Fréttablaðið - 05.06.2012, Blaðsíða 6
5. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR6
Sundnámskeið
Sundnámskeið fyrir börn hefst 11. júní.
Kennt verður í Sundlaug Sjálfsbjargar, Hátúni 12.
Skráning fer fram í Íþróttahúsi ÍFR Hátúni 14 eða
í síma 561-8226.
Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík
Aðalfundur Íþróttafélagsins Gerplu verður haldinn í dag, 5. júní.
Fundurinn fer fram í félagsaðstöðu Gerplu á annarri hæð í
Versölum og hefst kl. 20:00.
Hefðbundin aðalfundarstörf
Stjórn Gerplu
Save the Children á Íslandi
VERSLUN „Ef það stendur íslenskar
lopapeysur, merkt með íslensku
fánamerki, þannig að það sé gefið
í skyn að þetta sé alíslenskt, þá get
ég nú tekið undir að þetta geti virk-
að villandi,“ segir Gísli Tryggva-
son talsmaður neytenda spurður
út í vörumerkingar á lopapeysum.
„Ef þetta er bara merkt sem
íslensk hönnun og framleitt úr
íslenskri ull, get ég ekki fullyrt
um að þetta sé eitthvað ólöglegt,“
segir Gísli.
„Ef upplýsingar eru gefnar eiga
þær náttúrulega að vera réttar,
fullnægjandi
og þar af leið-
andi ekki vill-
andi.“ Hann
segir almennt
að neytendur
g e r i m e i r i
kröfur um að
fá að vita hvar
vörurnar séu
framleiddar.
„Sumir vilja
vita hvar varan
er framleidd, til að vita við hvaða
vinnuskilyrði og umhverfisskil-
yrði varan er framleidd,“ segir
Gísli.
„Við höfum alltaf sagt að ef
framleiðendur telja vöruna
íslenska, þá er bara ósköp einfalt
fyrir þá að segja að hvaða leyti
hún er íslensk,“ segir Sigurður B.
Halldórsson lögfræðingur hjá Sam-
tökum iðnaðarins. Hann vildi þó
ekki tjá sig um einstök tilfelli enda
fá fyrirtæki sem tengjast málinu
aðilar að Samtökum iðnaðarins.
Neytendastofa kannar allar
ábendingar, en getur ekki gefið
svör um málið að svo stöddu. - ktg
Neytendur kalla eftir upplýsingum um uppruna lopapeysa í verslunum:
Merkingar geta verið villandi
GÍSLI TRYGGVASON
DÓMSMÁL Friðfinnur Ragnar Sig-
urðsson, fyrrverandi millistjór-
nandi hjá Glitni, neitaði því fyrir
dómi í gær að hafa gerst sekur um
tuttugu milljóna króna innherja-
svik árið 2008.
Ákæra í málinu var þingfest
í Héraðsdómi Reykjaness í gær.
Samkvæmt henni seldi Friðfinnur,
sem var forstöðumaður millibanka-
markaðar í fjárstýringu bankans,
hlutabréf sín í Glitni fyrir samtals
tæpar 20,2 milljónir á árinu 2008,
fyrst í mars, síðan í apríl og síðast
um miðjan september.
Fullyrt er í ákærunni að hann
hafi í öllum tilvikum búið yfir inn-
herjaupplýsingum um slæma lausa-
fjárstöðu bankans í krafti stöðu
sinnar. Þær hafi einkum borist
honum í fjölda tilgreindra tölvu-
skeyta frá samstarfsmönnum hans,
þar sem farið var yfir lausafjár-
stöðu bankans.
Þetta er annað innherjasvika-
málið sem sérstakur saksóknari
höfðar frá bankahruni. Það fyrra
var á hendur Baldri Guðlaugssyni,
fyrrverandi ráðuneytisstjóra, sem
var sakfelldur fyrir 192 milljóna
króna innherjasvik og dæmdur í
tveggja ára fangelsi. - sh
Ákæra á hendur fyrrverandi millistjórnanda hjá Glitni þingfest í héraðsdómi:
Kveðst saklaus af innherjasvikum
GLITNIR Friðfinnur starfaði sem for-
stöðumaður millibankamarkaðar í
fjárstýringu Glitnis. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
FASTEIGNAMARKAÐUR Alls var 91
kaupsamningi þinglýst á höfuð-
borgarsvæðinu á milli 25. og 31.
maí. Á vef Þjóðskrár segir að 65
samningar hafi verið um eignir í
fjölbýli, 23 um sérbýli og þrír um
aðrar eignir en íbúðarhúsnæði.
