Fréttablaðið - 11.04.2012, Síða 31

Fréttablaðið - 11.04.2012, Síða 31
 5 | 11. apríl 2012 | miðvikudagur Bygma-keðjunni 21. mars síðastliðinn, þó að nafn fyrirtækisins muni haldast óbreytt. Sigurður segir að sameiningin við Bygma sé gríðarlega stórt og gott skref fyrir Húsasmiðjuna. „Hún er ákveðin viðurkenning á því starfi sem búið er að vinna hérna undanfarin tvö ár. Þessir aðilar þekkja þennan rekstur gríðarlega vel og það var mjög ánægjulegt að þeim fannst við vera búnir að ná meiri árangri en þeir bjuggust við í við- snúningi fyrirtækisins. Það sem þetta mun skila okkur er fyrst og fremst fjárhagslegur styrkur. Þetta sterka félag verður mikill bakhjarl fyrir reksturinn á Húsasmiðjunni. Auk þess er mik- ill samhljómur í framtíðarsýn fyrirtækjanna og þeir sáu að hjá okkur er framúrskarandi starfs- fólk sem er búið að vinna frábært starf. Bygma er fjölskyldufyrirtæki með skýr grunngildi. Það eru öðruvísi sjónarmið sem ríkja hjá þeim þar sem horft er til lengri tíma, en ekki með skamm- tímasjónarmið fjárfestis.“ Hagkvæmari innkaup Með sameiningunni mun Húsasmiðjan líka fá aðgang að innkaupaneti Bygma sem mun þýða mun hagkvæmari innkaup fyrir fyrirtækið. Sig- urður telur að það muni skila sér á margan hátt til íslenskra neytenda. „Það verður töluverð hag- ræðing bæði í innkaupunum sjálfum auk þess sem við munum geta stytt aðfangakeðjuna tölu- vert mikið. Við höfum þurft að vera að kaupa inn í miklu magni og flytja það langar leiðir sem hefur gert það að verkum að áreiðanleik- inn á milli sendinga hefur oft ekki verið nægi- lega mikill. Þetta mun breytast og við munum geta stytt tímann á milli sendinga, verið með stöðugra vöruframboð og samkeppnishæfari á markaðnum. Þetta hefur verið ákveðið vanda- mál á íslenska markaðinum. Þótt þau fyrirtæki sem eru á þessum markaði séu stór á íslenskan mælikvarða þá eru þau það ekki á alþjóðlegan mælikvarða. Við munum líka hafa aðgang að nýjum vörum og nýjum birgjum sem við höfum ekki haft aðgang að áður. Það mun skila sér á íslenska markaðin- um þar sem við munum bjóða upp á nýjungar.“ Fengu ekki krónu frá FSÍ Áður en Bygma keypti fyrirtækið var Húsasmiðj- an í eigu Vestia, eignarhaldsfélags Landsbank- ans, og síðar Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) eftir að hann keypti Vestia. Eignarhaldið var mikið gagn- rýnt af samkeppnisaðilum Húsasmiðjunnar. Þeir töldu óeðlilegt að banki eða lífeyrissjóðir væru að halda fyrirtækinu gangandi í samkeppni við önnur þegar rekstur þess væri ekki að bera sig. Að sögn Sigurðar virtust eigendurnir í ákveðn- um vandræðum með að svara þessum ásökun- um. „Það er gríðarlega mikil samkeppni á þeim markaði sem við störfum á. FSÍ virtist í vand- ræðum með að svara fyrir það að það myndi taka tíma að endurskipuleggja og selja Húsasmiðj- una. Það er rétt að taka fram í þessu sambandi að það kom ekki ein króna frá Framtakssjóðnum inn í Húsasmiðjuna. Þrátt fyrir taprekstur þurft- um við að reka fyrirtækið fyrir okkar sjálfsafla- fé. Við vorum með eðlilega rekstrarfjármögnun hjá Landsbankanum en fyrir utan það þurftum við að hagræða. Og það gerðum við. Það héldu margir að FSÍ væru að leggja okkur til peninga. Það er algjör misskilningur. Við fengum aldrei eina krónu.