Fréttablaðið - 03.07.2012, Síða 19

Fréttablaðið - 03.07.2012, Síða 19
RÁÐ VIÐ SVEFNLEYSI Vaknaðu alltaf á sama tíma, minnkaðu notkun á örvandi efnum, hreyfðu þig reglulega og ekki borða og drekka rétt fyrir svefninn. Skrifaðu niður á blað minnis atriði, viðfangsefni eða áhyggjur morgun- dagsins svo þær trufli ekki svefninn. Um 130 börn frá fimm til níu ára nutu þeirra forréttinda að fá kennslu í jóga á liðnum vetri í við barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. „Þetta er í fyrsta sinn sem jógakennsla er höfð sem hluti af skóladeginum í grunn- skóla sem er virkilega aðdáunarvert fram- tak,“ segir Eva Rún. Leikurinn er í aðal- hlutverki og sögur notaðar til að kenna börnunum jógastöður. Tímarnir verða því mjög líflegir og skapandi hugmyndir flæða frá börnunum. „Stundum verða til nýjar jógastöður í tímum. Ef þeim finnst eitthvað vanta í sögurnar, bæta þau því bara við svo til verður ný jógastaða. Einu sinni fannst einhverjum vanta blómavasa í söguna svo úr varð ný staða sem heitir blómavasinn. Jóga er þeim svo eðlislægt, þau eru einlæg og algjörlega til staðar.“ Eva segir mikinn mun á fullorðnum og börnum þegar kemur að jóga. Börnin séu frjálsari og opnari og ritskoði sig ekki, heldur lifi í leiknum og njóti augna- bliksins. „Ég byrjaði að ræða við þau um það sem við finnum mest fyrir, líkam- ann, lungun og hjartað, og útskýri að við gerum öndunaræfingar og jógastöður til að stuðla að heilbrigði og vellíðan. Næsta vetur mun ég fá meiri tíma með eldri börnunum og tek fyrir hugleiðslu og slökun.“ Mikilvægi slökunar og hugleiðslu í nútímasamfélagi ætti að vera flestum ljóst. Oft halda fullorðnir að börn verði ekki fyrir teljandi áhrifum en raunin er oft önnur. Spurð hvort jóga nýtist börnum í þessum hversdagsleika segir Eva mikil- vægt að kenna þeim leiðir til slökunar og minna á þær með því að stunda jóga reglulega. „Ef börn vilja fá næði, verða reið eða pirruð er mikilvægt fyrir þau að læra að öðlast hugarró á eigin spýtur. Það að anda djúpt og leggjast niður virkar oft vel. Með því að nota einfaldar jógaæfingar getur barnið vel lært að róa líkamann og hugann.“ ■ vidir@365.is KENNIR BÖRNUM JÓGA RÓAR HUGANN Eva Rún Þorgeirsdóttir jógakennari hjá Yoga Shala kennir jóga í Hjallastefnuskólanum í Reykjavík. Hún segir mikilvægt í nútímasam- félagi að börnum sé kennt að róa líkamann og hugann á eigin spýtur. LEIKUR OG SÖGUR Eva Rún segir leik- inn í aðalhlutverki í jógakennslunni og sögur notaðar til að kenna börnunum. MYND/VALGARÐUR GÍSLASON KENNIR Í YOGA SHALA Eva Rún er kenn- ari hjá Yoga Shala- jógastöðinni á Engjateigi í Reykjavík. Hún hefur kennt á fjölda námskeiða fyrir börn og fullorðna síðustu misseri. teg Asia - í D,DD,E,F,FF,G,GG skálum á kr. 8.770,- boxer buxur í stíl á kr. 4.550,- Frábær fyrir stóru stelpuna Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Boston leður svart, hvítt st. 35-48 rautt st. 36-42 blátt st. 36-47 Roma Rúskinn lj.blátt d.blátt 36-42 Verona svart, hvítt st. 36-41 Amsterdam leður m/míkrófíber sóla svart, hvítt st. 36-42 Monako leður svart, hvítt rúskinn og microfib. st. 36-46 Paris leður svart, hvítt, blátt m/microfib og rúskinnssóla st. 36-42 Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 • www.friendtex.is • soo.dk Opið mán. – fös. kl. 11–18. Lokað á laugardögum Verð: 11.900 kr. Verð: 7.990 kr. Verð: 8.600 kr. Verð: 10.900 kr. Verð: 7.690 kr. Verð: 6.990 kr. Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3 100 • eirberg.is Rafskutlur hagkvæmur ferðamáti Dekraðu við þig Hreinsun – slökun – vellíðan Stærð:175x120x210cm Kanadískur hemlock viður 8mm gler 11stk infra-rauðir hitarar 2235w Aukabúnaður (innifalið): FM/AM | Útvarp CD spilari Fjarstýring 2x hátalarar Tengi fyrir USB LED lýsing 2x Stjórnborð Stærð:120x105x210cm Kanadískur hemlock viður 8mm gler 7stk infra-rauðir hitarar 1710w Aukabúnaður (innifalið): FM/AM |Útvarp CD spilari Fjarstýring Tengi fyrir USB 2x hátalarar LED lýsing 2x Stjórnborð Verð: 330.000kr Verð: 238.000kr INFRA-RAUÐIR SAUNA KLEFAR - Ný sending komin til landsins ShopChina ehf | Sími: 7720409 | info@shopchina.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.