Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 19
VELLÍÐAN
„Í dag er ég miklu
betri og ég þakka
það að miklu leyti
bættu mataræði.
Allir verkir eru
minni, ég tek aldrei
verkjalyf, ég er létt-
ari og líður einfald-
lega betur á líkama
og sál.“
■ FRAMHALD Á SÍÐU 2
GENGIÐ MEÐ VAGNA OG KERRUR
Barnavagnavika Ferðafélags Íslands og VÍS hófst á mánudag
og lýkur í dag. Um er að ræða 60-90 mínútna gönguferðir,
með léttum æfingum, teygjum og slökun, fyrir foreldra og að-
standendur barna í barnavögnum og kerrum. Í dag verður farið
frá Húsdýragarðinum og hefst gangan klukkan 12.15.
Fanney, sem er einn eiganda fjöl-skyldufyrirtækisins Organic, var greind með vefjagigt fyrir átján
árum. Hún hefur breytt mataræði sínu
mikið frá því sem áður var. „Það hefur
haft gríðarlega mikið að segja fyrir
mig,“ segir Fanney „Í dag er ég miklu
betri og þakka það að miklu leyti bættu
mataræði. Allir verkir eru minni, ég tek
aldrei verkjalyf, ég er léttari og líður
einfaldlega betur á líkama og sál. Það
er alveg satt að maður er það sem mað-
ur borðar, fæðan er undirstaða alls.“
Fanney segir sjúkdóminn ekki vera
einu ástæðu þess að hún tók upp
hráfæði. „Þetta gerðist bara smátt og
smátt. Þegar ég varð ófrísk í fyrsta sinn
fyrir átta árum varð ákveðin vakning
hjá mér og ég fór að hugsa betur um
sjálfa mig. Ég vildi að börnin mín lifðu
heilsusamlegu lífi. Þetta var samt alls
engin u-beygja. Áður vorum við á
grænmetisfæði en það eru tvö ár síðan
ég og börnin fórum alveg á hráfæði og
maðurinn minn er líka meira og minna
á því. Þetta er ákveðinn lífsstíll sem
hentar okkur afar vel.“ segir Fanney.
Uppistaðan í hráfæði er ávextir,
hnetur, fræ og söl. Það eru engin dýr
eða dýraafurðir inni í mataræðinu.
„Þetta er ákveðin matreiðsluaðferð,
maturinn er ekki hitaður upp fyrir 46
gráður. Við eigum þurrkofn sem „eldar“
matinn á löngum tíma. Ég geri til dæmis
hrökkkex sem er í átta klukkutíma inni
í ofninum.“
Fanney segir fjölskylduna fá öll þau
næringarefni sem hún þarf úr fæðunni.
„Við tökum reyndar B-12 vítamín í
vökvaformi en annars uppfyllir matar-
æðið allar næringarþarfir okkar.“
Þó þetta mataræði hjálpi Fanneyju
segir hún það ekki endilega henta öll-
um sem eru með vefjagigt. „Vefjagigtar-
sjúklingar eru mjög misjafnir, það sama
hentar ekki öllum og hver verður að
finna sína leið. Bætt mataræði gagnast
þó öllum.“
Fyrirtæki Fanneyjar og fjölskyldu,
Organic, framleiðir hráfæðiskökur sem
kallast Hnetufreisting, Kókosfreisting
og Draumafreisting sem hún segir til-
valdar sem eftirrétti eftir pastaréttinn
sem hún gefur uppskrift að. ■ lbh
HRÁFÆÐI ER MÁLIÐ
BETRI HEILSA Fanney Sigríður Friðfinnsdóttir hefur tekið mataræði sitt og
fjölskyldu sinnar í gegn á undanförnum árum og borðar nú einungis hráfæði.
Það hefur stórlega bætt líðan Fanneyjar en hún er með vefjagigt.
HOLLUSTA
Fanney segir hráfæðis-
mataræði hafa bætt
líðan sína stórlega en
hún er með vefjagigt.
MYND/VILHELM
Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk,
ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á
salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum
sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu
kr.
NÝ
TT
Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi,
sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is