Fréttablaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 10
22. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR10
NÁM Á HÁSKÓLASTIGI • UNIVERSITY LEVEL
Nánari upplýsingar á www.cesarritz.is
og á skrifstofu skólans í síma 594 4000
WWW.MK.IS
Spennandi námsmöguleiki fyrir nemendur
sem lokið hafa stúdentsprófi
og/eða iðnnámi í matvælagreinum.
mendur útskrifast með alþjóðlegtNe
skírteini í hótelstjórnun og geta í
framhaldi lokið BA námi í Sviss.
Námið fer fram á ensku.
An exciting new option for those who
hold a university entrance certificate or
a vocational certificate in the hospitality
industry. Students graduate with a
certificate in Hotel and Restaurant
Operations and may continue their studies
towards a BA degree at César Ritz Colleges
in Switzerland.
HÓTEL
STJÓRNUN
HOTEL MANAGEMENT
for further information
visit www.cesarritz.is
or phone the office at
594 4000
Viltu starfa á alþjóðavettvangi?
Do you want to work abroad?
INNRITUN STENDUR YFIR! ENROL NOW!
EVRÓPUMÁL
Lorer am accum eniam ing et, si et
vel dolobor se feuisi bla feuguer ili-
quatis ad eu feu feu faccums andrem
iuscillum iliscil exeraessim
Rúnar Gíslason
Lögg. fasteignasali
3ja herbergja – 1. hæð - 69 fm.
Hús og íbúð mikið endurnýjað: Eldhús
– Baðherbergi – Rafmagn – Dren – Þak
Verð: 23.2 millj
Mikil sala -
Vantar eignir á skrá
Sólvallagata 56 - 101 Reykjavík
Opið hús á morgun miðvikudag frá kl. 17-18
OP
IÐ
HÚ
S
Lóa Sveinsdóttir,
Sölufulltrúi.
Sími: 698 8733
loa@fasteignasalan.is
Sími 698 8733
HVERNIG ER VEÐRIÐ Í DAG?
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
LEIÐTOGAFUNDUR Nýtt NATO er
orðið til. Þetta er mat forsætisráð-
herra Svíþjóðar, Fredriks Rein-
feldt, sem setið hefur fund NATO
og samstarfsríkja bandalagsins í
Chicago í Bandaríkjunum.
Í grein í Svenska Dagbladet, sem
Carl Bildt utanríkisráðherra Sví-
þjóðar og Karin Enström varnar-
málaráðherra skrifa ásamt Rein-
feldt, segjast þau sjá hvernig
NATO einblíni ekki lengur á eigin
varnir, heldur taki æ oftar þátt í
alþjóðlegum friðaraðgerðum.
Vegna þessarar nýju stefnu
verði samstarfsríkin mikilvægari.
Fjallað var sérstaklega um sam-
starfsríkin á leiðtogafundinum.
Svíar, sem voru beðnir um að
flytja fyrstu framsöguna á leið-
togafundinum, lögðu á það áherslu
að halda yrði áfram alþjóðlegum
stuðningi við Afganistan eftir
brotthvarf alþjóðlegra hersveita
þaðan en heimkvaðning þeirra og
fjármögnun öryggissveita Afgana
sjálfra var aðalfundarefnið.
Ákveðið hafði verið að nær allir
erlendu hermennirnir, sem eru 130
þúsund, yrðu farnir frá Afganistan
í síðasta lagi fyrir árslok 2014.
Slæmur efnahagur heima fyrir og
þreyta almennings á stríðsrekstri
veldur því hins vegar að mörg lönd
vilja flýta heimkvaðningunni.
Framkvæmdastjóri NATO,
Anders Fogh Rasmussen, lýsti
yfir áhyggjum vegna ástandsins
í Sýrlandi. Hann sagði NATO for-
dæma aðgerðir sýrlensku öryggis-
sveitanna og árásir þeirra á
almenna borgara. Hins vegar væri
hernaðaríhlutun NATO í Sýrlandi
ekki á dagskrá. NATO hefur sætt
gagnrýni vegna meints afskipta-
leysis.
Um 50 forsetum, forsætisráð-
herrum og utanríkisráðherrum
var boðið til fundarins í Chicago
en fulltrúar Rússlands mættu
ekki. Greint var frá því á heimasíðu
rússneska forsetans, Vladimirs
Pútín, að hann væri upptekinn
við stjórnar myndun. Ákveðið var
á NATO-fundinum að hefja vinnu
vegna eldflaugavarnakerfis Banda-
ríkjanna fyrir Evrópu þrátt fyrir
mótmæli Rússa. Kerfið verður þar
með alþjóðlegt en samningavið-
ræður um það hafa staðið í mörg ár.
Rætt hefur verið um hvar eld-
flaugarnar eigi að vera og hafa
Pólland og Tékkland verið nefnd í
því sambandi. Á fréttavef Dagens
Nyheter er haft eftir Jan Hellen-
berg, prófessor við Varnarmálahá-
skólann í Svíþjóð, að menn óttist
nýtt kalt stríð. Rússar séu meðal
annars að flytja hersveitir nær
landamærunum við Eystrasalts-
lönd.
Bandaríkin munu einnig koma
fyrir eldflaugum við austurhluta
Miðjarðarhafs til þess að geta
varið Ísrael.
Á leiðtogafundinum, sem var
einn sá stærsti í sögu NATO,
var jafnframt ákveðið að kaupa
fimm fjarstýrðar flugvélar fyrir
lofthelgi Evrópu. Bandaríkin
nota slíkar flugvélar einkum í
Afganistan og Pakistan.
Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætis ráðherra sækir fund NATO
auk Össurar Skarphéðinssonar
utanríkisráðherra og fleiri full-
trúa Íslands. ibs@frettabladid.is
Svíar segja að nýtt
NATO hafi orðið til
NATO einblínir ekki lengur á eigin varnir, segir forsætisráðherra Svíþjóðar sem
situr leiðtogafund samtakanna í Chicago. Tekin var ákvörðun um nýtt eld-
flaugavarnakerfi Bandaríkjanna í Evrópu. Rússar hafa mótmælt kerfinu.
Á LEIÐTOGAFUNDINUM Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sækir fund NATO
sem haldinn er í Chicago í Bandaríkjunum. Þúsundir efndu til mótmæla nálægt
fundarstaðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
VIÐSKIPTI Gengi Facebook hrundi
í gær og nam lækkunin tæplega
ellefu prósentum, samkvæmt
markaðsvakt Wall Street Journal.
Gengið endaði í 34 dollurum.
Facebook hækkaði um tæplega
eitt prósent á föstudaginn, sama
dag og það var skráð á markað.
Í gær hrundi gengið hins vegar
og telja fjárfestar að þetta sýni
að skráningarverðið, á bilinu 38
til 45 dalir á hlut, hafi verið alltof
hátt. Miðað við það var gert ráð
fyrir að markaðsvirði Face book
næmi ríflega 104 milljörðum
dala, eða sem næmi ríflega 13
þúsund milljörðum íslenskra
króna.
Ýmsir höfðu efasemdir um
þetta verð, en það nemur um
hundraðföldum árlegum hagnaði
fyrirtækisins í fyrra, sem var um
einn milljarður dala eða um 126
milljarðar króna.
Facebook hrundi á mörkuðum í gær og telja fjárfestar skráningarverð of hátt:
Gengið lækkað um tæp 11 prósent
Á MARKAÐ Facebook var skráð á markað á föstudaginn var. FRÉTTABLAÐIÐ/AP