Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2012, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 29.05.2012, Qupperneq 18
FÓLK| HELGI JÓNAS GUÐFINNSSON KÖRFUBOLTI Helgi á að baki farsælan feril sem körfuboltamaður. Hann spilaði með Grindavík og var atvinnumaður í Evrópu um tíma. ÞJÁLFARI Helgi stýrði liði Grindavíkur til sig- urs á Íslandsmóti karla í körfubolta í vetur. STYRKTARÞJÁLFUN Meðal íþrótta- manna sem Helgi hefur styrktarþjálf- að eru Einar Hólm- geirs son, Jón Arnór Stefáns son, Brenton Birming ham og Jón Gunnar Eysteins- son. HEILSA SKEMMTILEGT ■ Fjölbreytni Metabolic er bæði fjölbreytt og árangursríkt æfingakerfi en líka skemmtilegt fyrir iðkendur. Ein vinsælasta líkamsræktin í vetur er Metabolic hópþrektímarnir. Metabolic er byggt upp þannig að þátttakendur stjórna álaginu sjálfir sem þýðir að þeir geta tekið þátt sem byrjendur eða verið í mjög góðu formi. Helgi Jónas Guðfinnsson, framkvæmda- stjóri Metabolic og þjálfunarkennari við ÍAK einkaþjálfunarnámið hjá Keili, segir eitt markmiða í upphafi hafa verið að búa til æfingakerfi sem væri í senn fjöl- breytt og árangursríkt en líka skemmti- legt fyrir iðkendur. „Markmið Metabolic er að auka lífsgæði og gera hreyfingu að tilhlökkunarefni. Rauði þráðurinn í Metabolic er að auka efnaskiptahraða. Þannig á virk fitubrennsla sér ekki aðeins stað á meðan tíminn stendur yfir heldur í marga klukkutíma eftir að tíma lýkur.“ Hver tími er um 45 mínútur. Af þeim tíma fara 20 mínútur í upphitun og niðurlag. „Við byrjum tímana á dýnamískri upp- hitun til að gera fólk tilbúið fyrir átökin. Þannig stuðlum við að lágmarksmeiðsla- hættu en við leggjum gífurlega áherslu á öryggi í allri þjálfun. Síðan tökum við spretti, hoppum aðeins, köstum hlutum og lyftum lóðum. Útgangspunkturinn er að þjálfa mis munandi orkukerfi líkamans og við vinnum mest í stöðvaþjálfun.“ Tíminn sem unnið er undir álagi er aðeins um 25 mínútur en er að sama skapi mikil keyrsla. Hver og einn stjórnar alfarið æfingaálaginu og þjálfarar gæta þess að finna rétt erfiðleikastig fyrir hvern og einn. MJÖG GÓÐAR VIÐTÖKUR Árangurinn hefur ekki látið á sér standa að sögn Helga. „Kíló og sentímetrar hafa hrunið í vetur en einna vænst þykir okkur um árangurssögur frá þeim sem voru illa á sig komnir en eru farnir að gera armbeygjur á tánum og spretta og sveifla köðlum í mínútu án þess að stoppa. Fólk talar líka mikið um minnkandi stoðkerfisverki eins og bakverki, lækkaða forgjöf í golfi og að það hafi náð betri tímum í lang- hlaupum.“ Metabolic hópþrektímarnir hófu göngu sína síðasta haust í Grinda- vík og Reykjanesbæ. Í dag stunda yfir 300 manns Meta bolic víðs vegar um landið en einnig er boðið upp á tímana á Álftanesi, í Vestmannaeyjum og á Akureyri. „Viðtökur hafa farið fram úr björtustu vonum. Þessa dagana erum við að skoða frekar möguleika til vaxtar hérlendis og erlendis. Margir hafa haft samband við okkur enda frétt að fólk hefði rosalega gaman af þessum tímum okkar og væri að ná miklum árangri.“ TILHLÖKKUNAREFNI AÐ FARA Í RÆKTINA HREYSTI Metabolic hópþrektímarnir hafa slegið í gegn í vetur. Byrjendur jafnt sem lengra komnir stunda fjölbreyttar æfingar hlið við hlið. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir GAMAN Í RÆKTINNI „Markmið Metabolic er að auka lífsgæði og gera hreyfingu að til- hlökkunarefni,” segir Helgi Jónas Guðfinns- son, framkvæmdastjóri Metabolic. MYND/VILHELM GUNNARSSON Nám sem nýtist þér! SKRIFSTOFU- OG FJÁRMÁLAGREINANÁM NÁM FYRIR FULLORÐIÐ FÓLK Upplýsingar veitir fagstjóri viðskipta- og fjármálagreina í síma 594 4000/824 4114. Netfang inga.karlsdottir@mk.is Skrifstofubraut I Staðbundið nám, tvær annir. Höfuðáhersla er lögð á viðskipta- og samskiptagreinar. nslutímiKen frá kl. 8:20 – 13:00. rnám, þrjár annir.Fja Kennt í lotum. 50+ Hagnýtt nám fyrir þá sem eru komnir yfir fimmtugt, vilja styrkja sig í lífi og starfi eða taka að sér ný verkefni. Office Skills Programme for foreigners Nám á skrifstofubraut fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Sales and Service Programme for foreigners Nám á verslunarbraut fyrir þá sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Skrifstofubraut II Staðbundið nám, kennslutími frá kl. 8:20 – 13:00. Fjarnám, þrjár annir. Kennt í lotum. Viðurkenndur bókari Námið skiptist í þrjá hluta; A) reikningshald, b) skattskil og upplýsingakerfi og c) raunhæft verkefni. Námið er ein önn og undirbýr nemendur fyrir próf á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins til Viðurkennds bókara skv. 43. gr. laga nr. 145/1994 um bókhald. NÝTT NÝTT Skipholti 29b • S. 551 0770 15% AFSLÁTTUR AF JÖKKUM OG YFIRHÖFNUM dæmi um merki sem eru í búðinni 2biz- Desiqual-SkunkFunk-Creme-VETO-B-Young-og fleiri góð AFSLÁTTARSPRENGJA BESTU BROTIN ÚR ÞÁTTUM FM 957 FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.