Fréttablaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGPitsa ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 20122
Fyrsti íslenski veitingastað-urinn sem bauð að staðaldri upp á pitsur er talinn vera
Smárakaffi sem stóð við Lauga-
veg í Reykjavík. Smárakaffi hóf
að selja pitsur árið 1970 en eig-
andinn, Eggert Eggertsson mat-
reiðslumeistari, kynntist þeim
þegar hann starfaði við milli-
landa siglingar til New York. „Ég sá
í Bandaríkjunum á þessum tíma
hvað fólk var vitlaust í þennan
mat. Ég athugaði málið heima og
sá að enginn veitingastaður var að
bjóða upp á pitsur að staðaldri og
ákvað að stofna veitingastað sem
seldi slíkan mat.“
Lítil pitsugerðarþekking var
til staðar í landinu á þeim tíma.
Eggert segir að hann og starfs-
fólk hans hafi þurft að nota hug-
myndaflugið oft á tíðum enda
höfðu þau engar leiðbeiningar
varðandi gerð þeirra eða bökunar-
tíma. „Það voru engin tæki til hér-
lendis til pitsugerðar þannig að við
vissum eiginlega ekkert hvað við
vorum að gera. Við urðum að prófa
okkur áfram með pitsubotninn og
magn af áleggi.“ Eggert flutti inn
pitsusósu frá Bandaríkjun-
um en þegar hún klár-
aðist þurfti að búa til
sósu sem líktist henni.
„Það var nú ekkert
hægt að stóla á að
maður fengi sósuna
frá Bandaríkjunum
þannig að þá þurfti bara að búa til
eina slíka sem líktist henni.“
Pitsurnar voru ekki bakaðar í
pitsuofnum eins og tíðkast víðast
hvar í dag heldur var venjulegur
bakara ofn notaður. Eggert notaði
einnig örbylgjuofn en var þá búinn
að forbaka pitsubotnana.
Framandi pitsur
Íslendingar tóku vel í pitsurnar að
sögn Eggerts enda framandi og
spennandi matur á þeim tíma. Á
matseðli Smárakaffis voru meðal
annars hamborgara-
pitsa, sígaunapitsa og
spagettípitsa.
„Spagettípitsan
seldist eins og heitar
lummur. Þetta var
pitsa með spagettí-
sósu og spagettíi sem
sett var á pitsuna. Hún
varð f ljótt mjög vin-
sæl en gestir staðarins
lentu í miklum vand-
ræðum með að borða
hana enda fylgdi henni
svolítill sóðaskapur. Við
hættum því fljótlega að
selja hana.“ Vinsælt álegg á þess-
um tíma var spægipylsa sem þurfti
að nota í stað pepperoni sem fékkst
þá ekki hér á landi. Skinka var einn-
ig vinsæl og sumir vildu að sögn Egg-
erts fá ávexti út á pitsuna, til dæmis
ananas, sem þótti frekar nýstárlegt á
þeim tíma. Eggert staldraði stutt við
í veitingageiranum og sneri aftur
á sjóinn stuttu síðar. Hann borðar
þó ennþá pitsur og segist búa þær
til reglulega heima hjá sér. Uppá-
haldsálegg hans í dag eru sveppir,
pepperoni og skinka.
Má bjóða þér
spagettípitsu?
Mikið hugmyndaflug þurfti á fyrstu árum pitsugerðar hérlendis enda lítil
þekking til staðar á þeim tíma.
Eggert Eggertsson er einn upphafsmanna pitsumenningarinnar á Íslandi. Hann hóf sölu á pitsum árið 1970. MYND/STEFÁN KARLSSON
Einn best heppnaði rétturinn úr tilraunaeldhúsi Happs. Áleggið er í stöðugri þróun.
Réttur sem ýtir undir sköpunar-
gleðina. Hikið ekki við að prófa
ykkur áfram með ýmsar hráefnis-
samsetningar. Það er mjög sniðugt
að gera marga pitsabotna í einu
og geyma. Þeir þola töluverða
geymslu. Bæði hægt að frysta og
geyma í kæli til skemmri tíma.
Sama má segja um sósurnar. Þær
geymast í kæli a.m.k. á aðra viku í
góðum ílátum.
5 dl heilhveiti
3 dl blanda af höfrum, sesamfræjum,
múslí að eigin vali og sólkjarna-
fræjum
2 msk. þurrkað oreganó
½ msk. sjávarsalt
2 msk. vínsteinslyftiduft
2 ½ dl volgt vatn
8 msk. ólífuolía
1. Blandið þurrefnum saman.
2. Hellið vatni og olíu saman við.
Hrærið varlega. Bætið heilhveiti við ef
þurfa þykir.
3. Hnoðið saman og skiptið deiginu
í sex hluta. Fletjið hvern hluta út í
u.þ.b. 9“ hring. Gott er að nota disk
sem mót.
4. Bakið í u.þ.b. 10-15 mínútur við
200°C.
Græn sósa
4 handfyllir spínat
1 dl grænar ólífur
1 handfylli fersk basilíka
1 dl kasjúhnetur
3 dl eða meira af ólífuolíu
Sjávarsalt
Svartur pipar
1. Setjið fjögur fyrstu hráefnin í mat-
vinnsluvél og maukið.
2. Hellið ólífuolíu saman við í mjórri
bunu á meðan vélin er í gangi. Þið
gætuð þurft meira eða jafnvel minna
af olíunni. Það fer eftir smekk hvers
og eins hve þykk sósan á að vera.
3. Smakkið til með salti og pipar.
Samsetning
1. Dreifið sósunni yfir bakaðan
pitsubotninn. Magn fer eftir smekk.
2. Leggið salat þar ofan á og raðið
síðan öðrum hráefnum þar ofan á.
Röð og magn fer eftir smekk hvers og
eins.
Græn pitsa
Salat að eigin vali
Hráskinka
Sultaður rauðlaukur
Ferskar eða þurrkaðar fíkjur, skornar í
sneiðar
Gorgonzola-ostur, mulinn eða
parmesanostur, mulinn
Brómber
Pekanhnetur, muldar
1 stór rauðlaukur, skorinn í þunnar
sneiðar
½ msk. olía
½ msk . balsamik-edik
1 msk. hrásykur
1. Mýkið laukinn á pönnu á frekar
lágum hita, í u.þ.b. 20 mínútur og
bætið öðrum hráefnum við.
Happspitsa
með hráskinku
Þessi pitsuuppskrift birtist í bókinni Happ happ
húrra sem kom út fyrir síðustu jól og vakti mikla
athygli.
Þessi pitsa frá veitingahúsinu Happi er mjög vinsæl. Uppskriftin birtist hér fyrir þá sem
vilja prófa heima.
Pitsuálegg var frum-
legt í upphafi, til dæmis
sardínur, spagettí úr dós og
spægipylsa.