Fréttablaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGPítsa ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 20124
Sem dæmi
má nefna að
við höfum
endurbætt
klassíska botninn
en hann er nú með
hvítlauks- og
parmesankryddi á
kantinum. Það
hefur mælst mjög
vel fyrir enda
eitthvað sem
enginn annar
býður upp á.
HRÁFÆÐIS
PITSA
Hollt og gott
Hráfæðispitsan sem krakkarnir
elska.
Gott er að byrja á henni um
hádegið svo að hún verði
tilbúin um kvöldmat. Mikilvægt
er að setja botninn í þurrkun
um hádegi. Útbúið áleggið
klukkutíma fyrir mat.
Grunnur
400 g hveitikorn, spírað
2 meðalstórir tómatar
½ meðalstór laukur
6-8 sólþurrkaðir tómatar (gott
að setja í bleyti 4 tímum áður)
10 fersk basilíkulauf
1 msk. ítölsk kryddblanda
1 hvítlauksrif
1/3 bolli ólífuolía
Allt sett í matvinnsluvél og
hrært. Ef deigið verður of þykkt
er gott að blanda tómötum
saman við. Deiginu hellt í skál
og hnoðað í höndunum. Deigið
sett á plötu og dreift úr því.
Þurrkið í þurrkofni á 35-45°C í
4 tíma eða þar til yfirborðið er
næstum þurrt.
Ostur
2 bollar hráar makadamíu-
hnetur
2 bollar kasjúhnetur (cashew)
1 hvítlauksrif
Safi úr 1-2 sítrónum, fer eftir
magni og sætleika
Blandið innihaldsefnunum vel
saman í matvinnsluvél.
Tómatsósa
4-6 tómatar
4-6 sólþurrkaðir tómatar
1 hvítlauksrif
½ rauð paprika
1 tsk. ferskt engifer
Handfylli af fersku basilíkulaufi
Blandið öllu vel saman í mat-
vinnsluvél.
Álegg sem mælt er með að
setja á pitsuna eru tómatar,
paprika, laukhringir, ananas,
svartar ólífur, sveppir, spergilkál
og fínt skorin basilíkulauf.
Álegg sett á pitsuna:
1. Dreift jafnt úr ostinum yfir
pitsubotninn.
2. Tómatsósan sett yfir ostinn.
3. Grænmeti sett á pitsuna. Gott
að byrja á tómötunum.
4. Berið fram strax eða hitið
lítillega, fer eftir smekk.
UPPRUNI PITSUNNAR
Vinsæll matur
Pitsan, eins og við þekkjum hana í dag
með tómatsósu sem álegg, kom upp-
haflega frá Napólí á Ítalíu. Þegar tómatar
bárust til Evrópu frá Ameríku á 16. öld
héldu menn lengi að þeir væru eitraðir.
Í fátækrahverfunum í Napólí á 18. öld
var hins vegar byrjað að setja tómata á
flatbökur en hægt er að kalla það uppruna
pitsunnar.
Pitsan varð gríðarlega vinsæl og laðaði að
sér mikið af ferðamönnum sem fóru inn
í fátækrahverfin til að gæða sér á sérrétti
heimamanna. Fyrir 1830 voru pitsur aðeins
seldar utandyra, þá voru pitsurnar bakaðar
í eldofnum. Antica Pizzeria Port‘Alba var
opnaður 1830 og er talinn vera fyrsti pitsu-
staðurinn þar sem hægt var að sitja inni og
borða. Sá staður er enn þá til þótt hann fái
ekki mikið lof frá matargagnrýnendum.
Til að byrja með voru aðaláleggin olía,
ostur, tómatur og kryddsíld. Pitsubotnarnir
í Napólí voru alltaf mjúkir og sveigjanlegir
en íbúar í Róm vildu hafa botninn þunnan
og stökkan. Í dag er pitsan einn vinsælasti
matur í heimi og eru til óteljandi tegundir
um allan heim.
Við töldum að þörf væri á ferskum nýjungum á mat-seðil okkar og það virðist
hafa verið rétt. Við skoðuðum alla
þætti vörunnar og niður staðan var
þrjár tegundir af botnum, 100%
mozzarella og enn meiri vöru-
gæði en áður,” segir Magnús. „Sem
dæmi má nefna að við höfum
endur bætt klassíska botninn en
hann er nú með hvítlauks- og
parmesan kryddi á kantinum. Það
hefur mælst mjög vel fyrir enda
eitthvað sem enginn annar býður
upp á. Einnig bjóðum við ekta ít-
alskan botn og léttbotn sem er
sykur laus og með 20% spelthveiti.“
Fleiri nýjungar væntanlegar
„Við erum rétt að byrja. Næstu
mánuðir verða spennandi en
stefnan er að bjóða upp á enn
meira úrval og gæði.“ Magnús
segir að fjöldinn allur af spenn-
andi vörum sé væntanlegur á
næstu mánuðum. „Við lítum svo á
að vöruþróun ljúki aldrei – það má
alltaf gera betur.“
Domino ś kynnti einnig nýlega
nýjan vef (www.dominos.is ) þar
sem nýtt og fullkomið pöntunar-
kerfi er að finna.
„Viðtökurnar hafa verið mjög
góðar en við sjáum þetta fyrst
og fremst sem aukna þjónustu
við viðskiptavini. Þeir geta nú
pantað í ró og næði á netinu,“ segir
Magnús.
„Með Pizzu Vaktinni er svo
mögulegt að fylgjast með stöðu
pöntunar í rauntíma og þannig
geta viðskiptavinir fylgst með því
hvar pöntunin er stödd á hverjum
tíma.“
Spennandi tímar hjá
Domino´s Pizza
„Viðtökurnar hafa verið vonum framar,“ segir Magnús Hafliðason, rekstrar- og markaðsstjóri Domino ś
Pizza, sem nýlega gaf út nýjan og spennandi matseðil.
Magnús Hafliðason, rekstrar- og markaðsstjóri hjá Domino’s, er ánægður með nýjungar sem eru að líta dagsins ljós á matseðlinum.
App-ið handan við hornið
„Vefsíðan var byrjunin en mjög fljót-
lega munum við kynna app fyrir
bæði iPhone og Android síma. Þar
verða sömu möguleikar og á netinu
en jafnvel enn fljótlegra að panta
en á vefnum,” segir Magnús „Þetta
er framtíðin að okkar mati og ekki
nokkur vafi á því að fleiri og fleiri
munu kjósa að panta í gegnum netið
með einum eða öðrum hætti.“
Megafjör í Megaviku
„Það er alltaf líf og fjör í Megavikum,“
segir Magnús en Domino ś heldur
eina slíka þessa dagana. „Það myndast
ákveðin stemning hjá starfsfólki okkar
þegar svona mikið er að gera. Við
undir búum okkur eftir fremsta megi
og gerum allt til þess að tryggja það að
afgreiða megi allt þetta magn á réttum
tíma og með vörugæðin í lagi.“