1906. Árið 1932 gekk hann til liðs við SS-sveitir nasista og komst fljótt til metorða innan þeirra. Árið 1942 ákváðu framámenn þriðja ríkisins að gyðingum í Evrópu skyldi útrýmt og tók Eichmann þátt í því. Áður en seinni heimsstyrjöldin var úti höfðu milljónir gyðinga látið lífið í útrýmingarbúðum nasista. Eichmann var handsamaður af Banda- ríkjamönnum eftir stríð en slapp úr haldi fyrir Nürnberg-réttarhöldin og flúði til Argentínu. Síðla á 6. áratugnum komst ísraelska leyniþjónustan á snoðir um hvar Eich- mann hélt sig og rændi honum árið 1960. Árið 1961 hófust réttarhöld yfir Eichmann í Jerúsalem sem lyktaði með því að hann var dæmdur til dauða og hálfu ári seinna var hann hengdur í maí 1962. ÞETTA GERÐIST: 11. APRÍL 1961 Réttað yfir Adolf Eichmann JEREMY CLARKSON, sjónvarpsmaður með bíladellu og Íslandsvinur, er 52 ára í dag. „Við vitum að smábílar eru af hinu góða. En það sama á við um lýsi og útihlaup.“ SAMTAKAMÁTTUR „Þau nýmæli urðu hljóðbær fyrstu dagana í marz s.I. að allar fiskiverkunar- konur í Hafnarfirði hefðu gert verkfall,“ sagði í frétt Kvennablaðsins 11. apríl 1912. Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, HANS ÁGÚSTS GUÐMUNDSSONAR BECK. Birna Sif Björnsdóttir Björn Smári, Viðar Nói og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, VALDÍS MAGNÚSDÓTTIR Munaðarhóli 10, Hellissandi, lést á Landspítalanum 3. apríl. Útförin fer fram frá Ingjaldshólskirkju, Hellissandi, laugardaginn 14. apríl kl. 11.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Kristjónsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR GRÍMA THORODDSEN Rauðalæk 35, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli að morgni skírdags, 5. apríl. Jarðarförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 13. apríl, kl. 13.00. Tryggvi Viggósson Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir Guðmundur Viggósson Líney Þórðardóttir Regína Viggósdóttir Gunndóra Viggósdóttir Ásgeir Arnoldsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA GUNNARSDÓTTIR Heiðargerði 3, Reykjavík, sem andaðist á öldrunardeild Landspítalans í Fossvogi 1. apríl síðastliðinn, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 13. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Unicef á Íslandi. Ragnheiður Hermannsdóttir Magnús Jóhannesson Bergþóra Magnúsdóttir Jóhannes Páll Magnússon Berglind Ósk Pálsdóttir og Ragnheiður Björt Þórarinsdóttir Okkar ástkæri JÓNAS ÞORSTEINSSON frá Ytri-Kóngsbakka, lést í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 27. mars. Útför fer fram frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 14. apríl klukkan 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi. Aðalheiður Bjarnadóttir Þorsteinn Jónasson Kristín Rut Helgadóttir Bjarni Jónasson Ólafía Hjálmarsdóttir Agnar Jónasson Svala Jónsdóttir Guðbjörg Guðbjartsdóttir Kristinn Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, bróðir, stjúpfaðir og afi, PÁLL ÞORGRÍMS JÓNSSON Yrsufelli 11, lést að kvöldi 3. apríl á Landspítalanum í Fossvogi. Jarðarförin fer fram 16. apríl frá Fella- og Hólakirkju klukkan 13.00. Esther María Ragnarsdóttir Jón Brynjar Jónsson Ragnar Einarsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG KOLBEINSDÓTTIR Sóltúni 12, Reykjavík, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut, þriðjudaginn 3. apríl. Útförin fer fram frá Áskirkju, þriðjudaginn 17. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Margrét Árný Sigursteinsdóttir Sigurður Leifsson Þórir Sigursteinsson Birna Einarsdóttir Gunnar Hersveinn Friðbjörg Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.