Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.07.2012, Blaðsíða 24
20 3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR Vertu úti Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins Taktu þátt í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins um útivist. Sendu inn mynd sem tengist útivist með einum eða öðrum hætti og þú getur unnið miða fyrir tvo til Evrópu! Skilafrestur á mynd er til klukkan tólf á hádegi þann 4. júlí. Vinningsmyndin verður á forsíðu helgarblaðsins þann 7. júlí og sigurvegarinn fær að auki tvo flugmiða til einhvers af áfangastöðum WOW Air. Annað og þriðja sæti fá miða fyrir tvo í Borgarleikhúsið. Sendu inn mynd á ljosmyndakeppni@frettabladid.is Með lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóvember 2007, var inn- leidd í íslenskan rétt MiFID-til- skipun Evrópusambandsins. Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum breyttust ýmsar mikilvægar regl- ur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. MiFID-tilskipunin náði til allra ríkja á EES-svæðinu. Markmið laganna var að setja samræmd- ar reglur um neytendavernd fjár- festa og skapa sameiginlegan innri markað með fjármálaþjónustu. Lögð er áhersla á aukið eftirlit, faglega framkvæmd og upplýs- ingagjöf. Þá var löggjöfinni ætlað að tryggja að þeir viðskiptavin- ir fjármálafyrirtækja, sem eiga í verðbréfaviðskiptum, fái ávallt viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf. FME setur skýrar línur Í upplýsingabæklingi Fjármála- eftirlitsins sem gefinn var út í sambandi við þessa nýju lög- gjöf og heitir „Upplýsingarit um MiFID fyrir neytendur – Að fjár- festa í fjármálaafurðum“ segir: „Sem dæmi um einfaldar afurðir eru hlutabréf og ýmsar tegundir skuldabréfa. Sem dæmi um flókn- ar afurðir má nefna: Valréttar- samninga, framtíðarsamninga, skiptasamninga og aðrar afleið- ur, samninga um fjárhagslegan mismun, breytanleg skuldabréf. Samkvæmt MiFID-reglunum ber fjármálafyrirtækjum einnig að skipta viðskiptavinum sínum í þrjá meginflokka: 1) viðurkennda gagnaðila, 2) fagfjárfesta og 3) almenna fjárfesta. Síðastnefndi flokkurinn um almenna fjárfesta nýtur mestrar verndar, sem m.a. felst í því að þeim er óheimilt að taka þátt í flóknum fjármála- gjörningum á borð við afleiðuvið- skipti. Það er einnig ljóst að fjár- málastofnunum ber að kynna sér í hvaða flokki fjárfesta hver við- skiptavinur á heima.“ Verðtryggð húsnæðislán eru afleiður Eru verðtryggð húsnæðislán afleiður? Verðtryggð lán eru í rauninni svo flókin fjármálaafurð að jafnvel seljandi lánsins getur ekki gefið viðskiptavininum upp í hverju skuldin stendur eftir eitt ár, hvað þá 30 ár. Hækkun láns- ins er afleiðing hækkandi neyslu- verðsvísitölu sem fjöldi afleiddra þátta verkar á t.d. skattahækkan- ir, eldneytisverð, launakjör, hrá- vöruverð, hagstjórn, gengi krón- unnar o.s.frv. Áhætta lánsins er að öllu leyti á lántakandanum en ekki seljandanum. Almennir fjár- festar hafa engar forsendur til að meta þá áhættu, sem fylgir verð- tryggðu láni og einstaklingum er ekki boðið að kaupa sér verðbólgu- varnir. Sló botninn úr tunnunni þegar vísitala neysluverðs hækk- aði um 0,5% frá fyrra mánuði vegna 11% hækkunar á flugfar- gjöldum til útlanda, en ekkert flug- félag kannast við þessa hækkun. Ólögleg söluvara Strangar reglur gilda um afleiðu- samninga og fjármálafyrirtækj- um er ekki heimilt að stofna til við- skipta með afleiður við hvern sem er. Hér á landi hafa verðtryggð íbú- ðalán og önnur neytendalán