Fréttablaðið - 03.07.2012, Side 26

Fréttablaðið - 03.07.2012, Side 26
3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR „Framhjáganga Þórbergs Þórðarsonar er hápunkturinn í Íslenskum aðli, perla í íslenskum bókmenntum og ferðalýs- ing sem á sér ekki hliðstæðu í þeim,“ segir Baldur Sigurðs- son sem ásamt eiginkonu sinni Evu Benediktsdóttur hefur skipulagt göngu þar sem fetað er í fótspor Þórbergs Þórð- arsonar og gengið alla leið frá Norðurfirði á Ströndum til Reykjavíkur. Þórbergur segir frá göngunni með eftirminnilegum hætti í Íslenskum aðli, dagleiðum og gististöðum er lýst með nokkuð nákvæmum hætti. Ferðalangar munu fylgja Baldri og Evu heim að bæjum þar sem minningin um heimsókn Þórbergs lifir enn þrátt fyrir að 100 ár séu liðin síðan hann gekk leiðina. „Þórbergur gisti á tólf stöðum á þessari leið sinni. Þar af eru sex farnir í eyði en af þeim sem enn eru í byggð eru nokkrir þar sem sama fjöl- skyldan býr og átti þar heima fyrir 100 árum. Og þar er minningunni um heimsókn Þór- bergs haldið á lofti. Þegar Íslenskur aðall kom út árið 1938 þá var fólk enn á lífi sem tók á móti honum og heimsóknin lifnaði við í minningunni. Bæirnir komust í bókmenntirnar og sögurnar af Þórbergi voru sagðar næstu kynslóðum,“ segir Baldur sem lengi hefur verið áhugamaður um menn- ingu og ferðalög. Framhjágangan fangar þetta tvennt. „Framhjágangan er svo einstök. Hún er ekki bara göngu- ferð frá stað A til B heldur eru í frásögn Þórbergs alltaf einhver fyrirheit handan við hornið, hamingjan eða ástin. Stúlkan hans, sem hann ætlaði sér að heimsækja á Bæ í Hrútafirði, er þarna innan seilingar en gufar upp eins og regnboginn. Þessi ganga er eins og okkar Jakobsvegur,“ bætir Baldur við og á þá við hina klassísku pílagrímaleið sem lýkur í dómkirkjunni í Santiago de Compostela á Norð- ur-Spáni. Framhjáganga Baldurs og Evu er farin á vegum Ferða- félags Íslands og er henni skipt í þrjá hluta. Ferðalangar geta því valið að fara alla gönguna, sem er um 250 kílómetr- ar, eða hluta hennar. Nánari upplýsingar um ferðina er að finna á heimasíðu Ferðafélagsins Fi.is en þess má geta að ferðin hefst 31. júlí og lýkur 12. ágúst fyrir þá sem fara alla leið. sigridur@frettabladid.is timamot@frettabladid.is Þessi ganga er okkar Jakobsvegur. Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RANNVEIG ÁRMANNSDÓTTIR Lindasíðu 2, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð laugardaginn 23. júní 2012. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Bestu þakkir til starfsfólks Hlíðar og Bakkahlíðar fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur. Hákon Aðalsteinsson Ármann Þ. Björnsson Ellen Þorvaldsdóttir Aðalsteinn Hákonarson Sigurlína Hilmarsdóttir Elías Hákonarson Dröfn Jónsdóttir Hákon Hákonarson María B Ívarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og dóttir, ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR er lést á Landspítalanum Fossvogi, deild B7, þann 27. júní sl. verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 5. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gigtarfélag Íslands. Sigurður Vilhjálmsson Brynjar Hólm Sigurðsson Anna María Sveinsdóttir Guðrún Lilja Sigurðardóttir Hafliði Már Brynjarsson Sigurður Hólm Brynjarsson Guðrún Stefanía Jóhannsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, ömmu og tengdamóður, SIGRÍÐAR BJARGAR EGGERTSDÓTTUR Skjólvangi 6, Hafnarfirði. Guðmundur Geir Jónsson Jón Eggert Guðmundsson Jóhannes Geir Guðmundsson Pamela Perez Björgvin Guðmundsson og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður míns og afa, HINRIK AÐALSTEINSSON Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Mörkin fyrir einstaka umönnun. Klara Berta Hinriksdóttir Róbert Arnar Sigurþórsson Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR JÓHANN JÓHANNSSON Lindasíðu 2, Akureyri, lést miðvikudaginn 27. júní á Sjúkrahúsi Akureyrar. Útför hans fer fram frá Akureyrar- kirkju fimmtudaginn 5. júlí kl. 13.30. Svava Valdimarsdóttir Lovísa Sigurðardóttir