Fréttablaðið - 11.05.2012, Page 51

Fréttablaðið - 11.05.2012, Page 51
FÖSTUDAGUR 11. maí 2012 31 Allt um leiki gærkvöldsins er að fi nna á Hásteinsvöllur, áhorf.: 768 Kristinn Jakobsson (7) 0-0 Skot (á mark): 15-9 (3-0) Varin skot: Abel 0 - Sigmar Ingi 3 ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 6 - Arnór Eyvar Ólafsson 6, Brynjar Gauti Guðjónsson 7, Rasmus Christiansen 6, Matt Garner 7 - George Baldock 5 (75. Eyþór Helgi Birgisson -), Guðmundur Þórarinsson 6, Ian David Jeffs 5 (70. Aaron Spear 5) - Tony Mawejje 3, Þórarinn Ingi Valdimarsson 6, Christian Steen Olsen 5 (84. Víðir Þorvarðarson -). BREIÐABLIK (4-3-3): Sigmar Ingi Sigurðarson 7, Tómas Óli Garðarsson 6 - *Renee Troost 7 - Sverrir Ingi Ingason 7 - Kristinn Jónsson 7, Finnur Orri Margeirsson 5, Andri Rafn Yeoman 4, (46. Árni Vilhjálmsson 5), Petar Rnkovic 4, (60. Þórður S. Hreiðarsson 6), Jökull I Elísabetarson 5, Haukur Baldvinsson 5 (85. Arnar Már Björgvinsson -), Elfar Árni Aðalsteinsson 5. FÓTBOLTI Markalaust jafntefli var niðurstaðan í fyrsta heimaleik ÍBV þetta tímabilið en Breiðablik sóttu Eyjamenn heim í gær. Þrátt fyrir fjörlegar lokamínútur einkenndist leikurinn fyrst og fremst af miðjuþófi og gagnslausum sóknaraðgerðum. Eyjamenn voru þó reyndar nokkuð sprækir í upphafi leiks og hefðu þeir nýtt eitt af þeim færum sem þeir fengu þá hefði leikurinn sjálfsagt þróast á annan máta. „Það hefði breytt leiknum. Leikmenn hefðu róast og allt hefði gengið betur,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV eftir leikinn. Hann setti svo þrjá framherja inn á í seinni hálfleik en án árangurs. „Við reyndum allt sem við gátum. Það tekst samt ekki alltaf. Ég er samt þokkalega sáttur við spilamennskuna og það eina sem vantaði var markið.“ Breiðablik er nú án sigurs í fyrstu tveimur umferðunum þriðja árið í röð. „Við ætlum okkar auðvitað þrjú stig í hverjum leik. En svona hefur þetta verið hjá okkur á vorin og veit ég ekki af hverju. Kannski finnst leikmönnum erfitt að venjast grasinu eftir mikla gervigrasnotkun,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika. Þeir grænu hafa þar að auki ekki enn skorað í ár en Ólafur hefur ekki miklar áhyggjur af því. „Við fengum færi í þessum leik og það var það sem vantaði hjá okkur síðast. Nú er næsta skref að nýta færin,“ sagði hann og sagði að umræðan um sóknarmenn liðsins hefði mögulega haft áhrif. „Þegar þeir heyra að þeir geta ekki skorað þá hlýtur það að setjast á þá. En það eru bara tveir leikir búnir og menn verða að ýta svona hugsunum frá sér. Ég hef fulla trú á því að okkar sóknarmenn geti skorað en þeir þurfa að hafa hana líka.“ Ian Jeffs segir það vonbrigði fyrir Eyjamenn að hafa aðeins fengið eitt stig úr fyrstu tveim- ur leikjunum. „Þegar ég sá hvaða liðum við myndum mæta í fyrstu tveimur umferðunum sá ég mögu- leika á því að vinna báða leikina. En það tókst ekki. Okkur gekk ágætlega að spila boltanum en svo vantaði kraft á síðasta þriðj- ungnum til að klára sóknirnar. Það þurfum við að laga.“ - esá Eyjamenn og Selfyssingar skildu jafnir í markalausum leik á Hásteinsvelli í Pepsi-deild karla í gær: Vertíðin byrjar rólega í Vestmannaeyjum ÓLAFUR KRISTJÁNSSON Blikar hafa ekki náð að vinna í fyrstu tveimur umferðunum undanfarin þrjú sumur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÁLFASALAN 2012 Styrkjum börn og fjölskyldur sem fljást vegna áfengis- og vímefnaneyslu Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gói og Baunagrasið Einn Gói, þrjár baunir og margfaldur Þröstur Leó verða að heilu ævintýri. Risinn, gamla konan, sjálfspilandi harpan, hænan sem verpir gulleggjum og allir þorpsbúarnir mæta til leiks á litla sviði Borgarleikhússins. SÍÐUSTU SÝNINGAR Leikhúsglaðningur fyrir alla fjölskylduna! Fréttatíminn Morgunblaðið Lau 12/5 kl. 13:00 Örfá sæti Lau 12/5 kl. 14:30 Örfá sæti Sun 20/5 kl. 13:00 Örfá sæti FÓTBOLTI Íslenska 17 ára landsliðið í fótbolta tapaði í gær 0-1 fyrir Georgíu í lokaleik sínum í sínum á EM í Slóveníu. Íslenska liðið hefði komist í undanúrslit hefði strákunum tekist að jafna leikinn en sigurmark Georgíumanna kom sex mínútum fyrir leikslok. Þjóðverjar unnu 3-0 sigur á Frökkum í hinum leik riðilsins og enduðu með fullt hús stiga. Georgíumenn fengu fjögur stig, Frakkar tvö stig og íslenska liðið rak lestina með eitt stig. Ef íslensku strákunum hefði tekist að jafna leikinn þá hefðu Ísland, Frakkland og Georgía öll verið jöfn að stigum. Ísland og Frakkland væru þá með jafnan og bestan árangur í innbyrðisleikjum liðanna þriggja en Ísland hefði farið áfram á betri markatölu í öllum leikjum riðilsins. - óój Íslenska 17 ára liðið á EM: Einu marki frá undanúrslitum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.