verið seld um áratugaskeið yfir borð- ið. Þessi lán hafa ekki verið talin heyra undir lög um verðbréfavið- skipti. Verðtryggð lán eru ekk- ert annað en flóknir afleiðusamn- ingar og þar af leiðandi ættu þau að heyra undir þá neytendavernd sem lög um verðbréfaviðskipti og MiFID veita. Að mati Hægri grænna, flokks fólksins, hafa verð- tryggð húsnæðislán verið seld ólög- lega frá 1. nóv. 2007 og ætlar flokk- urinn, ef færi gefst, að leiðrétta öll verðtryggð húsnæðislán með svo- kallaðri „Kynslóðasátt“ eða amer- ísku TARP-aðferðinni að loknum næstu alþingiskosningum. Eru verðtryggð húsnæðislán ólögleg? Sjálfstæðiskonan Sirrý Hall-grímsdóttir segir í grein um jafnréttismál að sjálfstæðiskonur hafi verið „brautryðjendur á sviði jafnréttismála“. Sirrý fer aftur til upphafs síðustu aldar til að finna konur sem gegnt hafa mikilvæg- um embættum í nafni Sjálfstæð- isflokksins og nefnir þar sérstak- lega Ingibjörgu H. Bjarnason, en hún tók sæti á þingi fyrst kvenna fyrir sérstakan Kvennalista, þó síðar hafi hún gengið til liðs við íhaldið. Ef við lítum okkur nær þá má benda á að undir forystu jafnaðar- manna, Samfylkingarinnar, hafa í fyrsta sinn konur orðið forsæt- isráðherra og fjármálaráðherra, hlutfall kynja í ráðherrahópnum er jafnt og mikið hefur áunnist í baráttunni gegn vændi og kyn- ferðisofbeldi. Innleidd hefur verið aðgerðaráætlun gegn mansali og kaup á vændi bönnuð. Búið er að lögbinda 40% hlutfall hvors kyns í stjórnum lífeyrissjóða og fyr- irtækja, setja jafnlaunastaðal til að vinna gegn kynbundnum launamun og beitir ríkisstjórn- in kynjaðri hagstjórn í efnahags- málum. Svona má lengi telja upp árangur jafnaðarmanna í jafn- réttismálum. Það er rétt hjá Sirrý að vinstri og hægri konur hafa viljað fara ólíkar leiðir til að stuðla að jafn- rétti kvenna og karla. Vinstri konur hafa einfaldlega viljað ganga lengra en frjálslyndisstefn- an og láta sér ekki nægja að setja lög og trúa því að þá verði allt gott. Við vitum betur. Við vitum að sér- tækar aðgerðir þarf til að uppræta rótgróið kynjamisrétti. Lagasetn- ingar einar og sér nægja ekki til. Þar greinir okkur á og það hefur ítrekað reynt á samstöðu kvenna þegar sjálfstæðiskonur setja sig upp á móti sértækum aðgerðum í þágu kynjajafnréttis. Rannsókn- ir hafa sýnt að nauðsynlegt er að heimila sértækar aðgerðir til að fjölga konum í áhrifastöðum. Sam- fara þessari niðurstöðu hafa ein- kenni frjálslyndisstefnu að mestu horfið úr jafnréttislöggjöfinni. Þrátt fyrir það hefur umræða um að hið fullkomna jafnrétti sé ein- göngu tímaspursmál verið langlíf meðal frjálshyggjumanna. Ummæli Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, eru mjög lýsandi fyrir viðhorf frjáls- lyndisstefnu Sjálfstæðisflokks- ins í jafnréttismálum: „Aukin sókn kvenna í menntun og bar- átta þeirra mun skila sér í algjöru jafnrétti á næstu tuttugu árum […] Brýnasta mál jafnréttisbar- áttunnar í dag er að konur sjálfar sannfærist um að kynferði þeirra skipti ekki máli fyrir laun þeirra.“ (Ríkisútvarpið: 17.4.2004). Þá sagði Björn Bjarnason, þáver- andi dómsmálaráðherra, að jafn- réttislögin væru „barn síns tíma“, en þá hafði kærunefnd jafnréttis- mála komist að þeirri niðurstöðu í áliti sínu að ráða hefði átt konu, sem væri jafn hæf eða hæfari en aðrir umsækjendur í stöðu hæsta- réttardómara. Ráðherrann skip- aði hins vegar frænda forsætis- ráðherra (Davíðs Oddsonar) í embættið og sagði m.a.: „Ég tel að miðað við núverandi stöðu í okkar þjóðfélagi sé það tímaskekkja að gera kröfur á þessum forsendum til þeirra sem hafa veitingarvald- ið, að binda hendur þeirra á þenn- an veg. Það er óneitanlega mjög erfitt að fikra sig eftir þessum lögum.