Fréttablaðið - 11.05.2012, Page 30
10 • LÍFIÐ 11. MAÍ 2012
það að hann á jú húsið með byggingarréttin-
um – þannig var honum seld þessi eign upp-
haflega.
Hitt er svo annað mál hvort ríkið og borgin
hefðu átt að selja reit með byggingarrétti á í
miðbæ Reykjavíkurborgar við torg almennings,
en það er ekki við hann að sakast um það.
Reyndar má segja að hann hafi verið með
ólíkindum þolinmóður í þessu máli þar sem
þetta stóð allt til fyrir mörgum árum en var hætt
við vegna mótmæla.
Svo er auðvitað ekkert leyndarmál að krepp-
an hefur haft þau áhrif að æ erfiðara reynist fyrir
tónleikahaldara að fylla húsið og þar af leiðandi
að greiða aðstöðuleigu fyrir sínar uppákomur.
Einnig hefur tilkoma Hörpunnar haft áhrif á
rekstur staðarins.
Persónulega finnst mér hið versta mál og
mikil synd að svona fallegur salur hverfi.
Nú ertu kölluð Inga á Nasa. Hvað verður
um Ingu á Nasa þegar ballinu lýkur? Inga á
Nasa verður friðuð, stoppuð upp og sett út á
Austurvöll með Jóni Sigurðssyni þegar ballinu
lýkur. En svona í fullri alvöru þá veit ég ekki hvað
verður um mig, en eitt veit ég og það er að mig
langar til að taka mér smá frí. Annars borgar
sig að segja sem minnst, ætli ég verði ekki farin
að gera eitthvað annað spennandi og skemmti-
legt fljótlega.
Þú hefur oft á tíðum vakið athygli fyrir
fatnað þinn og útlit – seturðu mikla pressu
á þig við að líta vel út sem andlit staðarins.
Ég hef alltaf frá því ég man eftir mér viljað vera
flott klædd og ekki minnkaði það með tilkomu
Nasa enda bara svo miklu skemmtilegra að vera
klædd í stíl við hvert „gigg“.
Hver verður hinsta uppákoma NASA?
Staðnum verður lokað 1. júní næstkomandi og
síðasta „giggið“ verður Eurovision-partý Páls
Óskars þann 26. maí.
Eitthvað að lokum? Það eina sem er öruggt
er að það er ekkert öruggt.
PÁLL ÓSKAR HJÁLMTÝSSON
Borgin á að kaupa Nasa
Framhald af síðu 8
Hvernig líður þér með það að nú sé skemmti-
staðurinn Nasa allur? Mér líður auðvitað hræði-
lega. Það er ömurlegt að starfsemin í þessu fallega
húsi fái ekki að halda áfram. Það er enn alvarlegra
mál að það er ekkert svona hús að koma í staðinn.
Engin lausn er í sjónmáli um hvað verður um alla
þá viðburði sem Nasa hefur hýst. Gay Pride, Euro-
vision, Airwaves og ótal útgáfutónleikar hryntónlist-
armanna eru í uppnámi. Þeir sem halda að þess-
ir viðburðir séu allir á leiðinni í Hörpu, vita ekkert um
hvað þeir eru að tala.
Hvað þýðir þetta fyrir tónlistarmenn eins og
þig , Sálina, Gus Gus og fleiri? Þegar Nasa hverf-
ur, mun koma stórt gat í tónlistarflutning hryntónlist-
ar í Reykjavík. Ef borgarstjórn vill að þetta hótel rísi,
þá verður hún að sjá sóma sinn í því að finna lausn
á þessu vandamáli, áður en bygging hótelsins hefst.
Er einhver staður á Íslandi sem er sambæri-
legur Nasa í augnablikinu. Nei. Nasa er einstakt
húsnæði. Það er ekkert að koma í staðinn fyrir það.
Ég er með lausn á þessu. Borgin er að fara hér eftir
deiliskipulagi Davíðs Oddsonar síðan á breiktíma-
bilinu um 1985. Þá var samþykkt að hótel mætti
rísa á þessum reit. Almenningur á að krefjast þess
að deiliskipulagi á þessum reit verði breytt, t.d með
undirskriftalista. Þessi reitur á að vera eign almenn-
ings, ekki einkamál eins lóðareiganda. Húsfriðun-
arnefnd á að friða Nasa, ekki bara að utan, held-
ur líka innréttingarnar. Borgin á að kaupa Nasa og
reka sem Félagsheimili Reykjavíkur, með svipaðri
starfsemi og hefur verið á Nasa síðustu tíu ár. Slíkur
rekstur getur alveg staðið undir sér. Svo mætti laga
og fegra Landsímahúsið sjálft og gera það fallegra
að innan sem utan. Starfsemin í gamla Landsíma-
húsinu yrði svo auðvitað: Skrifstofur Alþingis, því
Alþingi sárvantar húsnæði. Skrifstofutíma lýkur um
svipað leyti og hljóðprufur hefjast inni á Nasa. Eng-
inn mun trufla neinn. Borgin getur svo útvegað Pétri
Þór Sigurðssyni aðra lóð undir hótelið sitt sem hann
dreymir um að byggja.