Fréttablaðið - 11.05.2012, Qupperneq 8
11. maí 2012 FÖSTUDAGUR8
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
IS
I
C
E
5
84
52
0
2/
12
Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi
á sunnudags morgnum kl. 10–12
Sprengisandur
kraftmikill þjóðmálaþáttur
FRÉTTASKÝRING
Hvernig verður aðkoma ríkisins að
leigu Huangs Nubo á jörðinni Gríms-
stöðum á Fjöllum?
Kínverski fjárfestirinn Huang
Nubo rær nú að því öllum árum
að fá heimild til að leigja stærstan
hluta Grímsstaða á Fjöllum til að
byggja þar hótel og ýmiss konar
afþreyingu fyrir ferðamenn. Enn
á hann þó eftir að komast í gegn-
um nálarauga íslenskra stjórn-
valda.
Þar sem erlendir ríkisborgarar
og félög í þeirra eigu mega ekki
leigja jarðir á Íslandi þarf Huang
undanþágu frá þeirri reglu áður
en hægt verður að semja um leigu
á landinu. Ívilnunarsamningur við
ríkið var kynntur í síðustu viku í
ríkisstjórn í kjölfar samþykk-
is ívilnunarnefndar um erlend-
ar nýfjárfestingar. Í þeim samn-
ingi er mælt með því að Huang
fái að byggja upp á um 300 hekt-
ara svæði ýmiss konar mannvirki
fyrir vistvæna ferðamennsku.
Sveitarfélög á svæðinu hafa,
eins og fram hefur komið, þegar
samið um kaup á 72,19 prósent-
um af jörðinni að því gefnu að
leyfi fáist til að leigja Huang jörð-
ina. Stærstur hluti þess sem út
af stendur, 25 prósent, er í eigu
íslenska ríkisins.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri Atvinnuþró-
unarfélags Eyjafjarðar, segir að
öllum landeigendum bjóðist að
selja sinn hluta á sama verði og
sveitarfélögin hafi samið um við
eigendur um 72 prósent jarðarinn-
ar. Þeim sé þó algerlega í sjálfs-
vald sett hvort þeir taki því boði.
Ögmundur Jónasson innanrík-
isráðherra og þingmaður Vinstri
grænna, hefur lagst alfarið á móti
því að Huang fái að leigja landið.
Samflokksmaður hans, Steingrím-
ur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, fer með
eignarhlut ríkisins á fjórðungi
jarðarinnar.
Steingrímur getur þó ekki í
gegnum þann eignarhlut komið
í veg fyrir að aðrir landeigendur
leigi Huang jörðina, segir Þor-
valdur. Hafi ríkið ekki áhuga á að
selja sinn hlut hefjist viðræður um
uppskiptingu jarðarinnar.
Náist ekki samkomulag um upp-
skiptingu getur hluti landeigenda
farið fram á að slík skipti verði
gerð. Þá eru kallaðir til matsmenn
sem skipta landinu upp með sann-
gjörnum hætti. Þorvaldur segist
þó ekki hafa trú á því að það verði
raunin í þessu tilviki, eðlilegra
væri að ná samningum um skipt-
in við ríkið.
Samkvæmt drögum að samningi
milli félags í eigu sveitarfélaga á
svæðinu, sem mun kaupa landið,
og félags Huangs Nubo, mun 99
prósent landareignarinnar verða
að fólkvangi. Eitt prósent jarðar-
innar verður ætlað til einkanota
fyrir byggingar og aðra aðstöðu
sem þeim tengist, segir Þorvaldur.
„Með þessum gjörningi, ef af
verður, get ég fullyrt að almenn-
ingur mun hafa ríkari rétt til
umgengni um landið en hann
hefur í dag,“ segir Þorvaldur.
„Ef þetta verður lýst fólkvangur
hefur almenningur rétt á að ganga
þarna um. Það er verið að auka
rétt fólks til umgengni á landinu,
sem í dag er einkalóð. Jafnframt
mun verða unnið markvisst að
umhverfisvernd og eflingu sjálf-
bærrar þróunar á lífríki lands-
ins, en það er í samræmi við vilja
sveitarfélaga á svæðinu sem vilja
hlúa að vistvænni ferðamennsku.“
Til stendur að Huang fái afnota-
rétt á stærstum hluta jarðarinnar
til 40 ára. Sá hluti sem fer undir
byggingar verður þó leigður til 99
ára eins og tíðkast um byggingar-
lóðir, segir Þorvaldur.
Í samningsdrögunum skuld-
bindur Huang sig enn fremur til
að stuðla að viðhaldi lífríkisins og
uppgræðslu lands þar sem mark-
miðið sé að styðja við og efla nátt-
úrulega þróun lífríkisins.
Þorvaldur segir algerlega skýrt
að leigutakinn hafi engin réttindi
til að nýta náttúruauðlindir sem
kunni að finnast á Grímsstöðum.
Undantekningin sé vatn og aðrar
auðlindir sem hann geti nýtt fyrir
þá þjónustu sem hann muni byggja
upp á svæðinu. brjann@frettabladid.is
Geta krafist
uppskipta á
Grímsstöðum
Þó ríkið eigi 25% af Grímsstöðum á Fjöllum getur
það ekki komið í veg fyrir að aðrir eigendur leigi
Huang Nubo sinn hluta. Samkvæmt drögum að
leigusamningi verður nær öll jörðin að fólkvangi.
UMDEILD EIGN Deilt hefur verið um hvort heimila eigi kínverska fjárfestinum Huang
Nubo að leigja jörðina Grímsstaði á Fjöllum. MYND/SIGGA HALLGRÍMS
Aðgengið tryggt
Fólkvangar eru samkvæmt skil-
greiningu í Náttúruverndarlögum
svæði sem sveitarfélög skipuleggja
og ætluð eru til útivistar og
almenningsnota. Ólíkt þjóðgörð-
um bera sveitarfélögin kostnað við
stofnun og rekstur fólkvangsins.
Með því að gera landsvæði að
fólkvangi er aðgengi almennings
að svæðinu tryggt, auk þess sem
óheimilt verður að spilla nátt-
úrunni.