Fréttablaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 8
22. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR8 STJÓRNMÁL Hægt er að bera saman kostnað við húsnæðislán á Íslandi og í evruríki með reiknivél sem samtökin Já Ísland hafa látið útbúa á heimasíðu sinni. Hægt er að slá inn í reikni- vélina upphæðir húsnæðislána frá árunum 2000 til 2011 í ís lenskum, verðtryggðum krónum og sjá eftir- stöðvarnar í dag annars vegar, og hverjar þær væru ef lánið hefði verið tekið á meðaltals vöxtum í evruríki hins vegar. Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræð- ingur og stjórnarmaður Já Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að reiknivélin sýnir bæði vaxta- muninn milli Íslands og meðal tals evruríkja og verðbólgumun. „Hvort tveggja er böl sem við höfum átt við að etja sem evru- ríkin hafa ekki þurft að þola,“ segir hann. „Við ættum að bera okkur saman við löndin í kring um okkur í þessu samhengi. Til dæmis voru vextir á óverðtryggðu, dönsku láni í gærmorgun 0.87 prósent, sem er eitthvað sem íslenskar fjölskyldur gætu margar hverjar sætt sig við.“ Hægt er að nálgast reiknivél Já Íslands á slóðinni www.lan.jaisl- and.is. - sv Reiknivél Já Íslands ber saman kostnað við verðtryggð húsnæðislán hér á landi og í evruríkjum: Reiknar út milljóna mun á húsnæðisláni Samkvæmt útreikningum reiknivélar Já Íslands borgar hvert íslenskt heimili milljónir á ári hverju vegna krónunnar. Dæmi: Lán tekið í janúar 2006 upp á 18,5 milljónir á Íslandi: Eftirstöðvar = 27.501.412 kr Lán tekið í janúar 2006 upp á 18,5 milljónir í evruríki: Eftirstöðvar = 15.532.292 kr Mismunur = 11.969.120 kr Milljóna munur HJÁLPARSTARF Sérstök áhersla er lögð á söfnun á brjóstahöldum og öðrum undirfötum í fata- söfnun Rauða krossins, Sjóvár og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Söfnunin er haldin í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem fram fer þann 16. júní næstkomandi. „Árlega velja skipu leggjendur Kvennahlaupsins eitt málefni tengt konum til að vekja sér- staka athygli á. Í ár var ákveðið að hvetja þátttakendur hlaupsins til að gefa nærföt í fata safnanir hjálparsamtaka,“ segir í tilkynn- ingu. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum þá skilar nærfatnaður sér síður en annar fatnaður í hefðbundnum fata- söfnunum. - óká Rauði krossinn á Íslandi safnar brjóstahöldum í tengslum við Kvennahlaupið: Nærföt hefur skort í fatasöfnun FYRSTA FATAGJÖFIN Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram í handknattleik og nýkjörinn leikmaður ársins í N1-deild kvenna, mætti í gær með móður sinni, Soffíu Bragadóttur, til að gefa fyrstu brjóstahöldin. Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins, fylgist með. MYNDI/RAUÐI KROSS ÍSLANDS FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT | 512 5100 | STOD2.IS Sunnudaga á Stöð 2 Golden Globe - Besti dramaþáttur ársins VEISTU SVARIÐ? RANNSÓKNIR Töluverðir hags- munir geta legið í auknu samstarfi Íslands og Frakklands í vísinda- rannsóknum á norðurslóð. Þetta segja frönsku vísinda mennirnir Jean-Charles Pomerol og Jean- Claude Gascard, sem eru staddir hér á landi. Tilgangur ferðarinnar er að efla tengsl milli vísindamanna í löndunum tveimur í gegnum sam- evrópsk rannsóknaverkefni. „Þessi verkefni eru afar mikil- væg,“ segir Pomerol. „Þau ein- blína á norðurskautið og í því tilliti þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi Íslands. Sjáðu bara hvar það er á heimskortinu,“ bætir hann við og hlær. Á fundi Össurar Skarphéðins- sonar utanríkisráðherra með frönskum starfsbróður sínum í vor var ákveðið að efla samstarf ríkjanna í rannsóknum á norður- slóð, en þó Frakkland eigi að sjálf- sögðu ekki land að heimskautinu hafa loftslagsbreytingar í þessum heimshluta áhrif mjög víða. Gascard, sem stýrði meðal annars Damocles-rannsóknar- verkefninu á norðurheim skautinu á árunum 2005 til 2009, stýrir einnig Access-verkefninu sem hófst í fyrra. Bæði þessi verkefni rann- saka áhrif loftslagsbreytinga og eru styrkt af framkvæmdastjórn ESB. „Við erum að rannsaka tengingar milli loftslagsbreytinga og þróunar á félagshagfræðilegum þáttum eins og fiskveiðum, hafflutning- um og olíu- og gasvinnslu,“ segir Gascard og bætir því við að gagn- kvæmir hagsmunir liggi í frekara rannsóknasamstarfi milli Íslands og Frakklands. „Ísland er auðvitað land á norður- slóð og hér er mikil þekking á aðstæðum í þessum heimshluta. Ekki aðeins varðandi loftslagsmál, heldur líka áhrif sjávar á loftslagið og á efnahagsleg mál, sérstaklega fiskveiðar. Þannig er Ísland ein- stakt land og heimurinn getur notið góðs af sérþekkingu Íslendinga og íslenskra vísindamanna og þeirra gagna sem hér eru til.“ Á móti, segir Gascard, getur Frakkland boðið upp á margt fyrir íslenska vísindamenn, til dæmis aðstöðu og tæknilausnir eins og gervihnattaeftirlit hjá geimvísinda- stofnun Frakklands og veðurstofu sem hefur mikla reynslu af lofts- lagsrannsóknum. Gascard og Pomerol fara til Akureyrar í dag þar sem þeir munu funda með forsvarsmönnum Háskólans á Akureyri. thorgils@frettabladid.is Eigum sameiginlega norðurslóðahagsmuni Tveir franskir vísindamenn eru staddir hér á landi til að efla samvinnu í vís- indarannsóknum á norðurheimskautssvæðinu. Segja Ísland og Frakkland geta boðið hvort öðru upp á margt á hinu mikilvæga sviði loftslagsrannsókna. Á NORÐURSLÓÐ Jean-Claude Gascard og Jean-Charles Pomerol eru hér á landi til að efla samvinnu í rannsóknum á norðurheim- skautssvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1. Hvar slasaðist maður við eggjatöku á sunnudag? 2. Hvað heitir veitingastaðurinn sem brann á Seyðisfirði um helgina? 3. Hvað heitir forstjóri Útlendinga- stofnunar? SVÖRIN 1. Í Aðalvík á Hornströndum. 2. Frú Lára. 3. Kristín Völundardóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.