Fréttablaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 17
■ FRAMHALD Á SÍÐU 2 SUMARLEGUR EFTIRRÉTTUR Ferskur ananas er sérlega góður grillaður. Skerið ananasinn í sneiðar, penslið með legi sem gerður er úr smávegis fljótandi hunangi og límónusafa. Skellið bitunum á grillið í um það bil 3 mínútur á hvorri hlið. Berið fram með vanilluís og karamellusósu. Þótt fólk greinist með sjúkdóm þarf það ekki endilega að gerast sjúk-lingar. Ég hef enn ekki mátað mig í það hlutverk og gef hvergi eftir,“ segir Snorri Már Snorrason hönnuður og úti- vistargarpur. Snorri lagði upp í Skemmti- ferð í fyrradag og ætlar ótrauður að hjóla hringinn þrátt fyrir að hafa greinst með Parkinsonsveikina fyrir átta árum. „Sjúkdómurinn byrjaði með kraftleysi og skjálfta í hægri handlegg. Við tók langt greiningarferli sem tók af allan vafa. Í því er meðal annars tekin ísótópamynd af höfðinu en um 75 prósent dópamínfruma í heila eru dauðar þegar fyrstu einkenni láta á sér kræla,“ útskýrir Snorri sem var aðeins 39 ára þegar hann greindist. „Ég fékk ekki áfall en ákvað að taka strax á þessu. Vitaskuld var Parkinsons- veikin ekki á stefnuskránni og mörgum bregður mjög við tíðindin því þetta er erfitt og mikið mál að koma með slíkan sjúkdóm heim til sín. Það breytir lífi fjöl- skyldunnar og vissulega pakki að vera allt í einu með ólæknandi sjúkdóm. Framtíðar plönin verða ekki eins háleit og maður ætlaði sér og starfsævin trúlega ekki eins löng og til stóð í upphafi,“ segir Snorri. Að sögn Snorra eru Parkinsons sjúk- lingum gefin tíu góð ár eftir greiningu. Átta ár eru síðan hann sjálfur greindist. „Birtingarmyndir Parkinsonsveikinnar eru fimmtíu til sextíu talsins. Því er úti- lokað að segja til um hvernig fer hjá hverjum og einum. Þar spilar inn í hvernig tekið er á sjúkdómnum og hversu heppinn maður er með spil á hendi. Sumir skjálfa eða titra, eins og ég geri, á meðan aðrir stirðna og frjósa þannig að þeir geta ekki hreyft sig,“ útskýrir Snorri sem er hættur að geta skrifað rétthendis þar sem hægri hliðin er orðin klaufskari en áður. „Það truflar mig ekki andlega. Ég er enda sann- færður um að hreyfing styrki andlegu hliðina. Veikin bitnar heldur ekki á vinnu UPP ÚR SÓFUNUM! BARÁTTUGLAÐUR Snorri Már Snorrason greindist með Parkinsonsveikina fyrir átta árum. Snorri hjólar nú hringveginn, yfir 1400 kílómetra, til að koma því áleiðis að hann stjórni lífi sínu en ekki sjúkdómurinn. HÖRKUTÓL Á HJÓLI Snorri hlakkar til að hjóla um fagra Austfirðina en segir leiðina frá Akureyri til Egilsstaða verða mest krefjandi. Þá hjólar hann tvo daga upp í móti en fær samfylgd bróður síns og bróðursonar. MYND/STEFÁN Opið virka d aga í sumar frá kl. 9 -18 • S tórhöfða 2 5 • 569 3100 • eirberg.is - ný sending komin Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2878 • www.praxis.is • soo.dk Opið mán. – fös. kl. 11–17. Lokað Laug. Erum einnig með gott úrval af bómullar- bolum og mikið úrval að vinnufatnaði kíkið á praxis.is Fást í 5 litum, lime, svörtu, rauðu, kongabláu og fjólubláu Vatteraðir jakkar - 14.500 kr. SKÓR | FISKISLÓÐ 75 | 101 REYKJAVÍKOUTLET- Opið: mán-fös 13-18 & lau 12-16 sími: 514 4407 Shape Ups dömu skór St. 36–41 Dömu skór St. 36–41 Stráka skór St. 21–26 Herra skór St. 41–45 Stelpu skór St. 21–26 kr.8.500 aðeins aðeins kr.7.900 aðeins kr.9.900 aðeins 4.900kr. aðeins 4.900kr. teg REBECCA - saumlaus, slétt skálin mótar fallega og heldur við, fæst í DD,E,F,FF,G skálum á kr. 10.850,- Fínlegur Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.