Fréttablaðið - 03.07.2012, Síða 30

Fréttablaðið - 03.07.2012, Síða 30
3. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR26 26 menning@frettabladid.is Kvennabósinn Don Giov- anni ryðst grímuklæddur inn á þjóðlagahátíðina á Siglufirði sem stendur frá 4. til 8. júlí. Um óvenjulega uppfærslu á samnefndri óperu er að ræða. Gunn- steinn Ólafsson stjórnar henni og listrænum þætti hátíðarinnar. „Okkar útgáfa af Don Giovanni er mun einfaldari en þær tvær uppfærslur sem sýndar hafa verið af Íslensku óperunni, án þess að slegið sé af músíkölskum kröfum,“ byrjar Gunnsteinn Ólafs- son að lýsa óperusýningunni Don Giovanni sem er á dagskrá næsta sunnudag í íþróttahúsinu á Siglu- firði og 10. júlí í Eldborgarsal Hörpu. Hann segir lítið um leik- muni á sýningunni og að í henni tengi bassasöngvarinn Bjarni Thor söngatriðin saman sem sögu maður. „Bjarni er í hlutverki föðurins sem er drepinn í upphafi óperunnar, hann lýsir síðan atburðarásinni, meðal annars því hvernig faðirinn nær fram hefndum.“ Auk hlutverks Bjarna eru ein- söngs hlut verkin sjö, öll í höndum ungra söngvara sem flestir eru í framhaldsnámi. „Mér finnst frá- bært að gefa unga fólkinu tæki- færi til að takast á við þetta stór- kostlega verk án þess að einhver þurfi að axla manndrápsklyfjar í peningamálum,“ segir Gunnsteinn. „Fjölnir Ólafsson, sonur Ólafs Kjartans Sigurðarsonar söngvara, fer með hlutverk flagarans Don Giovanni. Fjölnir er 22 ára, eins og sá sem frumflutti hlutverkið á sínum tíma í Prag.“ Sinfóníuhljómsveit unga fólks- ins, sem Gunnsteinn stjórnar, stendur fyrir sýningunni og einnig kemur fram 50 manna kór. Gunn- steinn þýddi óperuna fyrir nokkr- um árum og notar þá þýðingu núna í fyrsta skipti. „Eflaust geta ein- hverjir ekki hugsað sér að hlusta á þessa óperu nema á ítölsku – bara af trúarástæðum – en í þessum búningi passar það ágætlega og færir hana nær áhorfendum,“ segir hann. „Söngvararnir segja að það sé allt öðruvísi að takast á við verkið á móðurmálinu því margt sem þeir skauti yfir á ítölskunni, án þess að pæla mikið í, fái merkingu og dýpt sem skili sér í leiktúlkuninni.“ Þjóðlagahátíðin hefst á morg- un á Siglufirði. Þetta árið ber hún yfirskriftina Söngvaskáldin góðu. Þau söngvaskáld sem koma þar fram eru meðal annarra Hörður Torfa, Benni Hemm Hemm og Svavar Knútur. Svo passar Don Giovanni ágætlega inn í þemað, eins og Gunnsteinn bendir á, því flagarinn treður upp sem söngva- skáld og reynir með því að heilla konur alveg til hægri og vinstri. Tónleikakortið sem kostar 12.500 krónur gildir á 18 tónleika, reyndar eru nokkrir á sama tíma en fjórtán þeirra stangast ekki á. Svo er boðið upp á nokkur nám- skeið. „Við erum alltaf með nám- skeið í rímnakveðskap,“ nefnir Gunnsteinn. „Núna er líka nám- skeið í búlgörskum dönsum og ukuleleleik. Svo eru tveir frábærir Svíar með kennslu í sænskri þjóð- lagatónlist og einnig er handverks- námskeið í orkereingu sem aðeins örfáir kunna núna og líka í ullar- þæfingu. Námskeið fyrir börn og unglinga eru ókeypis ef forráða- menn þeirra eru á námskeiðum svo þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að börnunum sé ekki sinnt.“ Af fjölmörgum spennandi atriðum á hátíðinni má nefna Söngva úr Samabyggðum, Fley og fagrar árar – íslensk alþýðulög frá 1012-2012 og Tangó fyrir lífið – evrópskar ballöður og vísur. Einn- ig verður Hofsóssbúinn Alexandra Chernyshova með söngdagskrána Stúlkan frá Kænugarði – þjóðlög frá Úkraínu og hljómsveitin Kerala flytur frumsamið efni en undir áhrifum frá tyrkneskri og búlgar- skri tónlist. „Sérstakur heiðurs- gestur á laugardagskvöldið verð- ur Kjuregej frá Jakútíu sem hefur dvalið langdvölum hér á Íslandi,“ segir Gunnsteinn. „Mér finnst Kjuregej vera okkur Íslending- um fyrirmynd í að varðveita eigin menningu og fóstra hana þrátt fyrir að búa fjarri ættjörðinni.“ Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar eru á http://www.folk- musik.is/is/page/thjodlagahatid- in-2012. gun@frettabladid.is Óvenjuleg uppfærsla á óperunni Don Giovanni EINSÖNGVARAR OG STJÓRNANDI DON GIOVANNI Bjarni Thor, Steinþór Jasonarson, Lilja Guðmundsdóttir, Fjölnir Ólafsson, Valdís G. Gregory, Rannveig Káradóttir, Þorsteinn Freyr Sigurðsson og Gunnsteinn Ólafsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÍS L E N SK A SI A .I S U T I 60 36 0 07 /1 2 TJALDALAND ÚTILÍFS ER VIÐ HLIÐINA Á TBR-HÖLLINNI VIÐ GLÆSIBÆ. UPPSETT TJÖLD TIL SÝNIS ALLA VIRKA DAGA KL. 10-17. FLEIRI UPPLÝSINGAR Á WWW.UTILIF.IS TJALDATILBOÐ NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS TILBOÐ: 26.990 / 34.990 KR. HIGH PE AK COMO 4 OG 6 MANNA Tvískipt innratjald með fortjaldi á milli. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 190/200 cm. Almennt verð: 32.990 kr. / 42.990 kr. TILBOÐ: 18.990 / 19.990 KR. HIGH PEAK CAVE 2 OG 3 MANNA Göngutjald sem er auðvelt í uppsetningu og aðeins 2,9 kg. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Fíbersúlur. Hæð 90 cm. Almennt verð: 22.990 kr. / 24.990 kr. TILBOÐ: 46.990 KR. HIGH PEAK ANCONA 5 MANNA Rúmgott fjölskyldutjald. Vatnsvörn 3.000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 200 cm. Almennt verð: 56.990 kr. TILBOÐ: 13.990 KR. HIGH PEAK NEVADA 3 MANNA Sígilt 3 manna kúlutjald með fortjaldi. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 120 cm. Almennt verð: 16.990 kr. SCHOLA CANTORUM HALLGRÍMSKIRKJU Kammerkórinn Schola cantorum syngur íslenska og erlenda kirkjutónlist undir stjórn Harðar Áskelssonar í hádeginu á morgun, miðvikudag. Tónleikarnir fara fram í Hallgrímskirkju og hefjast klukkan tólf.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.