Fréttablaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 6
22. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR6 KJÖRKASSINN HÚSNÆÐISMÁL Guðbjartur Hannes- son velferðarráðherra mun leggja fram frumvarp um húsnæðisbætur á Alþingi í haust. Það mun byggja á tillögum vinnuhóps sem kynnti til- lögur sínar í gær. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er gert ráð fyrir að leggja af vaxtabætur og húsaleigu bætur og taka í staðinn upp húsnæðis bætur sem væru óháðar búsetuformi. Vinna starfshópsins, sem Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingar- innar, stýrði, byggir á niðurstöðum annars starfshóps sem skilaði af sér í fyrrahaust, en í honum áttu sæti fulltrúar allra stjórnmálaflokka. Guðbjartur segir að ætlunin sé að jafna stöðu leigjenda og eigenda. Niðurstaða hópsins verði nú kynnt og viðbragða leitað. Ýmislegt þurfi að skoða áður en frumvarp um málið kemur fram. „Þetta verður ekki gert nema í áföngum, því að bæði er það þannig að þarna er um að ræða tilfærslu vaxtabóta yfir í húsnæðisbætur til lengri tíma og það er útilokað annað en að taka tillit til stöðunnar hjá skuldurum í dag í vaxtabótatil- lögum næsta árs og jafnvel næstu tveggja, þriggja ára. Þannig að við erum að tala þarna um aðlögum á næstu þremur til fjórum árum.“ Guðbjartur segir mikilvægt að þverpólitísk samstaða náist um málið og er bjartsýnn á að það náist. „Þetta er ekki kosningaplagg heldur þverfagleg vinna. Fulltrúar allra stjórnmálaflokka áttu sæti í hópnum í fyrra sem náði sameigin- legri niðurstöðu.“ Ráðherra segir mikilvægt að styrkja leigumarkaðinn, eigi hug- myndirnar að verða að veruleika. Nægt framboð þurfi að vera á hús- næði til langtímaleigu. Hann vonast til að frumvarp ríkisstjórnarinnar um heimild til handa Íbúðalánasjóði til að stofna leigufélag verði sam- þykkt fyrir sumarfrí, en sjóðurinn sé með hátt í 800 íbúðir í útleigu. - kóp Vinnuhópur ráðherra leggur til kerfi húsnæðisbóta í stað vaxta- og húsaleigubóta: Von á nýju húsnæðisbótafrumvarpi TILLÖGUR KYNNTAR Lúðvík Geirsson, formaður starfshópsins, og Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynntu tillögur hópsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN IÐNAÐUR ORF Líftækni hefur fengið leyfi frá Umhverfisstofnun fyrir geymslu og frævinnslu á erfðabreyttu byggi í húsnæði við Vörðusund 1 í Grindavík. Heimilt er að vinna með bygguppskeru frá ræktunar- stöðum ORF Líftækni hf. Frævinnslan mun nema þremur til fjórum tonnum fræja á ári. Gert er ráð fyrir að við vinnslu myndist úrgangur sem nemi um 500 kílóum á ári. Meirihluti ráðgjafarnefndar um erfða- breyttar lífverur lagði til að leyfið yrði veitt. Meirihlutinn taldi umhverfisáhættu ekki aukast umtalsvert við flutning fræ- vinnslunnar. Vinnueftirlitið gerði ekki athuga semdir við upplýsingar í umsókn fyrirtækisins varðandi heilbrigðissjónarmið um að ekki séu þekktar ofnæmis- og eiturverkanir, fyrir utan ofnæmisviðbrögð hjá sumum ein- staklingum. Leyfisdrög voru send til kynningar hjá Grindavíkurbæ og Umhverfisnefnd Suður- nesja. Leyfið er gefið út á grundvelli laga um erfðabreyttar lífverur og reglugerðar um afmarkaða notkun erfðabreyttra líf- vera, annarra en örvera, og er veitt til 10 ára. - shá ORF Líftækni framleiðir þrjú til fjögur tonn af erfðabreyttum byggfræjum á ári: Mega geyma erfðabreytt fræ í Grindavík