Fréttablaðið - 11.05.2012, Page 1

Fréttablaðið - 11.05.2012, Page 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur skoðun 16 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Lífið 11. maí 2012 110. tölublað 12. árgangur VELLÍÐAN „Í dag er ég miklu betri og ég þakka það að miklu leyti GENGIÐ MEÐ VAGNA OG KERRUR Barnavagnavika Ferðafélags Íslands og VÍS hófst á mánudag og lýkur í dag. Um er að ræða 60-90 mínútna gönguferðir, með léttum æfingum, teygjum og slökun, fyrir foreldra og að- standendur barna í barnavögnum og kerrum. Í dag verður farið frá Húsdýragarðinum og hefst gangan klukkan 12.15. F anney, sem er einn eiganda fjöl-skyldufyrirtækisins Organic, var greind með vefjagigt fyrir átján árum. Hún hefur breytt mataræði sínu mikið frá því sem áður var. „Það hefur haft gríðarlega mikið að segja fyrir mig,“ segir Fanney „Í dag er ég miklu betri og þakka það að miklu leyti bættu mataræði. Allir verkir eru minni, ég tek aldrei verkjalyf, ég er léttari og líður einfaldlega betur á líkama og sál. Það er alveg satt að maður er það sem mað-ur borðar, fæðan er undirstaða alls.“Fanney segir sjúkdóminn ekki vera einu ástæðu þess að hún tók upp hráfæði. „Þetta gerðist barsmát Uppistaðan í hráfæði er ávextir, hnetur, fræ og söl. Það eru engin dýr eða dýraafurðir inni í mataræðinu. „Þetta er ákveðin matreiðsluaðferð, maturinn er ekki hitaður upp fyrir 46 gráður. Við eigum þurrkofn sem „eldar“ matinn á löngum tíma. Ég geri til dæmis hrökkkex sem er í átta klukkutíma inni í ofninum.“ Fanney segir fjölskylduna fá öll þau næringarefni sem hún þarf úr fæðunni. „Við tökum reyndar B-12 vítamín í vökvaformi en annars uppfyllir matar- æðið allar næringarþarfir okkar “Þó þett HRÁFÆÐI ER MÁLIÐBETRI HEILSA Fanney Sigríður Friðfinnsdóttir hefur tekið mataræði sitt og fjölskyldu sinnar í gegn á undanförnum árum og borðar nú einungis hráfæði. Það hefur stórlega bætt líðan Fanneyjar en hún er með vefjagigt. HOLLUSTA Fanney segir hráfæðis-mataræði hafa bætt líðan sína stórlega en hún er með vefjagigt.MYND/VILHELM Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk, ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu kr. NÝ TT 11. MAÍ 2012 NEXT TOP MODEL Á ÍSLANDI DORRIT ELSKAR ÍSLENSKA HÖNNUN BAK VIÐ BÚÐARBORÐIÐ Græddu á gulli á Grand Hótel föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag Staðgreiðum allt gull, silfur, demanta og vönduð úr. Upplýsingar og tímapantanir, Sverrir s. 661-7000 • sverrir@kaupumgull.is ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒ ƒƒƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒƒƒ ƒ ƒƒƒƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒƒ ƒ ƒ ƒ FÓLK Anna Rakel Ólafsdóttir, fatahönnunarnemi við Istituto Marangoni hönnunarskólann í París, er í hópi tíu hönnuða sem komnir eru í úrslit í árlegri keppni á vegum nær- fataframleið- andans Tri- umph. Anna Rakel segir keppnina vera spennandi tækifæri fyrir hönnunarnema eins og hana enda hafi hún lært ýmislegt nýtt með þátttökunni og að auki hlotið mikla umfjöll- un í frönskum fjölmiðlum sem fylgjast vel með framgangi keppninnar. „Stór mynd af verkinu mínu birtist meðal annars í tímarit- inu Le Figaro og það er líka verið að vinna heimildarmynd um keppnina.“ - sm / sjá síðu 34 Hönnun Önnu vekur athygli: Komin í úrslit í nærfatakeppni ANNA RAKEL ÓLAFSDÓTTIR Fleiri stúlkur í kokkinn Konum í matreiðslunámi hefur fjölgað síðustu þrjú ár. fólk 26 FÓLK Unnar Helgi Daníelsson Beck hefur stofnað fyrirtækið Memo Iceland sem sérhæfir sig í að festa ævintýri ferða- manna á Íslandi á filmu. Fyrirtækið er með marga færa tökumenn og klippara í vinnu sem búa til stuttar heim- ildarmyndir sem ferða- mennirnir geta tekið með sér og sýnt vinum og vandamönnum. „Þetta er glæný hugmynd og þjónusta sem vantaði og markaðssetning fyrir Ísland í leiðinni,“ segir Unnar Helgi sem hefur fengið góð viðbrögð frá ferðamönnum. - áp / sjá síðu 34 Festir ferðalög á filmu: Glæný þjónusta fyrir ferðamenn UNNAR HELGI DANÍELSSON BECK DÁLÍTIL VÆTA vestanlands en þurrt austan til fram eftir degi en lítilsháttar úrkoma þar seinni hluta dags. Vindur fremur hægur og hiti á bilinu 5 til 10 stig. VEÐUR 4 7 6 7 9 9 VIÐSKIPTI Til stendur að breyta nær öllu því landi sem kínverski fjár- festirinn Huang Nubo vill