Fréttablaðið - 22.05.2012, Side 12

Fréttablaðið - 22.05.2012, Side 12
12 22. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR R íkisstjórnin kynnti í síðustu viku með talsverðum lúðra- blæstri svokallaða fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013-2015. Þar er heitið útgjöldum til margvíslegra opinberra framkvæmda og verkefna á næstu þremur árum. Annars vegar á að nota tekjur af hækkun veiði- gjalds á sjávarútveginn til að fjármagna vegi og jarðgöng, rann- sókna- og tækniþróunarsjóði og sóknaráætlanir landshluta. Hins vegar á að nota tekjur af arði og sölu hluta ríkisins í bönkunum til að fjármagna alls konar góð mál, allt frá því að kaupa nýjan Herjólf til þess að efla húsafriðunarsjóð. Hugsunin að baki þessu útspili stjórnarinnar er alls ekki vitlaus og gæti verið komin úr kolli Kaspers Juul í Kristjánsborgar- höll. Hún er að beina athygli fólks frá þeim vandræðum sem ríkis- stjórnin er í með frumvörpin um stjórn fiskveiða og benda í staðinn á hvað hægt sé að gera margt sniðugt fyrir peningana sem skili sér með veiðigjaldinu. Það er þá hægt að saka þá sem leggjast gegn hækkun gjaldsins um að ætla að hafa af til dæmis Austfirðingum og Vestfirðingum jarðgöngin sem þeir eru búnir að biðja um. Þeim sem telja að verið sé að skemma rekstrargrundvöll sjávarútvegsins á lands byggðinni má líka benda á að þótt störf kunni að tapast í einkareknum sjávarútvegsfyrirtækjum ætli ríkið í staðinn að búa til störf við vegaframkvæmdir, í rannsóknum og víðar. Ekki spillir fyrir að um leið má beina athyglinni frá hæpnum bókhaldsbrellum sem ríkis- stjórnin ætlar að beita til að kippa Vaðlaheiðargöngum fram fyrir aðrar brýnni vegaframkvæmdir, að öllum líkindum á kostnað skatt- greiðenda þótt látið sé í annað skína. Það er hins vegar ótalmargt afar athugavert við þessi áform. Hvorki tekjurnar af veiðigjaldi né af sölu hluta í bönkunum eru fastar í hendi og afar hæpið af ríkisstjórninni að vera byrjuð að gefa kosningaloforð út á þessa peninga. Það er gott að ríkið minnki við sig í bönkunum, en salan þarfnast vandaðs undirbúnings og þarf að fara fram á réttum tíma. Það stuðlar ekki að því að rétt verð fáist fyrir hlutina ef búið er að búa til pressu á að peningarnir verði notaðir til afmarkaðra verkefna á tilteknum tíma. Í áætluninni eru líka innri mótsagnir. Forsvarsmenn bankanna eru sammála um að nái frumvörpin um stjórn fiskveiða fram að ganga, komi það niður á greiðslugetu viðskiptavina þeirra í sjávar- útveginum og rýri eigið fé bankanna. Og þá lækkar að sjálfsögðu verðið, sem ríkið getur fengið fyrir hlutina. Seðlabankinn hefur nýlega varað við vaxandi lausatökum í ríkis- rekstrinum og að búið sé að seinka áformum um hallalaus fjárlög. Bankinn hefur bent ríkisstjórninni á að nýta þurfi skjól gjaldeyris- haftanna til að lækka skuldir ríkissjóðs og draga úr lánsfjárþörf. Fjármálaráðherrann sagði sjálf í grein hér í blaðinu fyrir skömmu að forgangsverkefnið væri að byrja að borga niður skuldir og draga úr vaxtakostnaði ríkissjóðs. Nú er sett í forgang að eyða peningum, sem eru ekki einu sinni komnir í ríkissjóð. Fjárfestingaáætlunin er fallega innpökkuð í fyrirheit um útgjöld til þjóðþrifamála, en er í rauninni hefðbundinn kosningavíxill, hugsaður til atkvæðaveiða. Kjósendur eiga að vera búnir að læra fyrir löngu að sjá í gegnum slíkan spuna. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR (fullt verð: 28.900 kr.) VS 06G2001 Kröftug 2000 W ryksuga með 4 lítra slitsterkum poka. Vinnuradíus 10 metrar. Meðan hagsmunasamtök berjast fyrir afmarkaðan hóp manna sem á eitt- hvað sameiginlegt, berjast stjórnmála- flokkar fyrir ákveðinni hugmyndafræði sem meðlimir flokksins aðhyllast og telja allri þjóðinni fyrir bestu. Þannig berst Sjálfstæðisflokkurinn í orði fyrir „einstak- lingsfrelsi og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta fyrir augum“, en í atvinnu- frelsi felst rétturinn til að hefja starfsemi í hvaða atvinnugrein sem er. Andstaða flokksins gegn samkeppni er því áhugaverð. Flokkurinn berst gegn nýliðun í útgerð og vill ekki að nýliðar fái að bjóða í kvóta okkar landsmanna. Flokk- urinn berst einnig gegn nýliðum í mjólkur- framleiðslu og vill sekta nýliðana sem keppa við ríkisstyrkta framleiðslu. Merki- legust er þó barátta flokksins gegn nýjasta nýliðanum á byggingarmarkaðnum, Bau- haus. Eftir að bæjarstjóri flokksins í Garðabæ neitaði Bauhaus um lóð fékk hún forstjórastöðuna hjá Byko. Þegar Bauhaus sótti svo um lóð í Reykjavík vildu Sjálf- stæðismenn láta bjóða upp þá lóð í stað þess að úthluta henni til fyrirtækisins. Er það líklegast í fyrsta og eina sinn sem þeir hafa viljað bjóða upp lóð. Ríkir og tekjuháir eru flokknum einnig ofarlega í huga. Á seinasta valdatíma flokksins náði Ísland að setja heimsmet í aukningu ójöfnuðar með hækkun skatta á alla aðra en hátekjumenn. Núna vill flokkurinn flata niðurfellingu skulda sem mun, samkvæmt opinberum gögnum, færa tugi milljarða frá þeim fátækari til hinna ríkari. Aðeins einn þingmaður flokksins, hug- sjónamaðurinn Pétur Blöndal, virðist berjast fyrir yfirlýstri stefnu flokksins. Hann sker sig úr þingflokknum á fleiri vegu og taldi sér t.d. ekki heimilt stöðu sinnar vegna að selja hlutabréf sín í bönkunum fyrir fall þeirra. Nokkuð sem núverandi formaður gerði. Flokkurinn hefur því öll einkenni hags- munasamtaka sem berjast fyrir atvinnu- rekendur, hátekjumenn og auðmenn, en fá einkenni stjórnmálaflokks. Enda leggja forystumenn flokksins sjaldan í rökræður um stefnu og hugmyndafræði en eru því líklegri til að efast um gáfnafar andstæð- inga sinna. Var núverandi þingsflokksfor- maður flokksins t.d. þeirrar skoðunar að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún, kynni ekki að reikna. Í næstu kosningu ættu kjósendur því að hugleiða hvort þeir tilheyra þeim hags- munahópum sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir. Flokkur eða hagsmunasamtök? Stjórnmál Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur Ríkisstjórnin slær kosningavíxil: Atkvæðaveiðigjald Eilífðarspursmálið Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var á Beinni línu hjá DV í gær og svaraði þar fjölmörgum spurn- ingum. Þar bar ýmislegt áhugavert á góma, til dæmis það að Ólafur sér Russel Crowe leika sig í mögulegri kvikmynd. Þá leysti Ólafur Ragnar úr eilífðarspursmálinu um það hvenær maður hættir að vera ungur. Spurður um meðframbjóðendur sína sagði hann: „Þó einn frambjóðandi sé ungur að árum þá á það ekki við um fleiri.“ Forsetaúrskurður Það var og. Yngsti frambjóðandinn, Þóra Arnórsdóttir, er fædd 1975, þá kemur Andrea Ólafsdóttir, sem fædd er 1972 og Hannes Bjarnason er fæddur 1971. Nú þarf aðeins að fá nánari úrskurð forsetans um hvenær á þessum þremur árum, sem skilja Andreu og Þóru, fólk hættir að vera ungt. Upptekin Enn er óljóst hvernig þing- störfum verður háttað og þingmenn halda áfram sínu uppbyggilega starfi í ræðustól Alþingis. Kallað er eftir forgangsröðun og samkomulagi um þinglok og ríkisstjórnin á í við ræðum við Hreyfinguna um mögulegan stuðning. Á meðan á þessu stendur hefur Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra hins vegar öðrum hnöppum að hneppa, nefnilega að vera á fundi hernaðarbandalagsins NATO. Jóhanna sætti mikilli gagnrýni fyrir að mæta ekki á leiðtogafund NATO í fyrra, kannski hún hafi haft áhrif á ákvörðunina núna? kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.