Fréttablaðið - 22.05.2012, Side 38

Fréttablaðið - 22.05.2012, Side 38
22. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR30 „Mér finnst þetta bara hræðilegt,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi, um fráfall Robins Gibb úr hljóm- sveitinni Bee Gees. „Þetta er alveg svakalegt. Núna er hann bara einn eftir hann Barry [Gibb]. Ég vona að hann fái að lifa eitthvað áfram karlgreyið. Það virðist vera allt í lagi með hann. Hinir voru eitthvað gallaðir, tvíburarnir.“ Laddi söng seint á áttunda ára- tugnum ásamt bróður sínum Halla lagið Ó, mig langar heim (til Pat- reksfjarðar) sem var þeirra útgáfa af lagi Bee Gees, Massachusetts. Skömmu síðar samdi Laddi lag um Gibb-bræðurna sem heitir Gibba gibb. „Þeir hafa alltaf verið í svo- litlu uppáhaldi hjá mér,“ segir hann um Bee Gees. Aðspurður viðurkennir Laddi að erfitt hafi verið að ná hæstu tónum Gibb-bræðranna, en þeir voru frægir fyrir hátt radd- svið sitt. „Ég náði því alveg með rembingi. Ég náði kannski ekki allra hæstu tónunum en fór hel- víti nálægt þeim. Þetta voru kallaðir píkuskrækir í gamla daga en maður var ekkert feiminn við þetta. Þeir voru orðnir frægir fyrir sína skræki og þetta var allt í lagi.“ Spurður hvort til standi að semja annað lag til heiðurs Bee Gees segir Laddi það vel koma til greina. „Ég held ég verði að setjast niður núna og spá aðeins í það. Það er komið að þeim tíma- punkti að semja eitthvað þeim til heiðurs.“ Bee Gees er ein vinsælasta hljómsveit tónlistarsögunnar og talið er að hún hafi selt um 220 milljónir hljómplatna. Sveitin var stofnuð árið 1958 en það var ekki fyrr en áratug seinna sem hljóm- sveitin sló í gegn með lögunum To Love Somebody, Massachusetts og I Started a Joke. Eftir nokkra ára lægð sneri Bee Gees svo aftur með diskósmellinn You Should Be Dancing og tónlistina við kvik- myndina Saturday Night Fever sem hafði að geyma slagara á borð við How Deep Is Your Love, Stay- in´ Alive og Night Fever. Maurice, tvíburabróðir Robins Gibb, lést árið 2001 og skömmu síðar var hljómsveitin lögð niður. Fyrir þremur árum tilkynnti Robin að hann og Barry ætluðu að koma saman á nýjan leik og þeir sungu á nokkrum tónleikum. Í nóvember í fyrra greindist Robin með lifrarkrabbamein en hann hafði samþykkt að koma fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í Laugardalshöll. Ekkert varð af því vegna veikinda hans. freyr@frettabladid.is SUMARFRÍIÐ „Þetta var hreint út sagt frábært. Maður lifir á þessu það sem eftir er,“ segir Karl H. Hillers, formaður Chelsea-klúbbsins á Íslandi. Karl var, ásamt þremur öðrum stjórnar- mönnum, viðstaddur úrslitaleik Meistara- deildarinnar í München þegar Chelsea bar sigurorð af Bayern eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni. „Maður var með hjartað í buxunum þar til [Didier] Drogba var búinn að setja hann. Við áttum undir högg að sækja í 88 mínútur,“ segir Karl, sem var staðsettur í fjórtándu sætaröð fyrir aftan markið þar sem Drogba skoraði. Eftir leikinn var fagnað fyrir utan leikvanginn og þegar heim á hótelið var komið skáluðu fjórmenningarnir í kampa- víni. Áttu ekki eftir að monta þig að hafa verið á þessum leik? „Jú. Ég var búinn að gráta það fram að þessum leik að hafa ekki farið til Moskvu [þar sem Manchester United vann Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2008]. Ég sór þess eið að ég skyldi aldrei sleppa svona tækifæri aftur og sé ekki eftir því.