Fréttablaðið - 29.05.2012, Síða 2

Fréttablaðið - 29.05.2012, Síða 2
29. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR2 FÁTÆKT Íslensk börn eru tuttugu sinnum líklegri til að búa við skort ef báðir foreldrar þeirra eru atvinnulausir. NORDICPHOTOS/GETTY SAMFÉLAGSMÁL Innan við eitt prósent íslenskra barna býr við efnislegan skort samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. Skýrslan er hluti af rannsóknarritröð sem nefnist Report Card, eða einkunnaspjaldið. Í henni er barnafátækt í velmegandi ríkjum skoðuð. Þrettán milljónir barna innan Evrópu- sambandsins, í Noregi og á Íslandi skortir margvísleg atriði sem nauðsynleg eru fyrir þroska þeirra og velferð. Hlutfallið var lægst á Íslandi, 0,9 prósent. Börn foreldra með litla menntun og börn innflytjenda eru fjórum sinnum líklegri en önnur hér á landi til að líða skort og börn einstæðra foreldra fimm sinnum líklegri til þess. Berskjald- aðasti hópurinn er börn atvinnulausra, en tæp átján prósent barna sem eiga tvo atvinnulausa foreldra líða efnislegan skort. Hlutfall barna sem búa við skort er undir þremur prósentum á öllum Norður- löndunum. Í mörgum öðrum ríkjanna er hlutfallið um og yfir tíu prósent. Þá var hlutfallsleg fátækt í 35 efnuðum hagkerfum skoðuð og kom í ljós að þrjátíu milljónir barna búa við hlutfallslega fátækt í þessum ríkjum. 4,7 prósent íslenskra barna lifa undir fátæktarmörkum sam- kvæmt skýrslunni, en það er einnig lægsta hlutfall allra ríkja í skýrslunni. - þeb VEÐUR „Menn fara sennilega að kvarta undan úrkomuleysi í lok vikunnar,“ segir Björn Sævar Einars son veðurfræðingur. Veður- stofa Íslands spáir blíðskaparveðri á landinu öllu út vikuna, en útlit er fyrir að hitinn haldist í um 20 gráðum í innsveitum norðaustan- lands fram til laugardags. „Það verður yfirleitt heitast inn til landsins og má alveg búast við við þessum hita út vikuna,“ segir Björn Sævar. „Þetta verður mjög aðgerðar lítið veður.“ Hitinn orsakast af mjög hlýju lofti sem berst úr suðri og var svo- kölluð frostmarkshæð yfir landinu um 12 þúsund fet í gærdag. Björn Sævar segir það ótrúlega hátt. „Það nær sjaldnast svona hátt en þýðir að við erum einfaldlega með afskaplega hlýtt loft,“ segir hann. Hitinn fór yfir 20 stig á Akureyri í gær og svo virtist sem margir þeir sem sóttu bæinn heim um hvíta- sunnuhelgina hafi ákveðið að nota síðustu stundir heim sóknarinnar í Sundlaug Akureyrar. Mikil örtröð myndaðist fyrir utan sundlaugina í gærmorgun og segir Friðbjörg Hallgrímsdóttir, vaktstjóri í sund- lauginni, að traffíkin hafi byrjað afar snemma. Biðraðir höfðu myndast áður en staðurinn opnaði klukkan tíu um morguninn. „Á stærstu dögunum okkar eru um 2.200 manns að fara hér í gegn og ég gæti trúað því að fjöldinn fari yfir það núna.“ sunna@frettabladid.is UNICEF rannsakaði börn sem líða skort og búa við fátækt í efnuðum ríkjum heimsins: Innan við eitt prósent barna býr við skort Hildur, hefurðu fantaserað um þessa bók lengi? Já, enda bæði mikilvægt og skemmtilegt að fantasera um fantasíur. Hildur Sverrisdóttir lögfræðingur hefur opnað heimasíðu þar sem konur geta skrifað og sent inn kynlífsfantasíur sínar nafnlaust og hyggst gefa út bók með sögunum í lok sumarsins. LÖGREGLUMÁL Lettneska konan sem leitað var að um helgina fannst látin seinnipartinn í gær. Lík konunnar, hinnar 42 ára gömlu Ligitu Solomenceva, fannst um þremur kíló metrum frá bústað sem hún hafði leigt sér, um 200 metra fyrir ofan veginn. Lögregla verst allra fregna af málinu og mun rannsaka andlát konunnar. Flest bendir til að talsvert sé síðan hún lést en ekkert bendir til að lát hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Solomenceva kom til landsins um miðjan mánuðinn til að dvelja í bústað við Meðalfellsvatn sem hún hafði leigt sér í eina viku. Ekkert hafði spurst til hennar í nokkurn tíma og ákvað þá lettneskur vinur hennar að senda lögreglunni hér á landi tölvupóst til að spyrjast fyrir um ferðir hennar. Umfangsmikil leit lögreglu og björgunarsveita að konunni hófst um helgina og voru yfir hundrað manns úr slysavarnarfélaginu Landsbjörgu ræstir út í gærmorg- un til að aðstoða við leitina. Notast var við báta, fjórhjól, kafara, leitar- hunda, þyrlu, fisvél og gönguhópa. Solomenceva var fráskilin og barnlaus. Hún hafði engin tengsl við fólk hér á landi svo vitað sé, að undanskilinni einni lettneskri fjölskyldu sem hún þekkti. - sv Yfir hundrað björgunarsveitarmenn leituðu að konu við Meðalfellsvatn í gær: Lettneska konan fannst látin FJÖLMENNT LEITARLIÐ Umfangsmikil leit hefur staðið yfir um helgina í nágrenni við Meðalfellsvatn. MYND/BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Blíðan varir út vikuna Mikil veðurblíða var á landinu öllu í gær og er útlit fyrir að hún haldist út vik- una. Spáð allt að 20 stiga hita í innsveitum norðaustanlands fram á laugardag. Afar sjaldgæft að frostmarkshæð sé eins há og hún er nú, segir veðurfræðingur. Tíðarfar í maí í fyrra var afar fjölbreytt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hiti langt yfir meðallagi 2. til 10. maí en eftir 19. maí tók að kólna verulega og var mjög kalt fram til mánaðamóta. Norðanáhlaup gerði dagana 23. og 24. og snjóaði þá víða norðanlands á Austur- landi, segir á vedur.is. Alhvít jörð var víða suðvestanlands fyrstu tvo dagana í maí. Snjókoma í fyrra DÓMSMÁL Drengirnir tveir sem voru sakfelldir fyrir að fram- vísa fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins í apríl hafa áfrýjað dómnum. Drengirnir segjast vera fimm- tán og sextán ára. Ragnar Aðal- steinsson lögmaður drengjanna sagði við Mbl.is að hann hygðist láta reyna á ýmis atriði, sér- staklega það hvort þeir njóti verndar 31. greinar Flóttamanna- samnings Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt greininni á fólk að njóta verndar ef það gefur sig fram við yfirvöld. Ef dómurinn fellur drengjunum í hag segir Ragnar hann hafa fordæmisgildi á Íslandi. - þeb Voru dæmdir í fangelsi: Flóttadrengir áfrýja dómi FÓLK Fjöldi fólks lagði leið sína á flugsýninguna á Reykjavíkurflug- velli í gær. Þar var flugdagurinn haldinn hátíðlegur á vegum Flug- málafélags Íslands. 25 flugatriði voru sýnd á flug- sýningunni og fjöldi flugvéla af öllum stærðum og gerðum var til sýnis. Listflug, nákvæmnisflug á þyrlu og svifflug var meðal þess sem boðið var upp á. Þá vakti flugbáturinn Catalina athygli, en hann var fluttur til landsins í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair. Slíkir bátar voru í notkun hér á landi frá 1944 til 1963. - þeb Flugsýning á Reykjavíkurvelli: Fjöldi fólks á flugdeginum FJÖLDI Á FLUGSÝNINGU Mikill áhugi var á flugsýningunni á Reykjavíkurflugvelli í blíðunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL STOKKIÐ TIL SUNDS Þessi drengur þurfti ekki að láta segja sér það tvisvar að stökkva í Pollinn við Akureyri til að kæla sig í gærdag, enda fór hitinn í bænum upp í 20 stig. MYND/HILDIGUNNUR MAGNÚSDÓTTIR PAKISTAN, AP „Allar ásakanirnar á hendur honum eru rangar. Hann braut í engu gegn hagsmunum ríkisins,“ segir Jamil Afridi, bróðir læknisins Shakil Afridi, sem í síðustu viku var dæmdur í 33 ára fangelsi í Pakistan fyrir að hafa aðstoðað Bandaríkjamenn við að hafa upp á hryðjuverka- leiðtoganum Osama bin Laden. Jamil segir að réttarhöldin hafi verið gjörsamlega marklaus og að fjölskyldan hafi ákveðið að úrskurðinum verði áfrýjað. - gb Fjölskylda dæmda læknisins: Dómsúrskurði verður áfrýjað PÁFAGARÐUR, AP Paolo Gabriele, einkaþjónn Benedikts páfa, hefur samþykkt að aðstoða eftir bestu vitund við rannsókn á skjala- leka, sem varpað hefur kastljósi á ýmis hneykslismál tengd Páfa- garði, sem áður fóru hljótt. Gabriele var handtekinn í síðustu viku eftir að leyniskjöl fundust á heimili hans. Talið er líklegt að fleiri háttsettir kirkjunnar menn tengist málinu, og muni missa embættin. Birting leyniskjala í fjöl miðlum varð til þess, í janúar síðast- liðnum, að upp komst um ýmis mál tengd fjármálum og valda- baráttu í Páfagarði. - gb Hneykslismálið í Páfagarði: Einkaþjónninn lofar að aðstoða JAMIL AFRIDI Segir réttarhöldin hafa verið marklaus. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.