Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2012, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 22.05.2012, Qupperneq 2
22. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 SPURNING DAGSINS þrenns konar ídýfum Grænmeti með Farðu inn á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina og hugmyndir að fleiri girnilegum réttum. H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA UMHVERFISMÁL Mistur sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu síðustu tvo daga er af völdum svifryks sem berst frá ösku- fallssvæði fyrir austan fjall, að því er fram kemur í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Reiknað var með að úrkoma sem búið var að spá um sunnan- og austanvert land í gærkvöldi myndi hreinsa loftið og auka loft- gæði í Reykjavík. Klukkan eitt í gær mældist styrkur svifryks 57,5 míkró- grömm á rúmmetra á mæli- stöðinni við Grensásveg í Reykja- vík og meðaltal frá miðnætti var 140 míkrógrömm. Heilsuverndar- mörk eru 50 míkrógrömm á rúm- metra á sólarhring. - óká Öskufok skýrir mistrið: Svifryk mælist yfir mörkum Þórður, heldurðu að þetta muni vara lengi? „Þetta verður vonandi varanlegt í sumar.“ Þórður Þórðarson þjálfar lið Skagamanna sem er á toppi Pepsi-deildar karla, en varamenn hafa skorað sigurmarkið í síðustu þremur leikjum liðsins. ÖRYGGISMÁL Öryggisbúnaður og kunnátta í því að nota slíkan búnað skipta sköpum þegar óvænt hættu- ástand skapast á fjöllum. Það segir Smári Sigurðsson, þaulvanur vél- sleðamaður, en hann lenti í háska í fjallaferð í síðustu viku. Smári var á ferðinni uppi við Kerlingu ofan við Eyjafjörð og ekkert benti til þess að nokkuð væri öðruvísi en venjulega þegar snjóflóð fór af stað og rann á hann. Umsvifa- laust sprengdi Smári út loftpúða sem er í bakpokanum, en þegar allt var um garð gengið var hann efst í flóðinu og gat losað sig sjálfur. „Menn hafa verið að þróa svona útbúnað síðustu ár og notendum fer alltaf fjölgandi,“ segir Smári. Til að blása upp púðann þurfti Smári að toga í handfang á bak- pokanum. Hann segist hafa verið fljótur að sprengja upp púðann enda hafi hann verið búinn að kynna sér búnaðinn. „Ég var búinn að pæla í þessu og held að það hafi skipt öllu máli, því að ég hafði engan tíma til að hugsa mig um. Ég veit svo ekki hvort púðinn hafi einmitt bjargað mér, en hann virkaði eins og hann átti að gera og ég hafnaði mjög ofarlega í flóðinu.“ Smári bætir því við að annar útbúnaður sé einnig mikilvægur, til dæmis snjóflóðaýlar og stangir og skóflur til leitar. „Pokunum fer stöðugt fjölgandi og næstum allir eru með ýli. Það sem máli skiptir er hins vegar að læra á tækið, því að það er enginn tími til þess þegar komið er fram á ögurstundu.“ „Tækjabúnaðurinn kemur ekki í veg fyrir slysin, heldur lág markar skaðann. Það er heldur ekki nóg fyrir menn að kaupa allar heimsins græjur ef þeir svo haga sér eins og bjánar.“ - þj Vélsleðamaðurinn Smári Sigurðsson slapp giftusamlega úr snjóflóði fyrir skemmstu: Öryggisbúnaður og kunnátta skipta öllu ÖRYGGIÐ Á ODDINN Öryggisútbúnaður og undirbúningur komu sér vel þegar Smári Sigurðsson lenti í snjóflóði í hlíðum Kerlingar við Eyjafjörð. MYND/SMÁRI SJÁVARÚTVEGUR Rannsóknir Haf- rannsóknastofnunar sýna að brott- kast á íslenskum skipum síðast- liðin þrjú til fjögur ár er minna en árin á undan. Brottkast þorsks var 659 tonn árið 2010, eða 0,43% aflönduðum afla, og er það næstlægsta hlutfall tímabilið 2001-2010. Brottkast ýsu var 727 tonn, eða 1,17% af lönd- uðum afla 2010, og er það einnig næstlægsta brottkastshlutfall ýsu. Meðalbrottkast þorsks 2001- 2010 í öll veiðarfæri var 0,90% af lönduðum afla, eða 1.680 tonn, en brottkast ýsu 2,02%, eða 1.488 tonn. - shá 0,90% af þorski hent: Brottkast á fiski fer minnkandi LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði kanna- bisræktun á þremur stöðum í umdæminu fyrir helgina. „Sú stærsta var í Hafnarfirði en í húsi þar var að finna um 180 kannabisplöntur. Á sama stað var lagt hald á ýmsan búnað sem tengdist starfseminni, meðal annars fjölmarga gróðurhúsa- lampa,“ segir í tilkynningu lög- reglu, en ræktunin var falin í 100 fermetra rými í kjallara hússins. „Karl um þrítugt var yfirheyrður í þágu rannsóknar- innar en sá reyndi að komast undan á hlaupum þegar lögregl- an bankaði upp á.