Fréttablaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 4
22. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR4
LÍFEYRISMÁL Alþýðusamband
Íslands (ASÍ) undirbýr nú mála-
ferli á hendur ríkinu vegna fjár-
sýsluskatts sem lagður er á
lífeyrissjóði og banka. Með skatt-
lagningunni er lífeyrisþegum í
almennum lífeyrissjóðum og líf-
eyrissjóðum opinberra starfs-
manna mismunað, segir Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Skattlagningin kemur verr
niður á þeim sem eiga rétt-
indi í almennum lífeyrissjóðum
en þeim sem greitt hafa í opin-
bera sjóði sem ríki og sveitarfé-
lög ábyrgjast,
sagði Gylfi á
fundi um fram-
tíð lífeyrismála
á Grand hóteli í
gær.
Hann segir
almenna
lífeyris sjóði
verða að skerða
greiðslur til
sinna lífeyris-
þega vegna
skattlagningarinnar, en sama
eigi ekki við um lífeyrissjóði
opinberra starfsmanna. „Þó þeir
sjóðir þurfi að greiða skattinn
mun ríkið á sama tíma leggja
þeim til fjármuni til að sjá til
þess að skatturinn hafi ekki áhrif
á stöðu sjóðsfélaganna,“ segir
Gylfi í samtali við Fréttablaðið.
„Þetta er að mati okkar hjá
ASÍ brot á jafnræðisreglu,“
segir Gylfi. Hann segist hafa
talið að samkomulag hafi náðst
við stjórnvöld um að afturkalla
þessa skattlagningu á lífeyris-
sjóðina. Í ljósi ummæla efna-
hags- og viðskiptaráðherra og
formanns efnahags- og skatta-
nefndar Alþingis á síðustu dögum
hafi hann farið að efast um að
það gangi eftir.
„Kannski er nauðsynlegt að
fá það á hreint að þetta sé brot
á jafnræðisreglu og Alþingi geti
ekki farið svona fram,“ segir
Gylfi.
Þórey S. Þórðardóttir, fram-
kvæmdastjóri Landssamtaka líf-
eyrissjóða, sagði á fundinum í
gær að tekist hafi verið á um það
í stjórnum margra lífeyrissjóða
hvort skerða þurfi réttindi lífeyris-
þega frekar en gert hafi verið.
Gylfi segir það anga af sama
vanda, enda mikið ójafnræði
milli sjóða í almenna lífeyris-
kerfinu og sjóða opinberra starfs-
manna. Nefnd sem á að endur-
skoða það fyrirkomulag hefur
verið starfandi frá árinu 2009, en
mun væntanlega skila sínu verki
fljótlega.
„Því miður hallar þarna aftur
á mína félagsmenn, lök ávöxtun
getur og mun líklega leiða til þess
að það þurfi að skerða réttindin
vegna þess að við erum ekki
að standast þá ávöxtun sem við
þurfum til að lofa þessum rétt-
indum. Ríkissjóður mun grípa
hitt, og þá þarf að hækka skatta,“
segir Gylfi.
Ófjármögnuð skuld ríkisins
við lífeyrissjóði opinberra starfs-
manna hefur að sögn Gylfa
hækkað um 136 milljarða frá
árinu 2007. Hann segir að skuldin
hafi hækkað úr ríflega 350 millj-
örðum í um 500 milljarða króna.
Vegna þessa vantar 28 til 30
milljarða króna á ári frá ríkinu
á næstu áratugum inn í sjóðina,
þó aðeins sé gert ráð fyrir 10
milljörðum á fjárlögum.
Gylfi segir að þessi halli sé að
verða óviðráðanlegur og verði
ekki gripið til annarra ráð stafana
gæti þurft að hækka tekjuskatt
um fjögur prósentustig til að
fjármagna greiðslur sjóðanna til
sinna félagsmanna.
brjann@frettabladid.is
GENGIÐ 21.05.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
223,2474
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,75 127,35
200,55 201,53
161,85 162,75
21,775 21,903
21,242 21,368
17,749 17,853
1,5978 1,6072
193,63 194,79
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
Fornleifarannsókn Fornleifafræði-
stofunnar í Vogi í Höfnum er sú fyrsta
hjá stofunni, en ekki sú fyrsta í ár eins
og lesa mátti úr forsíðufrétt blaðsins á
föstudag. Fyrsti uppgröftur ársins var
viku fyrr í bæjarstæði Litlabæjar á Sel-
tjarnarnesi. Að honum standa nokkrir
nemar í fornleifafræði við Háskóla
Íslands og kennararnir Gavin Murray
Lucas og Guðmundur Ólafsson.
ÁRÉTTING
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
1
20
75
3
STÚDENTAGJAFIRNAR FÁST
HJÁ JÓNI OG ÓSKARI
Stúdentarósin 2012
úr 14 kt gulli
kr. 19.900
Stúd asent tjarnan 2012
úr 14 kt gulli
kr. 16.500
Stúd ntase tjarnan /Silfur
kr. 7.900
Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í
gær, Nýja háskólasjúkrahúsið - kjarni
málsins, er rætt um að ný lög um
heilbrigðisþjónustu hafi verið sett
„bóluárið 1997“. Þar á að standa
„bóluárið 2007“.
