Fréttablaðið - 11.05.2012, Qupperneq 6
11. maí 2012 FÖSTUDAGUR6
Meira í leiðinniWWW.N1.IS
GERÐU HJÓLIÐ KLÁRT
FYRIR SUMARIÐ
20%
AFSLÁ
TTUR
ÚT M
AÍ*
C
o
m
m
an
d
er
II
Pi
lo
t R
o
ad
3
* GILDIR AF ÖLLUM MÓTÓRHJÓLADEKKJUM
- Fjarlægir inngróin hár
sem myndast við rakstur
eða vaxmeðferð
- Virkar á innan við sólahring
- Má nota á bikiní línu, undir
hendur og á fætur
- Fjarlægir rakstursbólur
Lausnin þín við inngrónum hárum!
INGROW GO
20% afsláttur
í Lyfjum og heilsu
7. maí - 31. maí
BANDARÍKIN, AP Trúhneigðir íhalds-
menn í Bandaríkjunum hafa brugð-
ist illa við yfirlýsingu Baracks
Obama forseta, sem á miðvikudags-
kvöld sagðist fylgjandi hjónabönd-
um samkynhneigðra.
Þeir standa þétt að baki Mitt
Romney, forsetaefni Repúblikana-
flokksins, sem hefur verið andvíg-
ur hjónaböndum samkynhneigðra
og ítrekaði andstöðu sína í gær.
Samkynhneigðir og stuðnings-
menn þeirra ráða sér hins vegar
ekki fyrir gleði og segja Obama
hafa tryggt sér atkvæði þeirra allra
í forsetakosningunum í nóvember.
Sjálfur segist Obama gera sér
grein fyrir því, að ómögulegt sé að
vita hvaða áhrif þetta hafi á niður-
stöður þeirra kosninga.
„Það væri erfitt að færa rök fyrir
því að þetta myndi ég gera til að ná
pólitískum ávinningi, því satt að
segja er ekki ljóst hvernig stjórn-
málin munu bregðast við,“ sagði
hann.
Víða um heim mæta samkyn-
hneigðir þó enn harðri mótstöðu,
andúð og ofbeldi.
Kínversk stjórnvöld litu til
dæmis á samkynhneigð sem geð-
sjúkdóm allt til ársins 2001, og enn
er farið með samkynhneigð þar í
landi „eins og hún sé ekki til“, segir
Xiong Jing, baráttukona fyrir rétt-
indum samkynhneigðra. Hún segir
að þar í landi sé bæði óraunhæft og
ómögulegt að ná því fram að stjórn-
völd viðurkenni hjónabönd samkyn-
hneigðra.
Í Taílandi er ástandið ekki mikið
skárra, þótt ferðamenn fái þá mynd
af landinu að þar sé samkynhneigð-
um sýnt umburðarlyndi. „Ég var
að missa vonina í baráttunni fyrir
lögleiðingu hjónabands samkyn-
hneigðra í Taílandi,“ segir Natee
Teerarojjanapongs, sem barist
hefur fyrir réttindum samkyn-
hneigðra þar í landi, „en nú ýtir
stuðningur Baracks Obama við mér
og hvetur mig til að halda áfram.“
Yfirlýsing Obama hefur einnig
skilað þeim árangri, að John Key
forsætisráðherra rauf langvarandi
þögn sína og sagði að stjórnin muni
„við tækifæri“ skoða hvort hjóna-
bönd samkynhneigðra verði leyfð.
Í Ástralíu situr Julia Gillard for-
sætisráðherra hins vegar föst við
sinn keip og segist eftir sem áður
andvíg hjónaböndum samkyn-
hneigðra. gudsteinn@frettabladid.is
Orð Baracks Obama
vekja sterk viðbrögð
Stuðningsyfirlýsing Bandaríkjaforseta við hjónabönd samkynhneigðra hefur
vakið sterk viðbrögð víða um heim, bæði þeirra sem eru sammála honum og
hinna sem eru andvígir. Víða sæta samkynhneigðir enn harðri andstöðu.
