Fréttablaðið - 11.04.2012, Síða 43

Fréttablaðið - 11.04.2012, Síða 43
MIÐVIKUDAGUR 11. apríl 2012 23 AÐALFUNDUR N1 HF. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl.14:30 á fundardegi. Tillögur fundarins liggja fyrir á skifstofu félagsins hluthöfum til kynningar tveimur vikum fyrir fundinn. Kópavogi 23. mars 2012 Stjórn N1 hf. Aðalfundur N1 hf. 2012 verður haldinn á 20. hæð í turninum, Smáratorgi, Kópavogi, fimmtudaginn 12. apríl nk. og hefst kl. 15:00. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á hinu liðna starfsári. 2. Ársreikningur félagins lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar félagins á reikningsárinu. 4. Ákvörðun stjórnarlauna, undirnefnda stjórnar og þóknun til endurskoðenda. 5. Starfskjarastefna félagsins. 6. Stjórnarkjör. 7. Kjör endurskoðenda. 8. Tillögur um kaup á eigin hlutum. 9. Önnur mál löglega fram borin. RÉTTA DEKKIÐ BREYTIR ÖLLU IE-deild karla: Grindavík-Stjarnan 83-74 Grindavík: J’Nathan Bullock 24/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 16/7 fráköst, Giordan Watson 10/4 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9, Ryan Pettinella 7/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þor- steinsson 7/8 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 5/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 3/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 2. Stjarnan: Keith Cothran 22/6 fráköst, Renato Lindmets 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 11, Justin Shouse 11/4 fráköst/8 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 9/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 5, Dagur Kár Jónsson 2 Enska úrvalsdeildin: Blackburn-Liverpool 2-3 0-1 Maxi Rodriguez (12.), 0-2 Maxi Rodriguez (16.), 1-2 Yakubu Aiyegbieni (35.), 2-2 Yakubu Aiyegbieni, víti (60.), 2-3 Andy Carroll (90.+1). Rautt spjald: Doni, Liverpool (25.). STAÐAN: Man.United 32 25 4 3 78-27 79 Man. City 32 22 5 5 75-26 71 Arsenal 32 19 4 9 63-41 61 Tottenham 33 17 8 8 57-38 59 Newcastle 33 17 8 8 50-42 59 Chelsea 33 16 9 8 56-38 57 Everton 33 13 8 12 38-34 47 Liverpool 33 12 10 11 40-36 46 Fulham 33 11 10 12 43-43 43 Norwich City 33 11 10 12 46-52 43 Sunderland 33 11 9 13 42-41 42 Stoke City 33 11 9 13 32-45 42 WBA 32 11 6 15 39-43 39 Swansea City 32 10 9 13 35-41 39 Aston Villa 32 7 14 11 35-44 35 Bolton 32 9 2 21 36-65 29 QPR 32 7 7 18 35-56 28 Blackburn 33 7 7 19 45-70 28 Wigan 32 6 10 16 30-57 28 Wolves 32 5 7 20 34-70 22 Spænska úrvalsdeildin: Barcelona-Getafe 4-0 1-0 Alexis Sanchez (12.), 2-0 Lionel Messi (43.), 3-0 Alexis Sanchez (73.), 4-0 Pedro (75.) Barcelona er nú aðeins einu stigi á eftir Real Madrid í spænsku deildinni en hefur leikið einum leik meira. ÚRSLIT FÓTBOLTI Andy Carroll varð loks- ins hetja hjá Liverpool í gær er hann skoraði sigurmarkið gegn Blackburn í skrautlegum leik. Liverpool komst 0-2 yfir en þá missti liðið markvörðinn Doni af velli. Inn kom markvörður númer þrjú hjá félaginu, Brad Jones. Blackburn nýtti sér liðsmuninn vel og náði að jafna, 2-2. Seinna markið kom úr víti eftir ótrúleg mistök Jones sem mátti þakka fyrir að hanga inn á vellinum. Blackburn pressaði grimmt í lokin en Carroll stal stigunum fyrir Liverpool með smekklega skallamarki í einni af fáum sókn- um Liverpool í síðari hálfleik. - hbg Dramatískur sigur Liverpool: Carrol hetja Liverpool SVEKKTUR Doni, markvörður Liverpool, fékk að líta rauða spjaldið í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KÖRFUBOLTI Grindvíkingar eru komnir með forystu í undanúr- slitaeinvígi sínu gegn Stjörnunni í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik. Stjarnan komst yfir 3-1 með þriggja stiga körfu Keith Cothran en eftir það voru heimamenn í bíl- stjórasætinu. Liðið hafði þriggja stiga forskot, 38-35 í hálfleik, og nær komust gestirnir aldrei þrátt fyrir að halda í við Grindavík. „Þetta var jafnt og flatt út allan leikinn. Við náðum aldrei alvöru áhlaupi á þá og það var eingöngu okkur að kenna. Við köstuðum boltanum ítrekað frá okkur og okkar bestu skotmenn fá opin skot endurtekið en þau bara duttu ekki í dag,“ sagði Teitur Örlygs- son, þjálfari Stjörnunnar, sem telur sína menn eiga heilmikið inni. Grindvíkingar hafa mikla breidd og eru erfiðir við að eiga í háloftunum þar sem Bullock, Pettinella og Sigurður Þorsteins- son eru fyrirferðarmiklir. Grindvíkingar fengu níu daga frí eftir að hafa sigrað Njarð- vík 2-0 í átta liða úrslitum Helgi Jónas Guðfinnson, þjálfari Grindavíkur, sagði hafa reynst nokkuð erfitt að viðhalda mark- vissum æfingum til að byrja með. „Þetta var svolítið ströggl. Ég tala ekki um þann tíma sem við vissum ekki hver andstæðingur- inn yrði,“ sagði Helgi sem var sáttur við varnarleikinn í gær- kvöldi en ekki sóknarleikinn. „Við þurfum að bæta okkar leik ef við ætlum í úrslit,“ sagði Helgi Jónas ákveðinn. - ktd Grindavík vann fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í undanúrslitum IE-deildar karla: Grindavík vann fyrstu orrustuna AUGUN Á BOLTANUM Stjörnumaðurinn Justin Shouse reynir hér að verjast Grindvík- ingnum Giordan Watson. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.