Heildarvelta var 2.848 milljónir
króna og meðalupphæð á samning
31,3 milljónir króna. Fjöldi samn-
inga sem og heildarvelta er álíka
og á sama tíma í fyrra.
Sjö kaupsamningum var þinglýst
á Suðurnesjum, sextán á Akureyri
og fimm á Árborgarsvæðinu. - þj
Fasteignamarkaðurinn:
91 samningi
þinglýst á viku
Átt þú íslenska lopapeysu?
JÁ 70,8%
NEI 29,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Er rétt hjá LÍÚ að stöðva veiðar
í viku í mótmælaskyni?
Segðu þína skoðun á vísir.is.
HEILBRIGÐISMÁL Helmingi færri
sex ára börn á Íslandi eru of feit
nú samanborið við ástandið fyrir
tíu árum. Þá var fimmta hvert sex
ára barn of feitt en tíunda hvert
barn nú.
Þetta kom fram í erindi Ingi-
bjargar Gunnarsdóttur sem hún
flutti á ráðstefnu Samtaka nor-
rænna næringarfræðinga sem
haldin var á Hotel Nordica í gær.
Þar kynnti hún niðurstöður rann-
sóknar sinnar á langtímaáhrifum
breytinga í mataræði ungbarna,
sem ná til tíu ára tímabils.
Helstu niðurstöður rannsókn-
arinnar eru að tíðni ofþyngdar
sex ára barna hefur lækkað úr 20
prósentum í 10 prósent á tíu ára
tímabili. Tveir árgangar voru
rannsakaðir, sá fyrri fæddur á
árabilinu 1995 til 1997 og sá síðari
árin 2005 til 2007.
„Meðal breytinga sem sjást á
mataræði ungbarna milli kann-
ana er að prótínneysla við níu
mánaða aldur er lægri í seinni ár-
gangnum,“ segir Ingibjörg. Hún
segir að þetta megi skýra með því
að þau drekki minna af kúamjólk.
Í fyrirlestri Ingibjargar var bent
á að árið 2003 voru nýjar ráð-
leggingar til foreldra ungbarna
kynntar á Íslandi. Meiri áhersla
var lögð á brjóstagjöf, ráðlagt
að takmarka neyslu barnanna á
venjulegri kúamjólk og sérstök
stoðmjólk kynnt til sögunnar.
„Mjög háa prótínneyslu mátti
útskýra, meðal annars, með mikilli
neyslu á venjulegri kúamjólk, allt
að tvo lítra á dag meðal 9-12 mán-
aða barna,“ segir Ingibjörg.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt
fram á að mikil prótíninntaka á
fyrstu árum lífsins getur aukið
hættu á offitu síðar í þroskaferli
barna.
„Strákar sem neyttu mest af
prótíni við 9-12 mánaða aldur
voru með marktækt hærri
líkams þyngdarstuðul við sex
ára aldur en drengir sem neyttu
minna prótíns,“ segir Ingibjörg.
„Fleiri áhrifaþættir gætu spilað
inn í þessar niðurstöður en áhrif
prótíninntöku eru áhugaverð.“
Inga Þórsdóttir er aðalskipu-
leggjandi ráðstefnunnar. Hún
segir vinnu rannsóknarhópsins
frábæra. „Ísland hefur batnað á
rannsóknartímabilinu. Unga full-
orðna fólkið er að gera betri hluti
við uppeldi barna sinna en það
gerði fyrir tíu árum.“
Ráðstefnan var sett í tíunda
sinn í Reykjavík í gær, en hún
er haldin fjórða hvert ár. Vigdís
Finnbogadóttir er verndari ráð-
stefnunnar í ár og var hún við-
stödd setninguna í gærmorgun.
birgirh@frettabladid.is
Helmingi færri of feit
Hlutfall of feitra sex ára barna í
árgöngunum tveimur.
20
15
10
5
%
Börn fædd
1995-1997
Börn fædd
2005-2007
Of feitum börnum
fækkað um helming
Niðurstöður rannsóknar sem kynnt var á ráðstefnu Samtaka norrænna næring-
arfræðinga sýna að helmingi færri sex ára börn á Íslandi eru of feit nú en fyrir
tíu árum. Minni prótínneysla ungbarna er stór áhrifavaldur segir sérfræðingur.
MIKILVÆGT Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, fjallaði um aðgerðaáætlun nefndarinnar um
betri heilsu og lífsgæði á ráðstefnunni í gær. Vigdís Finnbogadóttir er verndari ráðstefnunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KJÖRKASSINN