Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 29.05.2012, Blaðsíða 38
KYNNING − AUGLÝSINGVinnu- & öryggisfatnaður ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 20124 Vinnufatabúðin Þjarkur, sem áður var í Knarrar-vogi, flutti og sameinaðist vinnufatadeild N1 á Bíldshöfða 9 þann fyrsta apríl síðastliðinn. „Með þessari sameiningu varð úr stærsta vinnufatabúð landsins með vinnufatnað, öryggisfatnað, einkennisfatnað og margt fleira. Þetta eru vönduð föt fyrir allar helstu atvinnugreinar, útgerð, verktaka, verkstæði og fleira frá þekktum framleiðendum,“ segir Bjarki Jakobsson, verslunarstjóri N1 á Bíldshöfða. Fatamerkin sem N1 hefur til sölu eru frá Fristad og eigin fram- leiðsla þeirra sem heitir Kwear ásamt nokkrum öðrum merkjum. Fyrirtækið er með breiða línu af skóm til sölu í þremur merkjum Cofra, Jalas og Kwear og út frá því fjölbreytt úrval til dæmis í öryggis- skóm en þá er hægt að velja úr skóm með stáltá, áltá eða fibertá. „Við bjóðum upp á allan al- hliða vinnufatnað, meðal annars margar gerðir af buxum, peysum, innanundirfatnað, kulda- og regn- fatnað. Einnig bjóðum við mikið úrval af öryggisvörum eins og skóm, hjálmum, öryggisgler- augum, heyrnahlífum, eyrna- töppum, rykgrímum, hönskum og mörgu fleira,“ segir hann. Boðið er upp á tvo verðflokka í fatnaðinum sem N1 selur. „Við erum með ódýra línu og svo aðra aðeins dýrari. Það er hægt að velja úr hvað hentar hverjum og einum,“ segir Bjarki. Hægt er að láta merkja allan fatnað sem keyptur er hjá fyrir- tækinu með til dæmis merki fyrir tækis eða nafni starfsmanns. Merkin eru annað hvort pressuð á eða ísaumuð í fatnaðinn. Stærsta vinnu- fatabúð landsins N1 býður upp á mikið úrval af hlífðarfatnaði, vinnufatnaði, vettlingum og öryggisskóm í verslunum sínum um allt land. Sérvinnufatadeild N1 er á Bíldshöfða. UPPRUNI GALLABUXNA Gallabuxur eiga uppruna sinn að rekja til ítalska bæjarins Genúa, en þar var snemma á nítjándu öld framleitt bómullar- efni í segl. Vegna þess hve efnið reyndist slitsterkt var saumaður úr því vinnufatnaður fyrir bændur. Elstu gallabuxur sem varðveist hafa eru frá árinu 1860 af Guiseppe Garibaldi. Efnið slitsterka fluttist út til Evrópu með sjómönnum frá Genúa og reyndu franskir vefarar að búa til eins efni. Það tókst þó ekki en við þær tilraunir varð samt til svipað efni, „de Nimes“ eða denim. Gallabuxurnar breidd- ust svo út til Ameríku seint á nítjándu öld en Levi Strauss seldi þá meðal annarra gallabuxur til námuverkamanna í Banda- ríkjunum. Heimild: Wikipedia.org UPPRUNI RENNILÁSSINS Rennilásar eru notaðir til að halda ýmiss konar fatnaði saman en eru einnig notaðir á aðrar vörur svo sem töskur og fleira. Elias Howe, sá sami og fann upp saumavélina, fékk einkaleyfi fyrir „sjálfvirkum loka á föt“ árið 1851. Howe þróaði þó hugmyndina ekki frekar og fjörutíu árum síðar eða 1891 kom því á markað rennilás, hannaður af Whitcomb Judson, sem kallaður var „Clasp locker“. Rennilásinn eins og við þekkjum hann í dag var fundinn upp af Gideon Sundback árið 1913, undir nafninu „separable fastener“. Fyrirtækið Goodrich Co. prófaði rennilásinn síðar á stígvélum. Það reyndist vel og kölluðu þeir hann nú „zipper“ sem hefur fest við rennilásinn á ensku. Japanska fyrirtækið YKK Co. framleiðir 7 milljón rennilása á dag og er með 1.500 tegundir og 427 liti af rennilásum. Heimild: Wikipedia.org og Vísindavefur Háskóla Íslands. Rennilásinn eins og við þekkjum hann í dag var fundinn upp árið 1913. Hjá N1 er hægt að fá mikið úrval af öryggisskóm en þá er hægt að velja skó með stáltá, áltá eða fibertá. MYND/GVA Í verslun N1 á Bíldshöfða er stærsta vinnufatabúð landsins með vinnufatnað, öryggisfatnað, einkennisfatnað og margt fleira. MYND/GVA MISTÖK Í VINNUFATAVALI Það skiptir máli hvernig fólk klæðir sig í vinnunni. Það er ekkert persónulegt heldur einungis staðreynd. Þetta á aðallega við um konur og þeirra klæðnað en margar konur gerast sekar um ítrekuð tískuslys án þess að átta sig á því. Þetta getur jafnvel leitt til þess að gengið er fram hjá þeim þegar þær sækja um störf eða stöðuhækkun. Sérfræðingar í þessum málum eru sammála um það að ein stærstu mistökin sem konur gera er að láta sjást of mikið í brjóstaskoruna. Þeir segja það vera truflandi og óviðeigandi. Það getur einnig haft áhrif á samstarfsfólkið ef konan klæðir sig á of kynþokkafullan hátt. Konur í yfirmannsstöðum geta verið álitnar ekki eins hæfar burtséð frá því hversu hæfileikaríkar þær virkilega eru. Þannig að ef konur vilja komast áfram á vinnustaðnum ættu þær að geyma flegnu bolina heima á meðan þær eru í vinnunni og nota þá heldur við aðrar aðstæður. Gallabuxur voru vinnufatnaður ítalskra bænda og bandarískra náma- verkamanna á nítjándu öld. Meiri líkur eru á að gengið verði fram hjá konu við stöðuhækkun ef hún klæðist flegnu. NORDIC PHOTOS/GETTY Meira í leiðinniN1 BÍLSDHÖFÐA 9 VANDAÐUR VINNUFATNAÐUR 9625 K2 6919 KWEAR SKÓR 7.490 kr. 7151 NA012-000 COFRA SANDALAR 11.990 kr. 9616 K2 1900 ÖRYGGISVESTI 1.650 kr. 9616 K2 JX6943 KULDAJAKKI 9.900 kr. 9623 5025-AT/C KWEAR SMÍÐABUXUR 8.690 kr. 9628 120020 SAMFESTINGUR 8.490 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.