“ Um 66% minnkun Verktakageirinn, sem er helsti viðskiptavinur byggingavöruverslana á borð við Húsasmiðjuna, hrundi með íslensku bönkunum haustið 2008. Þar hefur átt sér stað meiri samdráttur en í nokkr- um öðrum geira. Sigurður telur að botninum hafi verið náð og að fram undan sé hægur vöxtur. „Þetta er búin að vera mikil rússíbanareið. Ef við tökum heildarveltuna í bygginga- og mann- virkjagerð þá náði hún hámarki í 350 milljörð- um króna árið 2007 og fór niður í 320 milljarða króna árið 2008. Síðan hrundi hún niður í 120 milljarða króna árið 2010. Það er svipuð velta og var árlega á árunum 1998 til 2003 þegar þensl- an byrjaði og Húsasmiðjan var seld. Frá 2007 hefur orðið 66% minnkun á mark- aðinum og við teljum að hann sé í algjörri lægð núna. Ef við skoðum fjárfestingu sem hlutfall af þjóðarframleiðslu þá fór hún upp í 35% árið 2007 og langtímameðaltalið, sem nær aftur til 1945, var um 25%. 50 ára lágmarkið var áður 15%. Árið 2010 var sett nýtt lágmark þegar fjárfest- ingin var 12% af þjóðarframleiðslu. Gögn benda til þess að við munum ná aftur 15% hlutfalli árið 2013. Það lítur því út fyrir að hagkerfið sé búið að ná botninum og við séum hægt og rólega að fikra okkur upp aftur.“ areið skuldir í árslok 2003 hafi verið rétt um 550 milljónir króna. Í árslok 2004 ið með rekstur eða starfsfólk Húsasmiðjunnar að gera,“ segir Sigurður Arnar Þýska byggingavörukeðjan Bauhaus hefur verið á leiðinni inn á íslenskan markað um árabil. Efnahagshrunið frestaði þeim áformum tímabundið en nú er ljóst að starfsemin mun hefjast á allra næstu vikum. Sigurður segir að Bauhaus muni eðlilega hafa áhrif á markaðshlutdeild Húsasmiðjunnar, sérstaklega á höfuðborgar- svæðinu. „Þetta er búið að vera yfirvofandi í langan tíma. Bauhaus er staðsett á höfuðborgarsvæðinu og við reiknum með að innkoma fyrirtækisins muni hafa áhrif á okkur á því svæði. Húsasmiðjan er hins vegar með rekstur um allt land. Við erum með sextán verslanir um allt land og gegnum því mikilvægu hlut- verki í atvinnulífinu á landsbyggðinni. Í því er einnig fólgin ákveðin áhættudreifing fyrir okkur enda er um helmingur af veltu okkar þar. Auk þess er Bygma vant því að vera í samkeppni við Bauhaus, sem hefur verið á danska markaðinum frá árinu 1988. Þeir eru í dag með fimmtán verslanir á honum á meðan Bygma er með rúmlega 50. Við teljum okkur því vera vel í stakk búna til að halda áfram að keppa af fullum krafti.“ GETA KEPPT AF FULLUM KRAFTI VIÐ BAUHAUS Hér sjást það tækifæri. Ef við tökum heildar- veltuna í bygginga- og mannvirkjagerð þá náði hún hámarki í 350 milljörðum króna árið 2007 og fór niður í 320 milljarða króna árið 2008. Síðan hrundi hún niður í 120 milljarða króna árið 2010. Seðlabanki Íslands vill ekki gefa upp hvert bókfært virði seljenda- láns sem veitt var við sölu FIH- bankans haustið 2010 er. Lánið er ein helsta eign bankans og er geymt í dótturfélagi hans, Eigna- safni Seðlabanka Íslands (ESÍ). Í svari Seðlabankans við fyrir- spurn Markaðarins segir að „ekki eru veittar upplýsingar um virði einstakra bréfa“. Seðlabankinn eignaðist veð í FIH þegar hann lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra skömmu áður en bankinn féll í október 2008. Höfuðstóll seljendalánsins, sem upphaflega var sagt um 70 millj- arða króna virði, átti að leiðréttast með tilliti til afskrifta FIH fram til ársloka 2014. Frá miðju ári 2010 hefur FIH afskrifað um 50 milljarða króna. Óbein eign FIH í danska skartgripaframleiðandan- um Pandora gat á móti aukið virði lánsins. Hlutabréf í því félagi hafa hins vegar hríðfallið í verði og eru langt frá því að skila Seðlabank- anum auknum heimtum. Þann 20. mars síðastliðinn svaraði Seðla- bankinn skriflega spurningum Helga Hjörvar, formanns efna- hags- og viðskiptanefndar, vegna lánsins. Þar segir að „miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast“. Í lok árs 2011 voru eignir ESÍ metnar á 340,3 milljarða króna, sem var 21% af heildarefnahag Seðlabankans. Eignirnar lækk- uðu um 56 milljarða króna í fyrra. Í ársskýrslu Seðlabankans segir að þá rýrnun megi „rekja til inn- heimtu eigna og niðurgreiðslu skulda gagnvart Seðlabankan- um“. Virðisrýrnun krafna var 23,9 milljarðar króna í fyrra en Seðlabankinn vill ekki gefa upp hvaða kröfur það eru sem tapað hafa virði sínu. - þsj Seðlabanki Íslands: Neitar að upplýsa um virði FIH-seljendaláns Facebook tilkynnti á mánudag að það hefði keypt fyrirtækið að baki ljósmyndadeiliforritinu Insta- gram. Greiðir Facebook 1 millj- arð Bandaríkjadala fyrir fyrir- tækið, eða jafngildi rúmra 127 milljarða króna. Þessi hái verðmiði á fyrirtæk- inu hefur vakið nokkra athygli en fyrirtækið er einungis tveggja ára gamalt með fjórtán starfsmenn. Þá býður fyrirtækið þjónustu sína ókeypis og hefur að því er virð- ist ekki hannað viðskiptalíkan. Þjónusta þess hefur aftur á móti notið gríðarlegra vinsælda meðal notenda iPhone-snjallsíma. Alls 30 milljónir nota forritið í símum sínum og er þess vænst að fjöldi notenda aukist mikið á næstunni þar sem forritið varð fyrir mjög skömmu aðgengilegt notendum Android-snjallsíma. Instagram gerir notendum kleift að deila ljósmyndum sem teknar eru á snjallsíma í gegnum samfélagsmiðla. Þá geta notend- ur auðveldlega breytt myndunum þannig að þær líti út fyrir að vera teknar til dæmis fyrir nokkrum áratugum eða þá með Polaroid- myndavél. Forritið var valið hið besta fyrir iPhone á árinu 2011. Í tilkynningu frá Facebook vegna kaupanna kom fram að fyrir tækið hygðist ekki koma í veg fyrir að notendur Instagram notuðu það í tengslum við aðra samfélagsmiðla en Facebook. Þá yrði það áfram rekið sem sérstök eining. - mþl Instagram er tveggja ára gamalt fyrirtæki með fjórtán starfsmenn: Facebook kaupir forrit á milljarð dala INSTAGRAM Instagram gerir notendum snjallsíma kleift að deilda ljósmyndum í gegnum samfélagsmiðla. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ESÍ Már Guðmundsson seðlabankastjóri er stjórnarformaður Eignasafns Seðlabanka Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Arion banki hefur lokið samning- um um fjármögnun þýska félags- ins TSP – The Seafood Processor Gmbh og dótturfélags þess. Um er að ræða nýtt framleiðslu- og sölu- fyrirtæki á sviði sjávarafurða og verður fjármagnið meðal ann- ars notað í uppbyggingu nýrrar og fullkominnar verksmiðju sem framleiða mun vörur á neytenda- markað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka. Þá kemur fram í tilkynning- unni að félagið verði aðallega með starfsemi í Þýskalandi og meðal viðskiptavina þess verði stærstu smásölukeðjur Þýskalands. Fé- lagið er að hluta í eigu Íslendinga og er forstjóri nýja fyrirtækisins Finnbogi A. Baldvinsson. Munu framleiða sjávarafurðir á neytendamarkað: Arion banki fjármagnar nýtt þýskt fyrirtæki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.