“ (Morgunblaðið: 7.4.2004). Á svipuðum tíma kallaði höf- undur leiðara Morgunblaðsins kynjakvóta skyndilausnir. Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra og sjálfstæðiskona, kom samráð- herrum sínum til bjargar þegar þeir voru gagnrýndir fyrir ráðn- ingu frænda Davíðs og hafði þetta um jafnréttislögin að segja: „Ég tel að ég nái betri árangri með skoðunum mínum og baráttuað- ferðum heldur en með beitingu öfgakenndra aðferða þar sem beitt er handafli. Jafnréttið á að koma frá grunninum, rótunum og hjartanu en ekki að vera skellt inn með margs konar valdboðum sem láta konur iðulega standa berskjaldaðar og líta illa út fyrir vikið.“ (Nýtt líf, 2004). Ég sé því ekki enn hvernig sjálfstæðiskonur hafa verið brautryðjendur í jafn- réttismálum. Nú er svo komið að forsætis- ráðherra okkar, Jóhanna Sigurð- ardóttir, hefur gerst brotleg gagn- vart jafnréttislögum. Jóhanna Sigurðardóttir fór eftir hæfnis- mati og réð á grundvelli þess hæfasta einstaklinginn, í stað þess að veita fyrrum flokkssyst- ur sinni starfið. Úrskurður kæru- nefndar jafnréttismála kveður á um að að hæfnismatið hafi verið ófaglegt og að forsætisráðherra hafi brotið á konunni. Hún fékk ekki dæmdar skaðabætur, en henni voru dæmdar miskabætur sökum fréttatilkynningar sem forsætisráðuneytið sendi frá sér. Úrskurðurinn er bindandi, þökk sé Jóhönnu Sigurðardóttur, sem barðist fyrir því að kærunefnd jafnréttismála hefði raunveru- legt vægi. Jóhanna Sigurðardótt- ir reyndi ítrekað að ná sáttum í þessu máli. Hún hefur ákveðið að virða úrskurðinn í stað þess að áfrýja og beðist opinberlega velvirðingar á því að hafa vald- ið miska. Jóhanna Sigurðardóttir hefur axlað fulla pólitíska ábyrgð í þessu máli og þannig eru hennar viðbrögð skýr. Hún gerði mistök, viðurkennir þau og bætir fyrir þau. Það gera góðir stjórnmála- menn. Hvað gerði Björn Bjarna- son þegar hann gekk framhjá hæfari konu til að ráða vin sinn og frænda forsætisráðherra í valda- mikið embætti? Hvað gerðu sjálf- stæðiskonur þá? Skilaboðin eru skýr Jafnréttismál Hrafnhildur Ragnarsdóttir formaður kvennahreyfingar Samfylkingarinnar Efnahagsmál Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og formaður Hægri grænna, flokks fólksins Sló botninn úr tunnunni þegar vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði vegna 11% hækkunar á flugfar- gjöldum til útlanda, en ekkert flugfélag kannast við þessa hækkun. AF NETINU Vinnslustöðin stjórnar Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum rak fjörutíu starfsmenn í vikunni og greiddi í leiðinni hluthöfum tæpan milljarð í arð. Sigurgeir B. Kristgeirsson kenndi hækkun veiðigjalds um brottreksturinn. Sagði hins vegar ekki, hverjum arður fyrirtækisins væri að kenna. Hinir gráðugu kvótagreifar hafa völd í landinu. Fengu frumvarpið um veiðigjald til meðferðar, áður en sátt náðist um það á Alþingi. jonas.is Jónas Kristjánsson Met í aukningu kaupmáttar Það er einungis eitt ár síðan 1990 sem var með meiri kaupmáttaraukningu en síðasta árið, þ.e. árið 1998 (5,6% á móti 5,3% núna). Á „góðærisárinu 2007” var meira að segja ívið minni kaupmáttaraukning, þó litlu muni. Þetta er auðvitað gott, þó það þýði ekki að kreppan sé að fullu að baki. blog.pressan.is/stefan Stefán Ólafsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.