Fréttablaðið - 29.05.2012, Qupperneq 6
29. maí 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
KOSNINGAR Forsetaframbjóðend-
ur og umboðsmenn þeirra
funduðu með fulltrúum innan-
ríkisráðuneytisins á laugardag.
Framboðsfrestur vegna
kosninganna þann 30. júní rann
út á miðnætti á föstudag.
Í tilkynningu frá ráðu neytinu
kemur fram að tilgangur
fundarins hafi verið að upplýsa
um framboðin sem lögð voru
inn, greina frá gögnum sem
lögð voru fram og gefa fram-
bjóðendum kost á að tjá sig.
Innanríkisráðuneytið mun
ljúka yfirferð gagna innan viku
til að staðfesta lögmæti þeirra.
- þeb
Framboðsfrestur útrunninn:
Frambjóðendur
funduðu saman
BRETLAND, AP Tony Blair, fyrr-
verandi forsætisráðherra Bret-
lands, segir að náin tengsl
stjórnmálamanna við eigend-
ur fjölmiðla í
Bretlandi hafi
verið orðin
óheilbrigð.
Hann hafi
tekið þá
ákvörðun að
forðast að fara
í hart við síð-
degisblöðin,
því þá hefði
allur tíminn farið í þann slag:
„Það hefði orðið gríðarleg
barátta og engin trygging fyrir
sigri,“ sagði Blair í yfirheyrslu
hjá breskri þingnefnd, sem er
að rannsaka starfshætti fjöl-
miðlasamsteypu Ruperts Mur-
dochs.
Fleiri breskir stjórnmála-
menn verða kallaðir fyrir
nefndina í þessari viku. - gb
Yfirheyrslur í Bretlandi:
Segir tengslin
ekki heilbrigð
TONY BLAIR
SLYS Bresk kona um fimmtugt féll
um fimm metra niður í grýtt gil
í Þórsmörk um klukkan fjögur
í gær. Samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á Hvolsvelli þá er
konan margbrotin eftir fallið og
mjög illa slösuð. Konan gekk eftir
göngustíg ásamt hópi samlanda
sinna þegar henni virðist hafa
skrikað fótur með þeim afleiðing-
um að hún féll niður Hamragilið.
Sjúkrabíll sótti konuna og ók
til móts við þyrlu Landhelgis-
gæslunnar sem flaug með hana á
Landspítalann í Fossvogi.
Bresk kona í Þórsmörk:
Féll niður gil og
margbrotnaði
Sími 570 2400 · oryggi.is
Stöndum vaktina allan sólarhringinn
Hægt er að stýra opnun gegnum aðgangskerfi, með fjarstýringu eða
GSM-síma. Sterk og vönduð hlið sem henta við íslenskar aðstæður.
Aukið öryggi á opnum svæðum
Aðgangsstýrð aksturshlið
Ætlar þú til útlanda í sumar?
JÁ 37,1%
NEI 62,9%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Finnst þér réttlátt að bankar
rukki efnaminni viðskiptavini
um sérstakt gjald fyrir við-
skipti?
Segðu þína skoðun á Vísir.is.
SÝRLAND, AP „Báðir aðilar hafa
greinilega átt hlut að dauða
saklausra manna, þar á meðal
nokkurra tuga kvenna og barna,“
segir Sergei Lavrov, utanríkisráð-
herra Rússlands, um fjöldamorðin
í Houla í Sýrlandi á föstudag.
Rússar stóðu á sunnudag að yfir-
lýsingu Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna, þar sem manndrápin í
Houla eru harðlega fordæmd og
fullyrt að árásir stjórnarhersins á
íbúðahverfi hafi átt hlut að máli.
Þetta er í fyrsta sinn sem Rússar
hafa tekið undir ásakanir á hendur
stjórnarher Basher al Assads for-
seta, og Lavrov utanríkisráðherra
ítrekaði þær ásakanir í gær.
Hann tók þó jafnframt skýrt
fram að uppreisnarmenn ættu
einnig hlut að blóðbaðinu í Houla.
„Þetta svæði er á valdi uppreisnar-
manna, en það er einnig umkringt
af stjórnarhernum,“ sagði Lavrov
í Bretlandi í gær, þar sem hann
átti fund með William Hague
utanríkis ráðherra.