GRÆNA SMIÐJAN Í GRINDAVÍK ORF Líftækni á hátækni- gróðurhús þar sem erfðabreytt bygg er ræktað. MYND/ORF EFNAHAGSMÁL Starfshópur skoðar nú allar mögulegar leiðir til að Íbúðalánasjóður (ÍLS) taki yfir lánsveðslán lífeyrissjóðanna, en það eru lán sem byggja meðal annars á veðum ábyrgðarmanna. Líkt og komið hefur fram hafa lífeyrissjóðirnir hafnað því að fella þau lán niður að 110%, líkt og gert hefur verið við önnur lán, þar sem þeim sé ekki heimilt að afskrifa innheimtanlegar kröfur. Lífeyrissjóðirnir lögðu til að Íbúðalánasjóður tæki lánin yfir gegn ríkisskuldabréfum. Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri ÍLS, segir vinnu starfshópsins þó ekki einblína á þá leið. „Vinnan er ekki einskorðuð við það. Það er meira verið að finna hvar gætu verið einhverjir sátta- fletir í málinu,“ segir Sigurður. „Það eru til ýmsar útfærslur á þessu og það er hægt að gera þetta með svo margvíslegum hætti.“ Sigurður segir heildarumfang lána ljóst, en um 2.400 lán er að ræða. „Það er heildarbrúttó- staðan, en svo er bara einhver lítill hluti lánanna sem er yfir 110%. Spurningin er hvort farin verði sú leið að við tökum yfir allt lánasafnið, eða hvort lánin verði hreinlega færð niður og bara tekið á því sem út af stendur.“ Sigurður segir mögulegan kostnað óljósan og miklu máli skipta hvaða leið verði farin, verði þetta að veruleika. „Þetta mun alltaf þýða aukin útgjöld fyrir ríkissjóð.“ Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra efnahagsmála, segir að verði fundin einhver leið á þessum nótum sé ljóst að Íbúða- lánasjóður verði dráttarklár í málinu. Þess vegna sé starfið nú að mestu á hans herðum. „Það er meiningin að láta á það reyna hvort þessar hugmyndir sem lífeyrissjóðirnir töldu sig geta skoðað með okkur reynist færar og framkvæmanlegar.“ Hópurinn mun hafa hraðar hendur og skila niðurstöðum sínum fyrir helgi. Hann skipa fulltrúar efnahags- og viðskipta- ráðuneytisins og fjármála- ráðuneytisins, auk ÍLS og líf- eyrissjóðanna. Þá hafa Samtök fjármálafyrirtækja komið að vinnunni. Steingrímur segir mikilvægt að hafa hraðar hendur, en oft geti verið um snúin mál að ræða. Ekkert sé hins vegar útilokað fyrir fram. „Engin leið sem mögulega er fær til að leysa þann hnút sem eftir stendur verður útilokuð.“ kolbeinn@frettabladid.is Yfirtaka ÍLS á lánum lífeyrissjóða skoðuð Starfshópur skoðar nú ýmsar útfærslur á því að Íbúðalánasjóður taki yfir láns- veðslán lífeyrissjóðanna. Ráðherra útilokar enga leið sem geti leyst hútinn. Líf- eyrissjóðirnir vilja ekki fella niður lánin þar sem lög heimila þeim það ekki. REYKJAVÍK Starfshópur á að skila niðurstöðu fyrir helgi um hvort mögulegt sé að Íbúðalánasjóður komi að lánsveðslánum lífeyrissjóðanna svo hægt sé að fella þau niður að 110%, líkt og gert hefur verið við önnur lán. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI SIGURÐUR ERLINGSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Þetta mun alltaf þýða aukin útgjöld fyrir ríkissjóð. SIGURÐUR ERLINGSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Horfðir þú á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu? JÁ 38,4% NEI 61,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú hlynnt(ur) því að nýr Landspítali verði byggður við Hringbraut, eins og áformað er? Segðu skoðun þína á visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.