Fréttablaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 18
FÓLK| minni því ég færði mig yfir í vinstri hönd og sé eftir að hafa ekki fært músina til vinstri fyrir löngu því það er svo miklu eðlilegra í vinnu.“ Skemmtiferð Snorra er ekki fjár- söfnun heldur hvatning til almenn- ings um að hreyfa sig meira. „Víst er erfitt að hjóla hringinn en miðað við hversu margir geta ekki hreyft sig og vildu gjarnan vera með mér er ferðin auð vitað eintóm skemmtun. Þótt fólk sé heilbrigt í dag er ekki víst að heilsan endist. Því er ávinningurinn mun dýr- mætari en peningar takist mér að hjálpa einhverjum að standa upp úr sófanum og byrja að hreyfa sig.“ Snorri er í betra líkamsformi en margir heilbrigðir jafnaldrar hans. „Við megum ekki sjúkdóms- væðast og verðum að hugsa um heilsuna í stað sjúkdómsins. Það viðhorf skiptir miklu því heil- brigðir einstaklingar geta lagst í kör og orðið sjúklingar af því einu. Því er ekki í boði annað en að halda áfram og bjóðist ekkert betra en sjúkdómurinn verður að hámarka öll lífsgæði sem bjóðast.“ Parkinsonsveikinni fylgir svefn- leysi og allt að 40 prósent Parkin- sonsjúklinga þjást af þunglyndi. „Ég sef sjaldnast heila nótt en hreyfing og útivera hjálpa mér að sofa. Líkamleg þreyta er betri en andleg og ég vil ná henni fram. Ég er svo þannig gerður að ég velti mér ekki upp úr ljótu dögunum en á náttúrlega mína bömmerdaga. Þá átti ég líka fyrir. Maður getur verið rasssíður einn daginn en ekki má kenna sjúkdómnum um allt.“ Snorri bloggar um dagleiðir sín- ar á hverjum degi. Best er að fara á heimasíðu Parkinsonsam takanna www.parkinson.is og þaðan á heima- og Facebook-síðu Snorra. „Ég hvet sem flesta til að fylgjast með og slást í hópinn hvar sem ég verð á ferð. Mér er mikils virði að sjá einhvern bíða mín við afleggj- ara til að hjóla með mér spöl. Margir sitja jafnvel fyrir mér, sem er yndislegt. Það þarf enginn að vera feiminn; ég verð svo glaður við samfylgdina. Það þarf heldur ekki að hjóla 100 kílómetra með mér; það er nóg að hjóla einn eða minna, eða bara segja halló. Þá veit ég að fólk tekur hvatningu minni um að hreyfa sig meira og að það kunni að meta það að vera heilbrigður og hreyfi sig í virðingar skyni við þá sem geta það ekki.“ ■ thordis@365.is ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU HEILSA Jón Ármann Steinsson, hönnuður og rit- höfundur, er laus við þursabit eftir að hafa drukkið Alpha Daily. „Hún móðir mín mælti með þessu við mig og gamla konan vissi greinilega hvað hún söng því eftir að hafa drukkið mikið af Alpha Daily á stuttu tímabili þá var ég laus við þursabitið. Ég lenti í ákveðn- um vítahring eftir að ég fékk þursabit einu sinni, þá fór ég að hreyfa mig á rangan máta og fékk þursabitið aftur og aftur. Alpha Daily mýkti upp alla vöðva þannig að það var eins og þeir væru hlýir að innan,“ segir Jón Ármann. Hann segir drykkinn einnig slá á svengdar tilfinningu og hefur hann því grennst. „Ég tek kúra og drekk þá mikið af Alpha Daily á stuttum tímabilum. Þá get ég jafnvel sleppt úr máltíðum og narta ekki eins mikið á milli mála.“ Eplaedik, sem er meginuppi staðan í Alpha Daily, hefur verið notað í gegnum aldirnar til að bæta heilsuna. „Þessi drykkur er í eðli sínu gamall. Fólk hefur í gegnum aldirnar verið að blanda drykkinn sjálft en í dag er svo mikið af kemískum efnum í öllu að það er erfitt fá rétta virkni úr honum. Alpha Daily hins vegar er blanda eftir gömlu uppskriftinni sem virkar,“ segir Jón Ármann. Drykkurinn er í glerflöskum sem má skila til HP Heilsu, Smiðjuvegi 38 í Kópavogi, og fá áfyllingu. Ef sex flöskum er skilað inn fæst áfylling á heildsöluverði. Alpha Daily-drykkurinn fæst á eftir- töldum stöðum: Hagkaupum, Víði, Fjarðarkaupum, Kosti, Melabúðinni, Heilsuhúsinu, Lifandi markaði, Garð- heimum og Blómavali. UPPSKRIFT ALPHA DAILY VIRKAR HP Heilsa kynnir Jón Ármann Steinsson hefur notað Alpha Daily-drykkinn í þó nokkurn tíma og þakkar honum það að vera laus við þursabit sem plagaði hann. Við gefum 25% afslátt af Daywear Sheer Tint og Daywear BB creme í dag þriðjudag og miðvikudag, Í Lyfju Lágmúla, Smáratorgi og Selfossi *meðan birgðir endast Verð með afslætti kr. 5.242,- Verð með afslætti kr. 7.496,- -WU SHU ART ÍTR NÁMSKEIÐ KUNG FU FYRIR BÖRN OG UNGLINGA DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 ■ SÓLIN ELDIR HÚÐINA Sólin kætir og gleður en hún er líka varasöm. Óhófleg geislun á húðina getur meðal annars valdið freknum, litabreytingum, öldrunar- breytingum, hrukkum, frumubreytingum og húðkrabbameinum. Sólarvörnin skiptir því miklu og eins getur reynst nauðsynlegt að klæða sólina af sér og leita í skugga. Þá skiptir miklu máli að verja börnin fyrir sólinni, þar sem meirihluti þeirrar geislunar sem fólk verður fyrir, eða um það bil 80 prósent, verður á fyrstu tuttugu árum ævinnar. Heimild: www.landlaeknir.is PASSA ÞARF BÖRNIN Í SÓLINNI Sólin er sérstaklega varasöm fyrstu árin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.