leigja á Grímsstöðum á Fjöllum í fólk- vang. Þetta kemur fram í drögum að samkomulagi við sveitarfélögin á svæðinu, sem undirbúa kaup á 72,19 prósentum jarðarinnar af landeigendum. Verði svæðið gert að fólkvangi verður almenningi heimilt að nota það til almennrar útivistar, auk þess sem náttúran á svæðinu mun njóta sérstakrar verndar sam- kvæmt drögum að samkomulagi milli sveitarfélaga og Huangs. Málinu er þó langt frá því lokið. Í samningsdrögunum kemur fram að allt að 99 prósent af land- areigninni verði gerð að fólkvangi eða þjóðgarði, segir Þorvald- ur Lúðvík Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar, sem ásamt Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga hefur unnið að undirbúningi máls- ins fyrir hönd sveitarfélaganna. Hann segir að á því eina pró- senti sem eftir standi komi til með að verða byggingar sem Huang hyggst reisa. „Með þessum gjörningi, ef af verður, get ég fullyrt að almenn- ingur mun hafa ríkari rétt til umgengni um landið en hann hefur í dag,“ segir Þorvaldur. „Ef þetta verður lýst fólkvangur hefur almenningur rétt á að ganga þarna um. Það er verið að auka rétt fólks til umgengni á landinu, sem í dag er einkalóð.“ Samkvæmt samningsdrögun- um munu sveitarfélögin kaupa ríf- lega 72 prósent landareignarinn- ar Grímsstaða á Fjöllum. Stærstur hluti þess lands sem ekki stendur til að kaupa, um 25 prósent, er í eigu ríkisins. „Öllum öðrum eig- endum býðst að selja sveitarfélög- unum á sama verði og þau kaupa þennan hluta á, en þeir þurfa þess ekki,“ segir Þorvaldur. Hann segir að þrátt fyrir að ríkið eigi fjórðung landsins geti það ekki í gegnum þann eignarhlut komið í veg fyrir að aðrir eigendur leigi út sinn hluta af landinu. - bj / sjá síðu 8 Vill að Grímsstaðir verði að fólkvangi Í drögum að samningi vegna fyrirhugaðrar leigu Huangs Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum kemur fram að 99 prósent landsins verði gerð að fólkvangi. Þó ríkið eigi fjórðung landsins getur það ekki stöðvað aðra eigendur í að leigja landið. Með þessum gjörningi get ég fullyrt að al- menningur mun hafa ríkari rétt til umgengni um svæðið en hann hefur í dag. ÞORVALDUR LÚÐVÍK SIGURJÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ATVINNUÞRÓUNAR- FÉLAGS EYJAFJARÐAR UM BORÐ Í ÞÓR Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði afhenti þeim Ögmundi Jónassyni innanríkis- ráðherra og Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, ávísun á Þyrlusjóðinn sem gefinn er í tilefni af 40 ára afmæli Ásatrúarfélagsins. Skip og flugvélar Gæslunnar bera öll nöfn goða og gyðja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjörugt áttræðisafmæli Hjaltalín frumflytur fjögur ný lög í afmælisveislu Verkís í Eldborg í kvöld. tímamót 18 EFNAHAGSMÁL Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir sameiginlegt fjármálaeftirlit á EES-svæðinu krefjast stórkost- legs valdaframsals af hálfu Íslend- inga verði kerfið innleitt í EES- samninginn. „Menn verða að gera sér grein fyrir því hvers konar risahagsmunir eru undir,“ segir Bjarni í samtali við Fréttablaðið. Evrópusambandið hefur sam- þykkt nýjar reglur um eftirlits- kerfi með fjármálamörkuðum innan allra aðildarríkja sambands- ins. Nýju reglurnar falla undir EES-samninginn og eiga því við á Íslandi einnig. Nú er unnið að því að innleiða reglurnar í samninginn. Umræða hefur skapast um hvort nýjar reglur standist stjórnarskrá lýðveldisins. „Ég tel fráleitt að við mundum hrökkva til og breyta stjórnarskránni út af þessari gerð ESB, það finnst mér alls ekki koma til greina.“ Bjarni bendir á að Íslendingar verði að lúta boðum frá Brussel í efnahagsmálum. „Ef þessar gerð- ir sem ESB er að fara fram á að verði innleiddar í EES-samninginn hefðu verið í gildi þegar banka- krísan skall á 2008, þá hefðum við að mestu tekið við fyrirskipunum frá Brussel.“ Með breytingunum er í fyrsta sinn farið fram hjá tveggja stoða kerfi sem byggt hefur verið inn í EES-svæðið. „Það eitt og sér er stórmál.“ - bþh, sh / sjá síðu 12 Bjarni Benediktsson segir áform um sameiginlegt fjármálaeftirlit alvarlegt mál: Stórkostlegt valdaframsal til ESB Þrír sáu rautt Þrír Stjörnumenn fengu að líta rauða spjaldið í leik Stjörnunnar og Fylkis. sport 30

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.