“ - óká Kannabisræktun stöðvuð: Sá lögreglu og tók til fótanna Gripu veggjakrotara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip um helgina erlendan ferða- mann við þá iðju að krota á hurðir og veggi. Í síma mannsins fundust myndir af mörgum skemmdar- verkanna. Málið er í rannsókn, að sögn lögreglu. LÖGREGLUMÁL SVÍÞJÓÐ Stærsta dagblað Rúss- lands, Komsomolskaja Pravda, fullyrðir að herleyniþjónusta Svíþjóðar, Must, taki þátt í starfsemi stjórnarand- stöðunnar í Rússlandi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að rússneska blaðið segi upplýsingarnar meðal annars byggðar á samtali Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, Alex Navalnyj stjórnarandstöðuleiðtoga og sænsks diplómats. Samtalið er sagt hafa verið hlerað í sendiráði Svíþjóðar í Moskvu. Á vef Dagens Nyheter segir að rússneskir fjölmiðlar, sem stýrt er af yfirvöldum, hafi hafið herferð gegn sænskum stjórnarerind rekum í desember 2011. -ibs Rússneskt stórblað: Samtal Carls Bildt hlerað CARL BILDT SJÁVARÚTVEGUR „Ég hef ekkert heyrt um þetta mál og sannast sagna hljómar þetta eins og áróður,“ segir Svavar Svavarsson, markaðsstjóri HB Granda, um full- yrðingar hvalfriðunarsamtaka um að þeim hafi tekist að útiloka sölu á sjávarfangi frá fyrir tækinu á Ólympíu leikunum í London í sumar. Hvalfriðunarsamtökin Whale and Dolphin Conservation Society (WDCS) halda því fram á heima- síðu sinni að fyrir þeirra tilstilli muni enginn fiskur frá HB Granda verða seldur til íþróttafólks, starfs- manna, eða áhorfenda á Ólympíu- leikunum. Samtökin byggja undir tíðindin með því að greina frá því að David Stubbs, sem fer fyrir sjálfbærni- verkefni leikanna, hafi staðfest þetta. Fréttaveitan Fishnewseu. com fjallaði jafnframt um málið í gær. Svavar segir að fiskur frá HB Granda fari mikið til á „fish&chips- markaðinn“ (fiskur og franskar), í Bretlandi. Sölustaðir fyrir þennan rétt í London séu um tíu þúsund talsins og margir hverjir smáir sjálfstæðir atvinnurekendur. „Þetta finnst mér frekar langsótt, satt best að segja,“ segir Svavar WDCS hafa unnið markvisst gegn HB Granda í Bretlandi um árabil. Ástæðan er tengsl fyrir- tækisins við Hval hf. sem er stærsti einstaki hluthafinn í HB Granda með fjörutíu prósent hluta- fjár í gegnum dótturfyrirtæki sitt Vogun. Svavar segir að þrátt fyrir starf WDCS hafi það ekki haft merkjanleg áhrif á sölu á fiskmeti frá fyrirtækinu í Bretlandi. Síðast náðu WDCS eyrum almennings í herferð sem var sér- staklega beint til sölumanna fisks og franska í september síðast- liðnum. Yfirlýst markmið sam- takanna er að höggva skörð í útflutning HB Granda til landsins og þrýsta með því á að hval veiðum verði alfarið hætt. Þá bentu Grandamenn á að eignartengsl HB Granda og Hvals hf. hafi legið ljós fyrir í tvo áratugi og það hafi helstu viðskiptavinir fyrirtækisins vitað án þess að það hefði áhrif á viðskiptasambönd. WDCS útskýra ekki í frétt sinni hvernig banninu verður framfylgt, en fréttin verður ekki skilin öðruvísi en að um sölu fisk- metis á Ólympíuleikvanginum og í Ólympíu þorpinu sé að ræða. Keppni fer reyndar fram víðs vegar um borgina og um England í nokkrum greinum. Fréttablaðinu hafði ekki borist svar við fyrirspurn um málið frá fjölmiðlaskrifstofu Ólympíu- leikanna þegar blaðið fór í prentun. svavar@frettabladid.is Segjast hafa lokað á sölu fisks frá Granda Hvalfriðunarsamtök fullyrða að þau hafi komið í veg fyrir sölu á fiski frá HB Granda á Ólympíuleikunum í London í sumar. Forsvarsmenn HB Granda koma af fjöllum. Samtökin hafa lengi barist gegn Granda vegna tengsla við Hval hf. JEMEN Um hundrað manns létust og um 230 særðust í sjálfsvígsspreng- juárás í Sanaa, höfuðborg Jemen, í gær. Sprengjan varð á heræfingu fyrir skrúðgöngu um miðjan dag og hefur al-Kaída lýst ábyrgðinni á hendur sér. Yfirvöld í landinu segja að ódæðismaðurinn hafi verið klæddur í hermannabúning og hafi því blandað sér vel inn í mann- fjöldann. Hann sprengdi sjálfan sig í loft upp í hópi hermanna á al-Sabin torginu í Sanaa og var sprengjan mjög öflug. Heimildarmaður breska ríkisút- varpsins BBC innan al-Kaída stað- festi við fréttastofu að maðurinn hefði verið meðlimur samtakanna. „Þetta er fjöldamorð. Það eru hrúgur af líkamspörtum, út limum og höfðum. Þetta er ótrúlegt,“ sagði hermaður í samtali við AFP fréttastofuna laust eftir atvikið. Þetta er blóðugasta sprengju- árás í borginni síðan Abdrabbuh Mansour Hadi var kosinn forseti í febrúar síðastliðnum. Stjórnarherinn í Jemen hóf sókn gegn íslömskum uppreisnar- mönnum fyrir tíu dögum síðan, þegar meira en 30 hermenn andstöðunnar féllu. - sv Hundrað manns létust í öflugri sprengjuárás í Sanaa, höfuðborg Jemen, í gær: Blóðbað á skrúðgönguæfingu HUNDRUÐ SÆRÐIR Alvarlega særður lögreglumaður liggur þungt haldinn á einu af sjúkrahúsum Sanaa eftir árásina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GLÆSILEGT MANNVIRKI Fullyrt er að fiskmeti frá HB Granda verði ekki selt á svæðum sem falla undir bresku Ólympíunefndina. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.