Fréttablaðið - 11.04.2012, Síða 42

Fréttablaðið - 11.04.2012, Síða 42
11. apríl 2012 MIÐVIKUDAGUR22 sport@frettabladid.is SVERRIR GARÐARSSON mun líklega ekki spila með ÍBV í sumar vegna meiðsla og að sögn Magn- úsar Gylfasonar, þjálfara ÍBV, er alls óvíst hvort hann leiki knattspyrnu á nýjan leik yfirleitt en Sverrir þurfti að taka sér frí frá fótbolta á sínum tíma vegna höfuðmeiðsla. Þetta er mikið áfall fyrir ÍBV, rétt eins og Sverri, enda eru Tryggvi Guðmundsson, Andri Ólafsson og Gunnar Már Guðmundsson einnig meiddir. E N N E M M / S ÍA / N M 5 14 5 8 si m in n. is /v ef ve rs lu n Ertu á leiðinni í ferðalag? *Í bo›i fyrir 3GB-30GB pakka. Gildir me›an birg›ir endast. Í dag bjóðum við netlykil á 0 kr. með öllum nýjum Netlyklaáskriftum gegn 6 mánaða bindingu. 4GB minnislykill fylgir með. Gríptu tækifærið og græjaðu þig upp fyrir ferðalagið.* Netlykill á 0 kr. í dag og 4GB minnislykill í kaupbæti með Símanum FÓTBOLTI Nýtt og betra gervigras er væntanlegt á heimavöll Stjörn- unnar í Garðabæ. Gamla „teppið“, eins og gervigrasið var oft kallað, þótti úr sér gengið enda notkunin á því búin að vera mikil síðan það var lagt árið 2003. „Framkvæmdir eru töluvert á undan áætlun og þeim á að vera lokið fyrir mánaðamót. Völlur- inn verður tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik okkar,“ sagði Almar Guðmundsson, formaður knatt- spyrnudeildar Stjörnunnar. Fylk- ismenn verða fyrstu gestir nýja gervigrassins þegar þeir koma í heimsókn í Garðabæinn þann 10. maí. „Við erum mjög spenntir fyrir þessari breytingu enda uppfyllir nýja grasið ströngustu kröfur og er af nýjustu gerð,“ bætir Almar við. „Tæknin hefur breyst mikið síðan gamla gervigrasið var lagt og sýnir öll fagleg umfjöllun fram á að aðstæður á þessu yfirborði líkjast mjög náttúrulegu grasi. Við vonum að með tilkomu nýja gervigrassins átti menn sig á því að þetta er góð lausn.“ Hann segir að það hafi reynst Stjörnumönnum vel að æfa og spila á gervigrasi. „Ég held að sú fram- kvæmd hafi sannað gildi sitt á margan hátt. Hins vegar var mun meira álag á þeim velli en átti að vera og undir það síðasta þótti það sem keppnisgras í efstu deild ekki nógu gott,“ segir Almar en bætir við að völlurinn hafi ávallt stað- ist þær formlegu kröfur sem hafi verið gerðar til hans. Almar bendir á að samkvæmt rannsóknum hagi boltinn sér eins á gervigrasi og að meiðsli leik- manna séu ekki tíðari á slíku yfir- borði. „Við vitum hins vegar að leikmenn hafi allt aðra tilfinningu fyrir gervigrasinu en náttúrulegu grasi. En rannsóknar sýna að skil- yrðin eru sambærileg.“ Það kostar vitanlega meira að leggja gervigras en náttúrulegt gras en Almar segir að Stjörnu- menn telji þetta skynsamlegri fjár- festingu. „Það skal tekið fram að við höfum engar tölur til að styðjast við en þetta er okkar mat. Við telj- um að nýtingin á mannvirkinu verði miklu betri fyrir vikið enda þótt hægt sé að bjóða upp á mjög góða grasvelli á Íslandi yfir sum- artímann er notkunin á þeim allt önnur. Bæði er hægt að nota gervi- grasvelli meira og yfir lengri tíma á árinu auk þess sem við munum leggja gamla grasið á nýjan stað og nota það sem æfingavöll. Það mun hjálpa til við að hlífa nýja grasinu.“ Stjarnan náði frábærum árangri síðasta sumar. Kvennaliðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn og karlaliðið hafnaði í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar og skoraði flest mörk allra liða. Almar vonar að með tilkomu nýs gervigrass sé hægt að ná enn betri árangri á komandi árum. „Þetta verður bylting. Við erum sannfærðir um að menn muni átta sig á að með tilkomu nýja gervi- grassins verði boðið upp á topp- aðstæður í Garðabænum,“ segir Almar. eirikur@frettabladid.is Nýtt og betra „teppi“ í Garðabæinn Þessa dagana er verið að leggja nýtt og betra gervigras á Stjörnuvöll í Garðabæ og er áætlað að völlurinn verði tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik liðsins í Pepsi-deildinni í vor. Grasið er sagt uppfylla ströngustu kröfur. ÁNÆGÐUR MEÐ NÝJA GRASIÐ Almar stendur hér á Stjörnuvellinum sem skartar nýju og glæsilegu gervigrasi í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Patrekur Jóhannes- son skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Val, en hann tekur við liðinu af Óskari Bjarna Óskars syni. „Valur sýndi mér áhuga og við fórum í kjölfarið í viðræður. Mér leist vel á félagið enda stór klúbbur með frábæra umgjörð og verkefnið spennandi. Þess vegna ákvað ég að taka tilboðinu,“ sagði Patrekur við Vísi á blaðamanna- fundinum í kvöld en var hann með fleiri járn í eldinum? „Nei, ekki þannig séð. Það voru einhverjar fyrirspurnir að utan en þar sem stefnan hjá mér núna er ekki að fara út þá skoðaði ég það ekkert. Ég er þess utan lands- liðsþjálfari Austurríkis og verð það áfram. Þeir höfðu ekkert út á það að setja að ég myndi þjálfa lið hér heima samhliða landsliðs- þjálfuninni.“ - hbg Patrekur tekur við Val: Leist vel á Val KOMINN Í RAUTT Patrekur stýrir málum á Hlíðarenda næstu árin.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.