Fréttablaðið - 11.05.2012, Blaðsíða 46
11. maí 2012 FÖSTUDAGUR26
lifsstill@frettabladid.is
26
Kokkastéttin var áður
full af hálfgerðum hroka-
pungum, en nú sækja sífellt
fleiri stúlkur í starfið. Þær
lyfta upp meðaltalinu í
bekkjum sínum og á vinnu-
markaðnum eru þær oftar
en ekki í heimsklassa.
MATREIÐSLA „Þessar stúlkur hafa
skarað fram úr og meðal annars
lyft meðaltalinu í bekkjunum
þó þær séu fáar,“ segir Ragnar
Wessman, fagstjóri matreiðslu í
Hótel- og matvælaskólanum.
Stúlkur skrá sig í auknum mæli
til náms í matreiðslu við Hótel- og
matvælaskólann miðað við áður.
Ragnar segir fáar konur hafa sótt
í starfið hingað til en að á síðustu
árum hafi orðið breyting þar á.
„Það sem hefur aðgreint Ísland
frá hinum Norðurlöndunum í
þessum málum er að fáar stúlkur
sækja í þetta nám,“ segir hann.
„Það er margt sem gæti spilað
þar inn í, til dæmis er menning-
in innan bransans mjög karllæg
og margir af gömlu kokkunum
eru, eins og maður segir á góðu
kokkamáli, hálfgerðir hroka-
pungar. Í Svíþjóð og Danmörku
eru jafnmargir kven- og karl-
kynsnemendur en hér hefur þetta
verið ein stúlka á önn innan um
tólf til fjórtán stráka. Síðustu tvö
árin hefur þetta breyst eitthvað
og nú eru konur einn þriðji nem-
enda.“
Ragnar segir stúlkurnar hafa
plumað sig vel bæði í náminu og
úti á vinnumarkaðinum. „Þær
fara út á vinnumarkaðinn og eru
taldar í hópi fagmanna í heims-
klassa og standa nú í fremstu víg-
línu,“ segir hann.
Aðspurður segir hann ekki úti-
lokað að vinsældir og velgengni
landsliðskokksins Hrefnu Rósu
Sætran hafi eitthvað með þessa
hugarfarsbreytingu að gera. „Án
þess að segja það með vissu þá
gæti sýnileiki hennar og ímynd
hafa orðið til þess að konur líti á
þetta nám sem tækifæri og átti
sig frekar á möguleikunum.“
Íslenskum kokkum hefur vegn-
Fleiri stúlkur læra kokkinn
að vel á alþjóðlegum vettvangi og
að sögn Ragnars eru þeir vinsæl-
ir starfskraftar á veitingahúsum
úti í heimi. „Þeim hefur vegnað
mjög vel og ég held að því sé að
þakka hæfilegri blöndu af starfs-
námi og grunnnámi. Við kennum
teoríuna og svo fá þau tækifærið
til að nota ímyndunaraflið á veit-
ingastöðunum.“ sara@frettabladid.is
FLEIRI STÚLKUR Í KOKKINN Ragnar Wessman, fagstjóri matreiðslu í Hótel- og
matvælaskólanum, segir fleiri stúlkur nema matreiðslu nú en fyrir þremur árum.
Hann segir þær jafnframt hafa hækkað meðaltal einkunna í bekkjunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
FÁIR HÖFÐU TRÚ Á KVENKYNSNEMA
Hrefna Rósa Sætran, eigandi veitingastaðanna Fiskmarkaðarins og Grill-
markaðarins, kveðst hafa orðið vör við þennan gamalgróna hugsunarhátt
þegar hún sótti um nemastöðu á sínum tíma. Hún sótti um
á mörgum af vinsælustu veitingastöðum borgarinnar en
fékk dræmar undirtektir á þeim flestum. Að lokum fékk
hún starf á Apótekinu og segir yfirkokkinn, Sigurð Ólafs-
son, hafa veitt henni tækifærið sem hún þurfti.
„Sigurður hafði mikla trú á mér og gaf mér tækifæri
til að sanna mig. Ég komst að því eftir að ég hætti á
Apótekinu að sumir starfsmenn staðarins höfðu
veðjað um hversu lengi ég myndi þrauka í starf-
inu, það var allt frá einum degi og upp í tvær
vikur. En enginn taldi mig þrauka lengur en
það,“ rifjar Hrefna Rósa upp. Hún segir þó við-
mótið hafa breyst mikið síðan þá, ekki aðeins
í kokkastéttinni heldur í samfélaginu öllu.
