Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.07.2012, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 03.07.2012, Qupperneq 16
16 3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Þriðjungi er alveg sama Ólafur Ragnar Grímsson var endur- kjörinn forseti á laugardag. Honum varð tíðrætt um mikilvægi forseta- embættisins þar sem traust á Alþingi væri lítið. Segja má að hann hafi stillt sjálfum sér upp sem mótvægi við Alþingi. Í því ljósi hlýtur það að vera forsetanum áhyggjuefni að tæplega þriðjungi Íslendinga er alveg sama um hver gegnir embætti forseta Íslands, en kjörsókn var rétt rúm 69%. Til samanburðar var kjörsókn í síðustu Alþingis- kosningum 85,1% og því mun fleiri sem hafa áhuga á því hver situr á þingi en á Bessastöðum. Þegar Ólafur var kjörinn árið 1996 var kjör- sókn 85,94%. Á 16 ára valdatíð hans hafa því æ fleiri misst áhugann á því hver gegnir hans stöðu. Oftúlkanir Ólafs Hógvær og auðmjúkur maður hefði kannski tekið þetta til sín. Ólafur hefur verið duglegri við yfirlýsingar um að úrslitin sýni að þjóðin vilji að hann láti til sín taka í umræðunni um stóru málin. Það er mikil oftúlkun. Úrslitin sýna það eitt að 52,8% þeirra sem nenntu á kjörstað vildu frekar Ólaf sem forseta en einhvern hinna fimm fram- bjóðendanna. Þá hefði Andrea unnið Ef túlkanir Ólafs Ragnars Gríms- sonar væru réttar þá væri staðan nefnilega sú að Andrea Ólafsdóttir hefði unnið kosningarnar. Hún gekk manna lengst í því að vilja auka veg forsetaembættisins í stjórnsýslunni og talaði jafnvel um að leggja fram eigin þingfrumvarp. Menn ættu því að fara varlega í að draga stórar og miklar ályktanir um óskir um breytt eðli íslenskrar stjórnsýslu, sama hversu vel það hentar þeim sjálfum. kolbeinn@frettabladid.is Undanfarna daga hefur umræðan um skaðlegar aukaverkanir lyfja verið fyrir ferðarmikil í fjölmiðlum. Auk þess hefur einnig verið fjallað um óhefð bundnar lækningar í baráttunni við krabbamein og jafnvel leitt að því getum að þau krabba- meinslyf og meðferðarúrræði sem einstak- lingum, sem greinast með þennan vágest, stendur til boða sé hægt að kasta fyrir róða. Í allri umfjöllun um lyfjaiðnaðinn og lyfjanotkun er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir aðalatriðinu. Það sem mestu máli skiptir fyrir okkar samfélag er að við viðurkennum mikilvægi þess að vera til- búin til að fjárfesta í heilbrigðisgeiranum. Þegar til lengri tíma er litið þá er það fjár- hagslegur ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni að fjárfesta í vísindum, rann- sóknum og lyfjaprófunum, þ.e. heilbrigðis- kerfinu, einum af mikilvægustu mála- flokkum þess velferðarþjóðfélags sem er okkur öllum svo mikilvægt. Annað var ekki að skilja á Jóhönnu Sigurðardóttur á fundi sem fór fram í Lofoten í Noregi fyrr í vor með forsætisráðherrum annarra nor- rænna ríkja. Lokaályktun þess fundar var að nauðsynlegt væri fyrir Norðurlöndin öll að renna styrkari stoðum undir lýðheilsu og heilbrigði þegna sinna. Mikilvægt sé að Norðurlönd tapi ekki þeirri forystu sem þau hafa haft í álfunni þegar kemur að því að veita þegnum sínum öryggi í heilbrigðis- málum. Aukaverkanir af lyfjum geta verið alvar- legt mál sem bæði læknar og starfsfólk heil- brigðisstétta eru meðvitaðir um. Það hlýtur að vera markmið þeirra, sem taka þátt í og stuðla að lyfjaþróun, að lágmarka skaðsemi aukaverkana eins mikið og mögulegt er. Nauðsynlegt skref í átt að því er sameigin- legur vilji starfsfólks í heilbrigðiskerfinu, lyfjafyrirtækja, vísindasamfélagsins og stjórnvalda til að renna styrkari stoðum undir velferðarkerfið. Öflugasta verkfærið til þess er fjárfesting í heilbrigðiskerfinu. Frumtök telja umræðu um lyf og lyfja- notkun vera af hinu