Fréttablaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 19
MALBIKUN
ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 2012
Kynningarblað
Þjóðvegir
Rannsóknir
Heimkeyrslur
Jarðgöng
Þróunarvinna
Hver er forsaga fyrirtæk-isins? „Malbikunar stöðin Hlaðbær-Colas (MHC)
byggir á grunni gamla verktaka-
fyrirtækisins Hlaðbæjar hf. sem
stofnað var 1964. Fyrir tækið
verður því brátt hálfrar aldar
gamalt. Um miðjan níunda ára-
tuginn hafði danska Colas fyrir-
tækið áhuga á að hasla sér völl hér
á landi og keypti þá Hlaðbæ ásamt
því að reisa á þeim tíma fullkomna
verksmiðju til framleiðslu á mal-
biki. Nýtt fyrirtæki var stofnað
árið 1987 sem fékk nafnið Hlað-
bær-Colas.“
Hver eru helstu verkefni
Colas á Íslandi ? „Okkar sérsvið
er framleiðsla malbiks og bik-
tengdra afurða til vegagerðar
ásamt því að leggja út malbik.
Starfsfólk Hlaðbæjar-Colas er
stolt af því að nánast öll jarðgöng
sem gerð hafa verið síðustu 20 ár
eru malbikuð af okkur og sama
má segja um stærstu flugvalla-
verkefni undanfarna áratugi.
Við segjum hér hjá Hlaðbæ-
Colas að ekkert verkefni sé of
smátt eða of stórt fyrir okkur.“
Er malbik ekki bara malbik?
„Ó, nei. Það eru til ótrúlega
margar mismunandi gerðir mal-
biks sem spanna vítt notkunar-
svið. Allt frá ódýru burðarlags-
malbiki upp í hágæða malbik
með íblöndunarefnum eins og
fjölliðum sem bæta styrk þess
þar sem mikið mæðir á. Það er
ekki verið að nota sama efnið á
innkeyrslu við einbýlishús og
á gámavinnusvæði á höfninni.
Það er mikil vinna sem liggur
að baki þróun mismunandi
slitlaga. Hins vegar er grunn-
urinn einfaldur. Segja má að
malbik samanstandi af jarðbiki
sex prósent og steinefnum 94
prósent.“
Er einhver þróun í malbiki?
„Já svo sannarlega, við höfum,
í kjölfar samdráttar í malbiks-
framleiðslu í kreppunni, nýtt
tímann vel og stóraukið allt
þróunarstarf. Við höfum meðal
annars skoðað hvernig við
getum endurnýtt efni sem fellur
til sem annars er urðað. Einnig
höfum við leitað leiða til þess að
auka arðsemi fjárfestinga verk-
kaupans með því að hámarka
endingartíma slitlagsins. Eins
og sést á vegum landsins hefur
fjármagn til vegamála verið
skorið gríðarlega niður og er
ástand sumra vega slæmt.“
Þú nefndir endurvinnslu,
hvað fáist þið einkum við í þeim
efnum? „Við höfum síðastliðin 5
ár tekið á móti malbiksafgöngum.
Þetta eru mörg þúsund tonn á
ári. Endurunnið malbik má nota
í allt malbik sem við framleiðum.
Einnig höfum við hannað malbik
sem inniheldur brotið flöskugler.
Rétt er að nefna að við höfum
verið í samstarfi við Háskólann í
Reykjavík og Nýsköpunarmiðstöð
Íslands varðandi ýmsa þróun á
slit lögum, til dæmis glermalbikið
og súpermalbik.“
Bíddu við, súpermalbik?
„Já, við höfum verið að þróa
svokallað PMA-malbik og ætlum
út í frekari þróun í þessa veru
og viljum blanda súpermalbik í
sumar sem verður besta malbik
sem nokkru sinni hefur verið
búið til á Íslandi. Innihaldið er
leyndarmál. Einnig erum við að
þróa bindiefnið í klæðningarnar
(sem eru notaðar á vegum utan
höfuðborgarsvæðisins) sem
byggir á þeirri reynslu sem við
höfum aflað okkur í gegnum
áðurnefnda vinnu.“
Eitthvað sem þú vilt bæta við
í lokin? „Við elskum malbik!“
Starfsfólk
Hlaðbæjar-Colas
er stolt af því að nánast
öll jarðgöng sem gerð
hafa verið síðustu 20 ár
eru malbikuð af okkur.
Við elskum malbik
Malbikunarstöðin Hlaðbær - Colas hefur séð um malbikun nánast allra jarðgangna sem gerð hafa verið
á landinu síðustu tuttugu ár. Gunnar Örn Erlingsson, verkefnastjóri hjá MHC, kynnir fyrirtækið.
Gunnar Örn Erlingsson, verkefnastjóri hjá MHC, segir fyrirtækið hafa stóraukið þróunarstarf í malbiksframleiðslu. MYND/PJETUR
STÆRSTIR Í EINKAREKSTRI
Hlaðbær-Colas hf. er stærsta
einkarekna malbikunarfyrirtækið
á Íslandi. Stærsti keppinauturinn
er í eigu Reykjavíkurborgar.
LEIÐANDI Í NÝJUNGUM
MHC er leiðandi á sínu sviði á
Íslandi, í nýjungum og þróun á
malbiki og biktengdum afurðum.
ENDURVINNSLA OG
ÞRÓUN
MHC er í fararbroddi við endur-
vinnslu og hefur m.a. þróað slitlag
úr 100% endurunnu malbiki og
flöskugleri.
PMAMALBIK
PMA-malbik stendur fyrir „poly-
mer modified asphalt“ og þýðir
fjölliðubætt malbik. Fjölliður eru
langar plast/gúmmí-keðjur sem
ganga í efnasamband við bikið.