Hann sagði Rússa ekki styðja
Sýrlandsstjórn sérstaklega í
þessari deilu, heldur styðji Rússar
fyrst og fremst friðaráætlun Sam-
einuðu þjóðanna. Hann hvatti jafnt
stjórnarherinn sem uppreisnar-
menn til að virða vopnahlé, eins
og þeir hafa sjálfir heitið að gera.
„Það er rétt, eins og Lavrov
hefur gert, að skora á alla að
leggja niður vopn,“ sagði Hague,
„og við erum ekki að halda því
fram að allt ofbeldið í Sýrlandi sé
á ábyrgð stjórnar Assads, þótt hún
beri mestu ábyrgðina á ofbeldinu“.
Sameinuðu þjóðirnar telja að
manndrápin í Houla hafi kostað að
minnsta kosti 108 manns lífið, þar
af 49 börn og tugi kvenna.
Kínverjar, sem rétt eins og
Rússar hafa ekki tekið undir
ásakanir á hendur stjórn Assads,
fordæmdu einnig í gær drápin
í Houla á föstudag og lýstu yfir
stuðningi við friðar áætlun Sam-
einuðu þjóðarinnar, en gáfu
ekkert í skyn um að afstaða
þeirra til stjórnar Assads hafi
breyst.
Kofi Annan, erindreki Samein-
uðu þjóðanna í Sýrlandi, skoraði í
gær á alla Sýrlendinga, „hvern ein-
asta einstakling sem vopnaður er
byssu,“ að leggja niður vopn.
Þetta sagði Annan þegar hann
kom til Sýrlands í gær til viðræðna
við Basher al Assad forseta og
aðra háttsetta ráðamenn.
Það er Assad sem fékk það verk-
efni að fylgja friðaráætlun Sam-
einuðu þjóðanna eftir en hvorki
stjórnarherinn né uppreisnarmenn
virðast hafa sýnt minnstu viðleitni
til að standa við loforð um að leggja
niður vopn. gudsteinn@frettabladid.is
Rússar taka undir ásakanir
Fjöldamorðin í Houla á föstudag kostuðu meira en 100 manns lífið, þar af um 50 börn og tugi kvenna.
Rússar hafa nú í fyrsta sinn tekið undir ásakanir á hendur stjórnarhernum. Hvetja sem fyrr til vopnahlés.
BÖRN Í SÝRLANDI Halda á lofti teiknimynd af Assad forseta, sem sýndur er baða sig í bláum hjálmi friðargæsluliða meðan Kofi Annan hellir blóði út í baðið. NORDICPHOTOS/AFP
KOSNINGAR Forseti Íslands á að
standa vörð um hið lýðræðislega
ferli, en ekki taka virkan þátt í
baráttunni. „Þannig forseti er
ekki puntudúkka – það var Vig-
dís Finnbogadóttir ekki og það
var Kristján Eldjárn ekki heldur.“
Þetta sagði Þóra Arnórs dóttir
forsetaframbjóðandi á opnunar-
hátíð kosningamiðstöðvar henn-
ar í gær. Vísaði hún þar til orða
Ólafs Ragnars Grímssonar um að
forsetinn eigi ekki að vera skraut-
dúkka. „Forseti getur ekki heldur
rofið þing eða skipað utanþings-
stjórn þegar honum þóknast. Slíkt
tal er lýðskrum
[…] Ól a f u r
Ragnar Gríms-
son kaus að
hefja kosninga-
baráttu sína
mjög brat t .
Hann metur
það sem svo
að hér ríki
neyðar ástand
og óvissa um
fullveldi Íslands og framtíðar-
stjórnskipan. Staðreyndin er
hins vegar sú að helsta óvissan
og óstöðugleikinn í stjórn skipan
landsins er teygjanleg túlkun
hans sjálfs á valdsviði forseta,“
sagði Þóra meðal annars.
Þóra sagði jafnframt ljóst að
hennar sýn á forsetaembættið
væri íhaldssamari en margra
annarra frambjóðenda. Þeir
frambjóðendur hefðu að hennar
mati rangtúlkað eða misskilið
hlutverk forseta. Hér sé þingræði
með forseta, ekki forsetaræði.
„Það leikur enginn vafi á því hver
andi stjórnarskrárinnar er: for-
setinn hefur takmörkuð völd, en
hlutverk hans er stórt engu að
síður.“ - þeb
Þóra Arnórsdóttir talaði um forsetann og aðra frambjóðendur á fundi í gær:
Ólafur Ragnar helsta óvissan
ÞÓRA
ARNÓRSDÓTTIR
KJÖRKASSINN