góða. Þegar öllu er á botninn hvolft stuðla lyf að því að tug- milljónir einstaklinga geti lifað við sjúk- dóm sinn á þann hátt að hann raskar lífi þeirra eins lítið og mögulegt er. Vissulega geta aukaverkanir verið alvarlegar, en í stað þess að kasta vopnum okkar í baráttunni við alvarlega sjúkdóma væri nær að efla þau og styrkja með auknum rannsóknum og fjár- veitingum til að við öll getum lifað eins heil- brigðu og góðu lífi og lækna- og lyfjavísind- in gera okkur kleift á hverjum tíma. Yfirvegun í lyfjaumræðunni ÞJÓÐ- FÉLAGS- UMRÆÐAN FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag Heilbrig ðis- mál Jakob Falur Garðarsson fram kvæmda stjóri Frumtaka U ppbyggingu þorskstofnsins á síðustu árum og sterka stöðu hans nú má ekki sízt þakka aflareglunni, sem fyrst var tekin upp árið 1995 og er í sinni síðustu útgáfu nokkurn veginn á þá leið að ekki skuli veiða meira en fimmtung af þorski eldri en fjögurra ára, að því gefnu að hrygningarstofninn haldist í 220.000 tonnum eða yfir. Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar spáði því þegar kynntar voru tillögur stofnunarinnar um að auka þorskaflann upp í 177.000 tonn á næsta fisk- veiðiári að heildarkvóti í þorski gæti farið upp í allt að 250.000 tonnum árið 2016. Það yrði væn búbót fyrir þjóðarbúið. Undanfarin ár hafa sjávarút- vegsráðherrar staðizt þrýsting frá hagsmunaaðilum um að auka þorskkvótann umfram afla- regluna. Það er rétt og ábyrg afstaða, sem er byrjuð að skila árangri og mun gera það áfram til framtíðar. Hins vegar hafa ráðherrarnir notað aðra stofna sem skiptimynt og leyft veiði umfram ráðgjöf Hafró til að sætta hagsmunaaðila í sjávarútveginum við aðhaldið í þorskveiðum. Sérstaklega hafa ýsa og ufsi farið illa út úr þessum hrossakaupum. Menn hafa væntan- lega hugsað sem svo að þar væru minni hagsmunir í húfi en í þorskinum, færi svo að þessir stofnar yrðu ofveiddir. Það blasti út af fyrir sig við að þessu væri ekki hægt að halda áfram til langframa; það myndi koma niður á minni nytjastofnum sem þó eru ekki síður mikilvægir en þorskurinn þegar á heildina er litið. Ástandið á ýsustofninum er nú orðið mjög alvarlegt og Hafró útilokar ekki að setja þurfi algjört veiðibann á ýsu. Stofnunin hefur nú lagt fram tillögur um nýtingarstefnu og aflareglu fyrir ýsu, eins og fjallað var um í Fréttablaðinu síðast- liðinn laugardag. Reglan sem er lögð til er með öðrum hætti en í þorskinum; Hafró vill láta veiða 40% af ýsu sem er 45 sentímetrar og stærri. Þessa reglu segir Jóhann Sigurjónsson „standast allar ýtrustu kröfur um sjálfbærni og varúðarsjónarmið. Eins að hún gefi hámarksafrakstur til langs tíma litið.“ Í undirbúningi er sömuleiðis aflaregla fyrir ufsann. Hafró mælir með sams konar reglu og fyrir þorskinn til að ná hámarksafrakstri úr stofninum til lengri tíma litið. Það er jákvæð þróun að setja aflareglur fyrir sem flesta af nytja- stofnum sjávar við Ísland. Þær þarf að sjálfsögðu að ræða á sem breiðustum grundvelli, þannig að bæði stjórnvöld og þeir sem hafa hagsmuni af því að nytja sjávarauðlindina hafi sem beztan skilning á gildi þeirra og sæmileg sátt ríki um að beita þeim. Kjarni málsins er að nýtingarstefna og aflareglur fyrir einstaka fiskistofna draga úr freistingum stjórnmálamanna að hunza ráðgjöf vísindamanna og leyfa of mikinn afla til að ná skammtímamark- miðum. Við þurfum ekki að horfa langt út fyrir landsteinana til að sjá skelfilegar afleiðingar þess að pólitíkusarnir geta ekki staðizt þrýsting hagsmunaaðila. Hér á landi eiga menn orðið að vita betur. Aflaregla fyrir helztu nytjastofna stuðlar að skynsamlegri nýtingu auðlinda: Freistingum pólitíkusa fækkað

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.