BARACK OBAMA Bandaríkjaforseti hefur, fyrstur Bandaríkjaforseta, lýst yfir stuðningi við hjónabönd samkynhneigðra. NORDICPHOTOS/AFP
DANMÖRK Af þeim 32 lyfja- og
hjálpartækjafyrirtækjum sem
dönsk skattayfirvöld hafa rann-
sakað eiga alls 29 von á að þurfa
að greiða 50 milljónir danskra
króna, jafngildi rúms milljarðs
íslenskra króna, í skatt vegna
gjafa til lækna, að því er segir
á fréttavefnum bt.dk. Fulltrúi
skattayfirvalda, Rasmus Ander-
sen, segir fyrirtækin hafa reynt
að komast hjá skattgreiðslum
þegar þau buðu læknum með á
ráðstefnur á lúxushótelum.
Andersen tekur sem dæmi
ráðstefnur fyrir lækna á lúxus-
hótelum í Dubai með gistingu
og kvöldverði án endurgjalds. Í
sumum tilfellum hafi læknarn-
ir einnig fengið leyfi til þess að
hafa maka með á kostnað lyfjafyr-
irtækjanna. Fyrirtækin geti ein-
ungis dregið frá kostnað vegna
fyrirlesara. Af hinu verði þau að
greiða skatt. Að sögn Andersens
voru jafnframt mörg dæmi um að
læknum hefðu verið gefnar gjafir.
Skattayfirvöld hafa ekki tekið
ákvörðun um hvort skattar lækna
og maka sem farið hafa með í lúx-
usferðirnar verði hækkaðir.
-ibs
Dönsk skattayfirvöld rannsaka lyfja- og hjálpartækjafyrirtæki:
Skattar vegna gjafa til lækna
LYF Læknar í Danmörku hafa þegið gjafir
lyfjafyrirtækja.
VIÐSKIPTI Hagar hf., sem meðal annars eiga og reka
verslanir Bónuss og Hagkaupa, högnuðust um 2,3
milljarða króna á síðasta rekstrarári sínu sem lauk
í lok febrúar 2012. Alls seldi félagið vörur fyrir 68,5
milljarða króna sem er aukning um 1,8 milljarð króna
frá árinu áður. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagns-
liði og skatta var um 4,2 milljarðar króna. Þetta
kemur fram í ársreikningi Haga sem birtur var í gær.
Þar segir einnig að félagið ætli sér að greiða 0,45
krónur á hlut í arð á árinu 2012 vegna frammistöðu á
síðasta rekstrarári. Alls nemur hlutafé félagsins 1.218
milljónum og því ætti arðgreiðslan að nema 548 millj-
ónum króna.
Heildareignir Hagasamstæðunnar nema 23,4 millj-
örðum króna og eiginfjárhlutfall hennar var 26,6 pró-
sent í lok tímabilsins.
Hagar voru skráðir á hlutabréfamarkað í desember
síðastliðnum. Skráningargengið var 13,5 krónur á hlut
en gengið hefur hækkað mikið síðan þá. Í lok dags í
gær var það 18,45 krónur á hlut, en hafði þó fallið um
2,9 prósent yfir daginn eftir að uppgjörið var birt.
Stærstu einstöku eigendur Haga eru Búvellir slhf.,
með 12,7 prósenta eignarhlut, og Gildi lífeyrissjóður
sem á 10,2 prósenta hlut. - þsj
Hagnaður Haga var 2,3 milljarðar á síðasta rekstrarári:
Hagar greiða hálfan milljarð í arð
HAGAR Á MARKAÐ Á meðal stærstu eigenda Haga, er
Hagamelur ehf. Eigendur þess eru Hallbjörn Karlsson, Árni
Hauksson, Sigurbjörn Þorkelsson og TM. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Eru ný kaupaukakerfi starfs-
manna bankanna tímabær?
Já 9,7%
Nei 90,3%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Munt þú versla í verslunum
Iceland þegar þær opna hér?
Segðu þína skoðun á Vísi.is
NEYTENDAMÁL Hagsmunasam-
tök heimilanna og talsmaður
neytenda lögðu í gær fram nýja
lögbannskröfu þar sem farið er
fram á að stöðvuð verði öll inn-
heimta greiðsluseðla áður gengis-
tryggðra lána.
Sýslumaður hafnaði lögbanns-
kröfu þessa efnis nýverið á þeim
forsendum að hún væri ekki
nægilega skýrt afmörkuð. Emb-
ættin tvö una ekki þeim úrskurði
og í nýju kröfunni er nánari
skýring á því við hvaða gengis-
tryggðu lán er átt. - jhh
Aðgerðir vegna gengislána:
Vilja lögbann á
innheimtuseðla
KJÖRKASSINN