Þorsteinn Guðnason Jóhanna Hartmannsdóttir Bjarki Sigurðsson Hólmfríður Jónasdóttir Valdimar Sigurðsson afa- og langafabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs sonar míns og bróður, HINRIKS HINRIKSSONAR. Friðlín Valsdóttir Klara Berta Hinriksdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, SIGURÐUR JÓNSSON fyrrverandi prentsmiðjustjóri, Hlíf II, Ísafirði, sem lést á Heilbrigðisstofnuninni Ísafjarðar- bæ 23. júní, verður jarðsunginn frá Ísa- fjarðar kirkju föstudaginn 6. júlí kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Árni Sigurðsson Guðrún Halldórsdóttir Jón Ólafur Sigurðsson Jóhanna Oddsdóttir Málfríður Þ. Sigurðardóttir Þórhildur S. Sigurðardóttir Guðmundur Hafsteinsson afabörn, langafa- og langalangafabörn. Ástkær móðir okkar, ÁSTA SIGURJÓNSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Breiðabóli, Svalbarðsströnd, lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sunnudaginn 1. júlí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. Ástkær sonur okkar, bróðir, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTINN H. BENEDIKTSSON ljósmyndari, Grindavík, lést laugardaginn 23. júní á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði miðviku- daginn 4. júlí kl. 15.00. Benedikt Sveinsson Þórdís Kristinsdóttir Steinunn M. Benediktsdóttir Sverrir Friðbjörnsson Svava B. Benediktsdóttir Gestur Kristjánsson Jóel Kristinsson Linda Þóra Grétarsdóttir Hildur Sigrún Kristinsdóttir Pétur L. Lentz Rakel Kristinsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR ELÍASDÓTTIR Dvalarheimilinu Höfða, lést á Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 28. júní. Jarðað verður frá Akraneskirkju föstudaginn 6.júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda Kjartan H Guðmundsson Kolbrún Kjartansdóttir Elín Hanna Kjartansdóttir Jón Vestmann Hafsteinn Kjartansson Þuríður S. Baldursdóttir Hörður Kjartansson Þórunn Elídóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkæri faðir, fósturfaðir, afi og bróðir, HANNES EINAR JÓHANNSSON kranamaður, til heimilis að Langagerði 23, lést á heimili sínu þann 14. júní síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að hans vilja. Við viljum koma þökkum til Heimahlynningu Líknardeildar. Ingveldur Marion Hannesdóttir Anna Margrét Hannesdóttir dætur hennar eru Elena Eir og Alexandra Ýr Sigríður Kjördís Friðriksdóttir og fjölskylda Guðmundur Helgi Jóhannsson og fjölskylda Hulda Hanna Jóhannsdóttir og fjölskylda Jóhanna Björg Steinsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURJÓNU SÍMONARDÓTTUR Lautasmára 2, Kópavogi. Sérstakar þakkir til Önnu Þórhildar Salvarsdóttur læknis, Brynju Hauksdóttur hjúkrunarfræðings og starfsfólks kvennadeilda Landspítalans fyrir einstaka umönnun og hlýju. Elísabet Harpa Steinarsdóttir Ástþór Ragnarsson Sigríður Steinarsdóttir Einar K. Þórhallsson Gróa Dagmar Gunnarsdóttir Þórhallur Ólafsson Ragnheiður Gunnarsdóttir Bergsveinn Jóhannesson Ragnar Victor Gunnarsson Sveindís D. Hermannsdóttir Guðrún Björk Gunnarsdóttir Jón Ingi Magnússon og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA ÞORKELSDÓTTIR Kleppsvegi 62, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 30. júní. Una Sigurðardóttir Ólafur Gíslason Sigfús Jón Sigurðsson Ragnheiður Sæland Einarsd. Zophanías Þorkell Sigurðsson Guðrún Ívars Alma Sigurðardóttir Magnús Ægir Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra KRISTÍN G. SIGURÐARDÓTTIR lést aðfaranótt 2. júlí. Sigrún H. Karlsdóttir Kristján Sveinsson Sigurður Karlsson Ellen María Ólafsdóttir Magnús Þór Karlsson Margrét H. Þórarinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. FRAMHJÁGANGAN: 100 ÁRA AFMÆLI Feta í fótspor Þórbergs EVA BENEDIKTSDÓTTIR OG BALDUR SIGURÐSSON Leiða áhugasama um slóðir Þórbergs Þórðarsonar í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FRANS KAFKA rithöfundur (1883-1924) fæddist þennan dag. „Það er oft betra að vera fjötraður en frjáls.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.