„Ég held það séu konur að læra á flestum
veitingastöðum borgarinnar í dag og það er
jákvæð þróun. Ég er til að mynda með þrjá
kvenkynsnema á Fiskmarkaðnum og tvær á
Grillmarkaðnum.“
KYNLÍF Nýverið skrifaði ég um
kynlíf í kjölfar barneigna og fékk
margvíslegar athugasemdir sem
sneru margar að skorti á kynlöng-
un. Kynlöngun er ögn flókið fyrir-
bæri því vitneskjan er takmörkuð
og margir þættir hafa áhrif á hana.
Ein kenning um kynlöngun karla
er sú að þeir taki fyrst eftir stinnu
typpi og fari þá að hugsa um kynlíf.
Stinning á sér stað oft yfir daginn
og því gæti misskilningurinn um
kynlífsóða karlmenn stafað af því
að þeir veita líkamlegu ástandi sínu
athygli og í kjölfarið túlka stinn-
inguna sem kynlöngun og fara þá
að hugsa um kynlíf.
Hjá konum er þessu oft öfugt
farið því kynferðisleg æsing
kvenna, blaut píka, er ekki jafn
greinileg og stinning lims. Fæstar
konur stinga reglulega fingri upp
í leggöng yfir daginn til að kanna
rakastigið. Þannig að, þegar konur
ætla koma sér í stuð þá byrja þær
oftar en ekki á beinni örvun, líkam-
legri og andlegri, og fara í kjölfarið
að finna fyrir löngun.
Til að hefja kynlíf þarf að byrja
á því að finna út hvað kemur manni
í stuð og það gerist með fantasíum.
Fín leið til að komast að því hvaða
fantasíur kitla mann er klám.
Mömmurnar sem spyrja mig um
klám langar ekki að horfa á týpískt
stórra-sílíkonbrjósta-bikinífars-
klám og því hef ég mælt með kven-
kyns klámleikstjórunum Candida
Royalle fyrir rómantískt klám, og
Tristan Taormino, sem sérhæfir sig
í fræðslu í bland við kynlífssenur.
Sumum finnst þetta myndræna
klám fráhrindandi svo þá má nýta
sér tæknina og hlaða niður einni
eldheitri erótík inn á lesbrettið. Nýj-
asta nýtt í bókmenntaheiminum er
„mömmuklámið“; erótískar skáld-
sögur skrifaðar af mömmum, og
þar er Fifty shades of Grey sú heit-
asta. Ég er ofsalega hrifin af eró-
tískum bókmenntum og eyddi einu
sumri í að rannsaka eldgömul rit
og hafði einstaklega gaman af. Þar
mátti finna allt sem ég hafði séð í
klámi og svo miklu meira. Það var
eitthvað við það að lesa þetta hljóð-
laust, svart á hvítu, í miðri mann-
mergð á Austurvelli. Bækur leyfa
okkur að búa til myndræna fantasíu
sem svo má nýta sem handrit í raun-
verulegu kynlífi.
Þú veist hvernig það er með
góða bók, hana getur verið erfitt
að leggja frá sér og því gæti þetta
verið lausn á kynlöngun einhverra
mæðra. Þá langar mig að nýta tæki-
færið og benda drengjum á að þeir
megi gjarnan lesa meira. Ef erótík
kveikir ekki lestraráhuga ungra
drengja þá veit ég ekki hvað gerir
það.
Mömmuklám í mæðradagsgjöf
KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT!
Sendu Siggu Dögg póst og
segðu henni frá vandamáli
úr bólinu. Lausnin gæti
birst í Fréttablaðinu.
kynlif@frettabladid.is
STUÐLA AÐ HVÍTARI TÖNNUM Neysla á eplum og gulrótum getur stuðlað að hvítari tönnum
og einnig lyftiduft og sítrónusafi. Þetta kemur fram á vef Huffington Post, sem leitaði til sérfræðinga um
það hvernig best væri að hvítta tennurnar á náttúrulegan hátt.
FANTASÍUR Klám getur hjálpað fólki að átta sig á fantasíum sínum, að mati Siggu
Daggar.
LOKSIN
S
FÁANLE
GAR
AFTUR
!
ÁLFASALAN
2012
í
s
er
helgarblaði Fréttablaðsin
Krakkasíðan
krakkar@frettabladid.is
Páli Rúnari Bjarnasyni
finnst skrýtið að geta
andað í vatni
MUNDU AÐ EFNI
SEM ÞÚ SETUR Á
NETIÐ ER ÖLLUM
OPIÐ, ALLTAF!
www.saft.is