Fréttablaðið - 11.07.2012, Page 1
veðrið í dag
virkjanamál Offramboð á gasi í
Bandaríkjunum og undanþágur
frá kolefnisskatti innan Evrópu-
sambandsins hafa valdið því að
raforkuverð hefur staðið í stað
eða lækkað. Það er þvert á stefnu
Landsvirkjunar sem hyggur á
hærra raforkuverð. Hörður Arn-
arson, forstjóri Landsvirkjunar,
segir þetta geta tafið áætlanir fyr-
irtækisins um uppbyggingu.
„Já já, þetta getur alveg gert
það. Efnahagssamdrátturinn í
heiminum hefur einnig áhrif,
þannig að þetta hægir alveg á
okkur,“ segir Hörður. Hann segir
það þó ekki alvarlegt og að allir
þeir aðilar sem hafi verið í við-
ræðum við fyrirtækið séu það enn.
Ný tækni við vinnslu jarðgass
í Bandaríkjunum hefur orsakað
mikið framboð á gasi þar í landi
og verðlækkun í kjölfarið.
Gunnar Tryggvason, formaður
nefndar um mögulega lagningu
sæstrengs, segir þetta geta hægt
á þeirri þróun sem Landsvirkj-
un stefndi að varðandi verð. „Það
getur gerst að orkufreki iðnaður-
inn þurfi ekki lengur að flýja að
heiman.“
Ragnar Guðmundsson, forstjóri
Norðuráls, segir Century Alumini-
um hafa opnað á ný verksmiðju í
Bandaríkjunum sem lokað var árið
2009. Hann óttast að hátt orkuverð
hér á landi fæli fyrirtæki frá.
Hörður segir hins vegar engan
bilbug að finna á Landsvirkjun
varðandi verðstefnuna. Viðmið-
unarverðið er 43 dollarar á mega-
vattsstund til 15 ára, með afslætti
fyrstu 5 árin. Ekki verði horfið frá
því, vegna stundarbreytinga ytra.
„Nei, ef menn hafa ekki kjark til
að vera í viðskiptum þá eiga menn
ekki að vera í viðskiptum.“ Lands-
virkjun bjóði betra verð til lengri
tíma, en verðlækkunin hafi vissu-
lega áhrif.
„Þetta gerir þetta meira töff
fyrir okkur, það er alveg öruggt.
En lífið er þannig, það er ekki allt-
af dans á rósum.“
- kóp / sjá síðu 10
mest lesna
dagblað á íslandi*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
fimmtudagur
skoðun 18
sérblað
í Fréttablaðinu
Fólk
11. júlí 2012
162. tölublað 12. árgangur
Nei, ef menn hafa
ekki kjark til að vera í
viðskiptum þá eiga þeir ekki
að vera í viðskiptum.
Hörður arnarson
ForStjóri LandSvirkjunar
SKREYTT MEÐ PERLUMHerralína Twenty(2)too var kynnt á Mercedes
Benz tískuvikunni í Berlín á dögunum. Þar voru
karlarnir skreyttir perlugrímum af ýmsu tagi.
Spurning hvort þetta verði næsta æðið?
BÚIN AÐ FINNA HINN FULLKOMNA KJÓLMETNAÐARFULL FEGURÐARDÍS Íris Telma Jónsdóttir mun keppa fyrir
hönd Íslands í Miss World-fegurðarsamkeppninni í ágúst. Stutt er í keppnina
og er Íris á fullu við undirbúninginn.
MYND/STEFÁN KARLSSON
■ FRAMHALD Á SÍÐU 2
teg DECO - létt fylltur og frábær í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 9.660,-
SVOOO FLOTTUR! NÝKOMINN AFTUR
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
Gerið gæða- og verðsamanburð
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00
*3,5% lántökugjald
12 mánaða vaxtalausar greiðslur*
NÝTT Sængurver
Handklæði
Sloppar
Púðar
Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18Stórhöfða 25 569 3100 eirberg.is
Hásinahlífar
grindin klædd verktakar eru í óðaönn að klæða stálgrind álversins í Helguvík til að verja hana fyrir náttúruöflunum. Það er
þó ekki til marks um að meiri kraftur hafi verið settur í byggingu álversins, að sögn forstjóra norðuráls. FréttabLaðið/pjetur
www.forlagid.is
Hungurleikarnir
Halda áframbbbb
PBB/F RT M
Smjörvi
í sérmerktum
umbúðum á
20% lægra
verði
Lægra raforkuverð seinkar
áformum Landsvirkjunar
Raforkuverð á mörgum erlendum mörkuðum hefur lækkað. Forstjóri Landsvirkjunar segir það munu
hægja á áformum fyrirtækisins um að selja orku sína hærra verði. Gamlar verksmiðjur enduropnaðar ytra.