LEIÐRÉTTING
ASÍ undirbýr málaferli gegn
ríkinu vegna fjársýsluskatts
Ríkið brýtur gegn jafnræðisreglu með innheimtu fjársýsluskatts frá lífeyrissjóðum segir forseti ASÍ. Hann
segir að leysa þurfi vanda vegna lífeyrisskuldbindinga ríkisins eða hækka tekjuskatt um fjögur prósentustig.
GYLFI
ARNBJÖRNSSON
FRAKKLAND Frönsk yfirvöld hafa
ákveðið að rannsaka ásakanir
um að Dominique Strauss-Kahn,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi
tekið þátt í
hópnauðgun í
Washington í
desember 2010.
Rann sóknin
verður á
hönd um yfir-
valda í Lille
sem hafa
ákært Strauss-
Kahn, tvo
kaupsýslu-
menn og lög-
regluforingja fyrir hórmang.
Í apríl kváðust rannsakendur í
Lille hafa aflað nýrra sönnunar-
gagna eftir yfirheyrslur yfir
tveimur belgískum vændis-
konum. Önnur þeirra gaf í skyn
að hún hefði verið neydd til kyn-
lífs gegn vilja sínum. Strauss-
Kahn vísar ásökununum á bug. -ibs
Rannsókn í Frakklandi:
Strauss-Kahn
sakaður um
hópnauðgun
DOMINIQUE
STRAUSS-KAHN
STJÓRNSÝSLA Kostnaður við rekstur Lyfja-
stofnunar hefur verið umfram áætlanir þrjú
af síðustu fjórum árum og stefnir allt í að
sama muni gilda um yfirstandandi ár. Þetta
kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um
rekstur stofnunarinnar.
Í úttektinni segir að áhyggjuefni sé hversu
illa hefur gengið að halda rekstrinum innan
þess ramma sem stofnuninni sé markaður á
fjárlögum hvers árs. Því er þeim tilmælum
beint til Lyfjastofnunar og velferðarráðu-
neytisins að tryggt verði að reksturinn verði í
samræmi við fjárheimildir.
„Telji ráðuneytið fjárhagsrammann of
þröngan ber því að beita sér fyrir breytingum
á honum,“ segir í úttektinni.
Uppsafnaður halli Lyfjastofnunar síðustu
ár nemur nú um 216 milljónum króna og
mælir Ríkisendurskoðun með því að Lyfja-
stofnun fái að nýta svokallað bundið eigið fé,
sem nemur nú um 313 milljónum króna, til að
vinna á hallanum.
Ein ástæða hallans er að stofnunin fær
ekki greitt sérstaklega fyrir ýmis lög bundin
stjórnsýsluverkefni og leggur Ríkisendur-
skoðun til að gert verði ráð fyrir slíkum
kostnaði framvegis.
Í skýrslunni er þess jafnframt getið að
efla þurfi faglega þekkingu og hæfni í eftir-
litsstörfum Lyfjastofnunar, en samdráttur í
framlögum hafi einna helst bitnað á þessum
hluta starfseminnar. - þj
Áhyggjuefni hversu illa hefur gengið að halda rekstri Lyfjastofnunar innan ramma:
Hefur ítrekað farið fram úr áætlunum
LYFJASALA Rekstur Lyfjastofnunar hefur farið fram úr
fjárheimildum þrjú af síðustu fjórum árum og segir
Ríkisendurskoðun að úrbóta sé þörf. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar gæti þurft að hækka ellilífeyris-
aldurinn úr 67 árum í til dæmis 68 ár, segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti
ASÍ. Þetta hefur verið rætt í starfshópi aðila vinnumarkaðarins og lífeyris-
sjóðanna um lífeyrismál, þar sem Gylfi á sæti.
„Hingað til höfum við verið að bregðast við hækkandi meðalævi Íslend-
inga með því að skerða réttindi,“ segir Gylfi. Hann segir auðvitað jákvætt að
Íslendingar lifi lengur, en þá verði sú spurning ásækin hvort ekki sé eðlilegt
að fólk sé hálfu eða einu ári lengur á vinnumarkaði.
Gylfi segir hugmyndir uppi um að auka sveigjanleika séreignarlífeyris-
sparnaðarins þannig að verði þessar hugmyndir að veruleika geti þeir sem
eigi slíkan sparnað notað hann til að hætta fyrr að vinna. Það sé þó háð
því að Alþingi „eyðileggi“ ekki séreignarsparnaðinn með því að skattleggja
greiðslur í séreignarsjóði eins og rætt hafi verið um.
Skoða hækkun ellilífeyrisaldursins
KERFISBREYTING ASÍ vill breyta lífeyriskerfinu þannig að ríkið ábyrgist ekki
greiðslur úr sumum lífeyrissjóðum á meðan aðrir þurfi að skerða greiðslur til
sinna lífeyrisþega þegar illa árar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
26°
19°
29°
22°
23°
20°
22°
22°
24°
22°
24°
23°
33°
23°
21°
20°
17°Á MORGUN
8-15 m/s SV-til,
annars hægari.
FIMMTUDAGUR
Fremur
hægur vindur.
8
10
14 15
7
9
9
12
10
10
7 5
6
4
4
12
7
8
4
8
35
9
16
13
109
13
14
118
7
SUÐLÆG ÁTT með
með vætu S- og
V-til næstu daga.
Skýjað að mestu á
landinu en þurrt að
kalla NA-til. Áfram
milt í veðri S-til en
hlýnar meira NA-til,
að 18 stigum þar á
morgun.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður