Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 6
29. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR6 KOSNINGAR Forsetaframbjóðend- ur og umboðsmenn þeirra funduðu með fulltrúum innan- ríkisráðuneytisins á laugardag. Framboðsfrestur vegna kosninganna þann 30. júní rann út á miðnætti á föstudag. Í tilkynningu frá ráðu neytinu kemur fram að tilgangur fundarins hafi verið að upplýsa um framboðin sem lögð voru inn, greina frá gögnum sem lögð voru fram og gefa fram- bjóðendum kost á að tjá sig. Innanríkisráðuneytið mun ljúka yfirferð gagna innan viku til að staðfesta lögmæti þeirra. - þeb Framboðsfrestur útrunninn: Frambjóðendur funduðu saman BRETLAND, AP Tony Blair, fyrr- verandi forsætisráðherra Bret- lands, segir að náin tengsl stjórnmálamanna við eigend- ur fjölmiðla í Bretlandi hafi verið orðin óheilbrigð. Hann hafi tekið þá ákvörðun að forðast að fara í hart við síð- degisblöðin, því þá hefði allur tíminn farið í þann slag: „Það hefði orðið gríðarleg barátta og engin trygging fyrir sigri,“ sagði Blair í yfirheyrslu hjá breskri þingnefnd, sem er að rannsaka starfshætti fjöl- miðlasamsteypu Ruperts Mur- dochs. Fleiri breskir stjórnmála- menn verða kallaðir fyrir nefndina í þessari viku. - gb Yfirheyrslur í Bretlandi: Segir tengslin ekki heilbrigð TONY BLAIR SLYS Bresk kona um fimmtugt féll um fimm metra niður í grýtt gil í Þórsmörk um klukkan fjögur í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli þá er konan margbrotin eftir fallið og mjög illa slösuð. Konan gekk eftir göngustíg ásamt hópi samlanda sinna þegar henni virðist hafa skrikað fótur með þeim afleiðing- um að hún féll niður Hamragilið. Sjúkrabíll sótti konuna og ók til móts við þyrlu Landhelgis- gæslunnar sem flaug með hana á Landspítalann í Fossvogi. Bresk kona í Þórsmörk: Féll niður gil og margbrotnaði Sími 570 2400 · oryggi.is Stöndum vaktina allan sólarhringinn Hægt er að stýra opnun gegnum aðgangskerfi, með fjarstýringu eða GSM-síma. Sterk og vönduð hlið sem henta við íslenskar aðstæður. Aukið öryggi á opnum svæðum Aðgangsstýrð aksturshlið Ætlar þú til útlanda í sumar? JÁ 37,1% NEI 62,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér réttlátt að bankar rukki efnaminni viðskiptavini um sérstakt gjald fyrir við- skipti? Segðu þína skoðun á Vísir.is. SÝRLAND, AP „Báðir aðilar hafa greinilega átt hlut að dauða saklausra manna, þar á meðal nokkurra tuga kvenna og barna,“ segir Sergei Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands, um fjöldamorðin í Houla í Sýrlandi á föstudag. Rússar stóðu á sunnudag að yfir- lýsingu Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem manndrápin í Houla eru harðlega fordæmd og fullyrt að árásir stjórnarhersins á íbúðahverfi hafi átt hlut að máli. Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar hafa tekið undir ásakanir á hendur stjórnarher Basher al Assads for- seta, og Lavrov utanríkisráðherra ítrekaði þær ásakanir í gær. Hann tók þó jafnframt skýrt fram að uppreisnarmenn ættu einnig hlut að blóðbaðinu í Houla. „Þetta svæði er á valdi uppreisnar- manna, en það er einnig umkringt af stjórnarhernum,“ sagði Lavrov í Bretlandi í gær, þar sem hann átti fund með William Hague utanríkis ráðherra. Hann sagði Rússa ekki styðja Sýrlandsstjórn sérstaklega í þessari deilu, heldur styðji Rússar fyrst og fremst friðaráætlun Sam- einuðu þjóðanna. Hann hvatti jafnt stjórnarherinn sem uppreisnar- menn til að virða vopnahlé, eins og þeir hafa sjálfir heitið að gera. „Það er rétt, eins og Lavrov hefur gert, að skora á alla að leggja niður vopn,“ sagði Hague, „og við erum ekki að halda því fram að allt ofbeldið í Sýrlandi sé á ábyrgð stjórnar Assads, þótt hún beri mestu ábyrgðina á ofbeldinu“. Sameinuðu þjóðirnar telja að manndrápin í Houla hafi kostað að minnsta kosti 108 manns lífið, þar af 49 börn og tugi kvenna. Kínverjar, sem rétt eins og Rússar hafa ekki tekið undir ásakanir á hendur stjórn Assads, fordæmdu einnig í gær drápin í Houla á föstudag og lýstu yfir stuðningi við friðar áætlun Sam- einuðu þjóðarinnar, en gáfu ekkert í skyn um að afstaða þeirra til stjórnar Assads hafi breyst. Kofi Annan, erindreki Samein- uðu þjóðanna í Sýrlandi, skoraði í gær á alla Sýrlendinga, „hvern ein- asta einstakling sem vopnaður er byssu,“ að leggja niður vopn. Þetta sagði Annan þegar hann kom til Sýrlands í gær til viðræðna við Basher al Assad forseta og aðra háttsetta ráðamenn. Það er Assad sem fékk það verk- efni að fylgja friðaráætlun Sam- einuðu þjóðanna eftir en hvorki stjórnarherinn né uppreisnarmenn virðast hafa sýnt minnstu viðleitni til að standa við loforð um að leggja niður vopn. gudsteinn@frettabladid.is Rússar taka undir ásakanir Fjöldamorðin í Houla á föstudag kostuðu meira en 100 manns lífið, þar af um 50 börn og tugi kvenna. Rússar hafa nú í fyrsta sinn tekið undir ásakanir á hendur stjórnarhernum. Hvetja sem fyrr til vopnahlés. BÖRN Í SÝRLANDI Halda á lofti teiknimynd af Assad forseta, sem sýndur er baða sig í bláum hjálmi friðargæsluliða meðan Kofi Annan hellir blóði út í baðið. NORDICPHOTOS/AFP KOSNINGAR Forseti Íslands á að standa vörð um hið lýðræðislega ferli, en ekki taka virkan þátt í baráttunni. „Þannig forseti er ekki puntudúkka – það var Vig- dís Finnbogadóttir ekki og það var Kristján Eldjárn ekki heldur.“ Þetta sagði Þóra Arnórs dóttir forsetaframbjóðandi á opnunar- hátíð kosningamiðstöðvar henn- ar í gær. Vísaði hún þar til orða Ólafs Ragnars Grímssonar um að forsetinn eigi ekki að vera skraut- dúkka. „Forseti getur ekki heldur rofið þing eða skipað utanþings- stjórn þegar honum þóknast. Slíkt tal er lýðskrum […] Ól a f u r Ragnar Gríms- son kaus að hefja kosninga- baráttu sína mjög brat t . Hann metur það sem svo að hér ríki neyðar ástand og óvissa um fullveldi Íslands og framtíðar- stjórnskipan. Staðreyndin er hins vegar sú að helsta óvissan og óstöðugleikinn í stjórn skipan landsins er teygjanleg túlkun hans sjálfs á valdsviði forseta,“ sagði Þóra meðal annars. Þóra sagði jafnframt ljóst að hennar sýn á forsetaembættið væri íhaldssamari en margra annarra frambjóðenda. Þeir frambjóðendur hefðu að hennar mati rangtúlkað eða misskilið hlutverk forseta. Hér sé þingræði með forseta, ekki forsetaræði. „Það leikur enginn vafi á því hver andi stjórnarskrárinnar er: for- setinn hefur takmörkuð völd, en hlutverk hans er stórt engu að síður.“ - þeb Þóra Arnórsdóttir talaði um forsetann og aðra frambjóðendur á fundi í gær: Ólafur Ragnar helsta óvissan ÞÓRA ARNÓRSDÓTTIR KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.