kvikmyndir Aðsókn á frönsku
kvikmyndina Intouchables hefur
aukist um 77 prósent á milli
helga og var
nauðsynlegt að
færa myndina
í stærri sali til
að anna eftir-
spurn.
Samkvæmt
Ísleifi Þór-
hallssyni,
markaðs- og
deildarstjóra
viðburðadeild-
ar Senu, er
óalgengt að
aðsókn aukist svo mikið hverja
einustu sýningarhelgi. Um sext-
án þúsund manns hafa séð mynd-
ina frá því hún var frumsýnd
fyrir fjórum vikum.
„Ég er búinn að vera lengi í
þessum bransa og man ekki eftir
að hafa séð kúrfu sem þessa
áður,“ segir Ísleifur.
- sm / sjá síðu 46
Intouchables slær í gegn:
aðsókn jókst
um 77 prósent
ísleifur
ÞórHallsson
Blómleg hárbönd
Grunnskólakennaraneminn Kristjana Björg
Reynisdóttir hannar blómleg hárbönd sem
upphaflega áttu að vera hálsmen.
Bjart um allt land í dag. Hæg-
viðri a-til á landinu en 3-8 m/s
v-til, hægara fyrripart dags. Stöku
síðdegisskúr Sv-til. Hiti 12-20 stig.
veður 4
13
16
16
15
15
Varðveitir gamla báta
Jón Ragnar Daðason hefur
trébátasmíðar í blóðinu.
menning 30
Íslendingar ferðist
innanlands
Nýju átaki í ferðamennsku
hleypt af stokkunum.
tímamót 24
iðnaður Verktakar hófu nýlega uppsetningu
álklæðningar utan á stálgrind fyrirhugaðs álvers
Norðuráls í Helguvík. Þetta er þó ekki til marks um
að meiri kraftur hafi verið settur í byggingu álvers-
ins, að sögn Ragnars Guðmundssonar, forstjóra
Norðuráls.
„Við hægðum verulega á framkvæmdum við
álverið eftir hrun og síðan þá höfum við keyrt þetta
á lægsta hraða. Það hefur ekki breyst en uppsetn-
ing klæðningarinnar er ef til vill meira áberandi en
önnur verkefni því að þetta er ofanjarðar, en hún er
nauðsynleg til að vernda burðarvirkið, sem er úr
stáli, fyrir veðri og vindum.“
Varðandi framgang álversins segir Ragnar að
viðræður hafi staðið yfir við HS Orku og Orku-
veitu Reykjavíkur um orkusölu, á grundvelli fyrir-
liggjandi samninga. Eins og fram hefur komið féll
gerðardómur undir lok síðasta árs þar sem orkusölu-
samningarnir milli Norðuráls og HS Orku voru stað-
festir, en fyrirtækin eru að vinna að lausn á grund-
velli þeirrar niðurstöðu og segir Ragnar að ágætur
gangur hafi verið í þeim viðræðum að undanförnu.
„Það liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um alla
þætti á þessari stundu en vonandi tekst að loka því
sem eftir er á næstunni,“ segir Ragnar, en vildi að
öðru leyti ekki tjá sig nánar um hvenær Norðurál
vonaðist til þess að færi að draga til tíðinda í málinu.
- þj
Framkvæmdir Norðuráls í Helguvík eru enn í hægagangi:
Klæða álversbygginguna áli
Ætla sér sæti á EM
Karlalandslið Íslands í
golfi hefur keppni gegn
sterkum andstæðingum á
Hvaleyrarvelli í dag.
sport 40