Fréttablaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 28
22. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR20
BAKÞANKAR
Erlu
Hlynsdóttur
Stóra stundin er runnin upp. Íslend ingar keppa í fyrri forkeppni Júróvisjón í
kvöld. Gréta og Jónsi koma fram sem full-
trúar okkar allra. Eflaust verða einhverjir
stoltir. En það sem ég skal éta hattinn minn
ef við vinnum. Ég skal meira að segja éta
hann ef við endum á topp tíu.
JÚ JÚ, þetta er ágætt lag. Ég var alveg búin
að venjast því þegar ég var búin að heyra
það fimm sinnum. Ég er hins vegar ein af
þeim sem var svo hefðbundin, eða svo ótrú-
lega framúrstefnuleg, að halda með Bláum
Ópal og laginu Stattu upp.
ÉG FYRIRGAF þessum hressu
drengjum alveg að kunna ekki
íslenska málfræði. Ég fyrirgaf þeim
að kunna ekki íslenska setninga-
skipan. Ég vonaði bara svo inni-
lega að þeirra lag kæmist áfram.
Meirihluti þeirra sem kaus í síma-
kosningunni var líka á sama máli.
Það var ekki nóg. Blár Ópal
skyldi bara dúsa á Selfossi.
Í KVÖLD býr landinn til
poppkorn, fær sér kóksopa
og fylgist spenntur með
því þegar fulltrúar Íslands
flytja sigurlagið í Bakú. Ég
hef samt ekki trú á þeim.
Því miður.
ÞETTA er auðvitað bannað. Svona eins og
það er bannað að segja við eiginmanninn að
þig langi nú stundum að sofa hjá ein hverjum
öðrum en honum, og það er bannað að segja
við barnið sitt að það hafi aldeilis ekki
teiknað fallegustu myndina af krökkunum í
fyrsta bekk.
Í KVÖLD stíga á stokk rússnesku ömm-
urnar krúttlegu, og þarna verða írsku hár-
prúðu tvíburarnir sem einnig tóku þátt í
fyrra. Í seinni undankeppninni bætist síðan
við sænska alsælulagið Euphoria sem hefur
slegið í gegn hjá ungviðinu. Loks má búast
við því að herra Humperdinck fái atkvæði
frá einmana húsmæðrum sem gleyma sér
eitt augnablik.
GRÉTA OG JÓNSI eru eflaust hið besta
fólk. Enda er þetta ekkert persónulegt.
PÁLL ÓSKAR lýsti því yfir í fyrra að hann
skyldi éta hattinn sinn ef Ísland kæmist upp
úr undanúrslitum. Lagið komst vissulega
áfram (þó mér hafi aldrei fundist það neitt
spes) og Páll Óskar þurfti aldeilis að borða
brauðtertuhatt sem systir hans bjó til handa
honum. Kannski er það bara það sem þetta
snýst allt um. Frá því ég sá mynd af Páli
Óskari með andlitið útmakað í majónesi
hef ég vart hugsað um annað. Kannski er
ég bara að búa mér til ástæðu til að borða
(meira) majónes.
Af hattaáti
Miðviku
dagur 9
. maí 2
012 | 9.
tölubla
|
➜Stefn
t er að
skrán
ingu
Vodafo
ne í se
ptemb
er
eða ok
tóber
➜Kem
ur til g
reina a
ð fá
kjölfes
tufjárf
esti til
að
kaupa
stóran
hlut
➜Fyrs
ta nýsk
ráning
á
vegum
Framt
akssjó
ðsins
frá sto
fnun h
ans
Meðal efnis í blaðinu:
Stórt veðmál JPMorgan reyndist bankanum
dýrkeypt og varð að vopni í höndum þeirra sem
vilja strangari reglur um eigin viðskipti banka.
Hvað kostar að reka hagsmunafélög
atvinnulífsins á hverju ári?
Markaðurinn
kemur út á morgun!
ð 8. á
rgangu
r
M
ar
ka
ðu
rin
n
ke
m
ur
út
á
m
or
gu
n!
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. malur, 6. ólæti, 8. skrá, 9. ískur,
11. í röð, 12. borg, 14. arkarbrot,
16. hvað, 17. for, 18. ýlfur, 20. leyfist,
21. titra.
LÓÐRÉTT
1. laun, 3. pot, 4. málmur, 5. angan,
7. hindrun, 10. kvk nafn, 13. vætla,
15. rænuleysi, 16. samkynhneigður,
19. til.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. poki, 6. at, 8. tal, 9. urg,
11. lm, 12. parís, 14. fólíó, 16. ha,
17. aur, 18. ýla, 20. má, 21. riða.
LÓÐRÉTT: 1. kaup, 3. ot, 4. kalsíum,
5. ilm, 7. trafali, 10. gró, 13. íla,
15. óráð, 16. hýr, 19. að.
Ég sem hélt að
aðdáendur Angel-
sveitarinnar væru allir
komnir til himna?
Ætlarðu að
taka þennan?
Hvers vegna hengdirðu
upp mynd tíu senti-
metrum frá gólfinu?
Ég gerði
það ekki.
Palli, veist þú eitthvað um
þessa mynd sem faldi
þessa holu?
Neibb.
Keiluhöll
Kidda
kalda
Ofurhetju-
kvöld
KLAAANG
Ohhhhh
Er til eitthvað
að borða fyrir
utan allt í
ísskápnum?