“ Karl hefur núna farið þrjár helgar í röð á Chelsea-leiki því hann fór einnig á síðasta heimaleik liðsins og á bikarúrslitaleikinn gegn Liverpool, þar sem hans menn fögnuðu einnig sigri. „Það hljómar kannski hálf ankannalega en sá leikur komst ekki í hálf- kvisti við þennan.“ Stefnan hefur næst verið sett á Ofur- bikarinn í Mónakó í ágúst þegar Chelsea mætir Athletic Bilbao og á HM félagsliða í Tókýó í desember. -fb Skáluðu í kampavíni í München SÁTTUR FORMAÐUR Karl H. Hillers, formaður Chelsea- klúbbsins á Íslandi, sá úrslitaleik Chelsea og Bayern í München. LADDI: ÞETTA VORU KALLAÐIR PÍKUSKRÆKIR Í GAMLA DAGA LANGAR AÐ SEMJA NÝTT LAG TIL HEIÐURS BEE GEES GIBB OG LADDI Robin Gibb úr Bee Gees er fallinn frá, 62 ára gamall. Laddi var mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. N O R D IC PH O TO S/G ETTY „Ég er nú að fara að syngja eitthvað með Kótilettunum á Selfossi. Svo þegar ég fæ frí frá boltanum fer ég ekki lengra en í Grímsnesið í bústað. Alltaf gaman að grilla og fara í pottinn í góðra vina hópi.“ Ingólfur Þórarinsson, knattspyrnukappi og tónlistarmaður. „Þetta er mikill heiðursmaður og lítillátur. Það er ekki mikið vesen á honum,“ segir trommuleikarinn Jóhann Hjörleifsson úr Sálinni. Hann var bandarískum kollega sínum Steve Gadd til halds og trausts þegar hann dvaldi hér á landi um helgina. Gadd spilaði með James Taylor í Hörpunni á föstudagskvöld og daginn eftir miðlaði hann af reynslu sinni í Austurbæ og spilað á trommur fyrir rúmlega þrjú hundruð aðdáendur sína. „Ég er búinn að hlusta á músík sem þessi maður hefur spilað frá því maður var sirka tíu ára og jafn- vel fyrr því maður vissi það bara ekki. Hann hefur spilað á ógrynni af plötum. Það var mikill heiður að hitta kappann. Hann hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér mjög lengi, eins og hjá flestum öðrum trommurum,“ segir Jóhann, sem fékk að setjast við trommusettið hans í Austurbæ og lemja húðirnar. „Ég stillti því meira að segja upp fyrir hann. Að róta trommusetti hefur ekki verið í uppáhaldi hin seinni ár en fyrir þennan mann er það alveg sjálf- sagt og ég gerði það með bros á vör,“ segir hann í léttum dúr. „Þessi gæi er lifandi goðsögn og eigin- lega stærsta nafn í trommuheiminum frá upphafi.“ Gadd hefur á glæstum ferli sínum leikið með Eric Clapton, Paul Simon, Sting, B.B. King, Paul McCartney, Weather Report og fleiri heimsþekktum flytjendum. -fb Mikill heiður að hitta Gadd ÁRITUN Steve Gadd áritaði trommusneril fyrir Jóhann Hjörleifsson um helgina. ÚTGÁFUNNI VERÐUR FAGNAÐ Í EYMUNDSSON, AUSTURSTRÆTI, Í DAG KL. 17. ALLIR VELKOMNIR! Mikil spenna er meðal Eurovision-aðdáenda en í kvöld ráðast örlög þeirra Gretu Salóme og Jónsa er þau flytja lagið Never Forget í Bakú. Útsendingin hefst klukkan 19 í Ríkissjónvarpinu en Ísland er annað landið sem stígur á svið. Meðal þeirra landa sem einnig keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu eru Finnland, Danmörk, Austurríki, Írland, Rúmenía, Sviss og Ísrael. Veðbankar hafa spáð íslenska laginu góðu gengi en hinni sænsku Loreen er hins vegar spáð sigri með laginu Euphoria. Hún keppir á öðru undanúrslitakvöldinu á fimmtudaginn. -áp FRÉTTIR AF FÓLKI BESTU BROTIN ÚR ÍSLANDI Í DAG FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.