Fréttablaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 5. júní 2012 25 Hjartaknúsarinn Johnny Depp fékk afhent kynslóðarverð launin á MTV-hátíðinni í Los Angeles. Þessi heiðurs verðlaun fékk hann fyrir framlag sitt til kvikmynda- iðnaðarins. Steven Tyler og Joe Perry úr rokksveitinni Aerosmith afhentu honum verðlaunin. Meðal annarra sem hafa orðið sama heiðurs aðnjótandi eru Reese Witherspoon, Sandra Bullock, Tom Cruise og Jim Carrey. Kvikmyndin The Hunger Games var sigurvegari kvöldsins með fern verðlaun og þar á eftir kom gamanmyndin Brides- maids með tvenn. Johnny Depp heiðraður VERÐLAUNAÐUR Johnny Depp heldur á MTV-heiðursverðlaununum. NORDICPHOTOS/GETTY Kínversk yfirvöld klipptu þrettán mínútur út úr grínhasarnum Men in Black III. Öll atriði það sem persónur af asísku bergi brotnar komu við sögu voru klippt út áður en myndin kom í bíó. Þar á meðal var skotbar- dagi á milli geimvera á kínverskum veitingastað og atriði þar sem Kín- verjar missa minnið. Yfirvöldin telja að atriðin sýni Kínverja í slæmu ljósi og ákváðu að klippa þau út. Frumsýn- ing Men in Black III gekk eins og í sögu í Kína. Engin erlend mynd hefur áður þénað jafnmikið á frumsýningar- helgi sinni þar. 13 mínútur klipptar út KLIPPT ÚT Kínverjar klipptu þrettán mínútur út úr myndinni. Eins og fór líklegast fram hjá fæstum fór hin sænska Loreen með sigur af hólmi í Eurovision söngvakeppninni þetta árið. Úrslitin komu fáum á óvart og trónir hún á toppi fjölda vin- sældalista víðs vegar um Evrópu. Eins og venja er mun sigur- landið halda keppnina að ári og kemur það því í hlut nágranna okkar Svía. Þeir eru engir grænjaxlar þegar kemur að Eurovision því þetta er í fimmta skiptið sem keppnin verður haldin þar. Enn er ekki búið að ákveða hvaða borg mun hýsa hana en valið virðist standa á milli Stokkhólms og Gautaborgar. Dagsetning keppninnar hefur þó verið staðfest og verður aðal- keppnin haldin þann 13. maí 2013. Óvíst hvaða borg fær Euro VINSÆL Hin sænska Loreen sigraði Eurovision keppnina í ár, fáum að óvörum. Tónlistarmaðurinn Ummi Guð- jónsson hefur sent frá sér lagið Sumarið er komið aftur. Þetta er annað lagið sem hann gefur út af væntanlegri plötu sinni sem kemur út síðar á þessu ári. „Sumarið er komið aftur varð til við mjög litla fyrirhöfn, þetta var bara augnablikið þegar fyrstu sólargeislar sumarsins teygðu sig inn í svefnherbergið. Ég man eftir að hafa vaknað við það, sest upp í rúminu, teygt mig í gítarinn og munnhörpuna og 10 mínútum seinna var lagið komið,“ segir Ummi, sem er búsettur í London. Ummi gefur út sumarlag NÝTT LAG Ummi hefur sent frá sér lagið Sumarið er komið aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR METSÖLUBÆKUR INNBUNDIN HUNGURLEIKARNIR Heildarlisti 23.5.–29.5.12 Barnabókalisti 23.5.–29.5.12 KILJA Heildarlisti 23.5.–29.5.12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.