Fréttablaðið - 11.07.2012, Side 4
12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR4
Rangar merkingar birtust með súluriti
um blaðalestur í Fréttablaði gærdags-
ins. Bláu súlurnar eiga við um lestur á
fyrsta ársfjórðungi 2012 og þær brúnu
um annan ársfjórðung 2012.
LEIÐRÉTT
Markmið í endurvinnslu fyrir allt landið
1. júlí 2013 Lífrænn
úrgangur til urðunar verði
í mesta lagi 50 prósent af
því sem til féll árið 1995.
1. janúar 2015 Sér-
stakri söfnun á pappír,
málmum, plasti og gleri
komið á laggirnar.
1. janúar 2015 Bannað
verður að afhenda ókeypis
plastpoka og gjald lagt á
einnota poka úr plasti í
verslunum.
31. desember 2015
Aðeins 25 prósent af
úrgangi urðuð (enn þá
aðeins tillaga).
1. janúar 2021 Bann
við urðun lífræns úrgangs
(aðeins tillaga).
31. desember 2025 Að
hámarki fimm prósent
af úrgangi urðuð (aðeins
tillaga).
HEIMILD: DRÖG AÐ LANDSÁÆTLUN UM MEÐHÖNDLUN ÚRGANGS 2013-2024
FRÉTTASKÝRING
Hver eru næstu skref í sorpflokkun?
Það er lítið mál að umbylta rusla-
málum þjóðarinnar, aðalatriðið er
að fræða almenning. Þessu heldur
Agnes Gunnarsdóttir fram. Hún
er framkvæmdastjóri sölu- og
markaðssviðs hjá Íslenska gáma-
félaginu sem þjónar fjöldamörg-
um sveitarfélög um allt land.
„Númer eitt, tvö og þrjú er
fræðsla. Það er ekki nóg að senda
einn bækling heim. Það þarf að
fylgja þessu eftir,“ segir Agnes.
Hún segir að starfsmenn
Íslenska gámafélagsins hafi til að
mynda heimsótt tíu þúsund heim-
ili á landinu og beinlínis kennt
fólki að flokka.
„Fólk er að mikla fyrir sér
hvernig á að koma fyrir öllum
flokkunarílátunum. Hvort þetta
eigi að vera inni í kústaskáp eða
hvar. Fólk er oft svo stressað og
hrætt við breytingar. En ef maður
heldur aðeins í höndina á því er
þetta ekkert mál.“
Agnes segir litlu hlutina helst
flækjast fyrir fólki. „Smáatriðin
verða oft stærstu atriðin fyrst, til
dæmis tyggjó en því á að henda í
almennt sorp.“
Hún segir spýtur af íspinnum
og pilluspjöld einnig vera dæmi
um hluti sem vefjast fyrir fólki.
Mikilvægast sé að flokka stóru
hlutina, pappa, plast og mjólkur-
fernur.
Agnes bendir á að framleið-
endur beri vissa ábyrgð. Þeir
þurfi að setja vörur sínar í
endur vinnsluvænar umbúðir
svo eftirleikurinn verði auðveld-
ari fyrir neytendur. „Sjáðu til
dæmis mjólkurfernu með tappa
úr plasti. Þar er verið að blanda
saman tveimur endurvinnslu-
flokkum. Það þarf að gera fólki
endurvinnslu auðveldari með því
að blanda ekki saman flokkum.
Þarna verðum við neytendur að
þrýsta á framleiðendur,“ segir
Agnes.
Nú þegar eru sautján sveit-
arfélög byrjuð að flokka í þrjá
endurvinnsluflokka: lífrænt,
endurvinnanlegt og almennt
heimilissorp sem er óendurvinn-
anlegt. Stykkishólmur er ákveð-
in fyrirmynd í þessum málum en
þar hefur náðst að flokka upp í 67
prósent af úrgangi.
katrin@frettabladid.is
Lítið mál að flokka sorp
Mikil umbylting hefur átt sér stað í sorpmálum Íslendinga undanfarin ár og byltingin er rétt að byrja.
Urðun úrgangs mun brátt heyra sögunni til að mestu leyti og flokkun heimilissorps er það sem koma skal.
Heildarmagn úrgangs var mest
árið 2008 og var þá 2.158 kíló
á hvert mannsbarn. Síðan hefur
talan farið ört lækkandi og var
komin niður í 1.596 kíló árið
2010. Mikil umskipti hafa orðið á
hvað verður um allt þetta rusl. 79
prósent af úrgangi voru urðuð árið
1995 en sú tala er komin niður í
32 prósent árið 2010.
HEIMILD: DRÖG AÐ LANDSÁÆTLUN
UM MEÐHÖNDLUN ÚRGANGS 2013-2024
Úrgangur
SAMFÉLAGSMÁL Hópur fólks kom
saman við rússneska sendiráðið í
gær til að mótmæla varðhaldi yfir
þremur rússneskum konum. Kon-
urnar eru meðlimir í pönksveitinni
Pussy Riot og hafa verið í haldi
rússnesku lögreglunnar vegna
mótmæla síðan í mars.
Einn maður var handtekinn
í mótmælunum við rússneska
sendiráðið, en það kom skipuleggj-
endum á óvart hversu mikill við-
búnaður lögreglu var. Að sögn
lögreglu veittist maðurinn að lög-
reglumönnum þegar þeir ætluðu
að hafa afskipti af öðrum mótmæl-
anda. María Lilja Þrastardóttir,
einn skipuleggjenda mótmælanna,
segir að hinn handtekni hafi geng-
ið á milli mótmælandans og starfs-
manns sendiráðsins.
Pussy Riot er femínísk pönk-
hljómsveit sem mótmælir stöðu
kvenna í landinu og tók þátt í mót-
mælum gegn Vladimír Pútín for-
seta. Þær héldu meðal annars tón-
leika í kirkju í byrjun ársins, sem er
ólöglegt. Þær eiga yfir höfði sér allt
að sjö ára fangelsi verði þær dæmd-
ar. Konurnar hófu hungurverkfall í
síðustu viku eftir að þeim var birt
2.800 blaðsíðna ákæra. - þeb
Hópur fólks hélt samstöðumótmæli fyrir meðlimi Pussy Riot í Rússlandi:
Einn handtekinn í mótmælum
FRÁ MÓTMÆLUNUM Hópurinn lét fara
þokkalega vel um sig fyrir utan sendi-
ráðið í Garðastræti í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
VIÐSKIPTI Iceland Express hefur
sagt sig úr Samtökum ferðaþjón-
ustunnar og verkefninu Ísland
allt árið. Félagið segir Icelandair
hafa óeðlileg áhrif á verkefnið,
sem miði við áætlanir Icelandair.
„Við látum ekki bjóða okkur
það að við séum að leggja fé inn í
verkefni sem hunsar okkar hags-
muni algjörlega,“ segir Heim-
ir Már Pétursson, upplýsinga-
fulltrúi félagsins.
Stjórnarformaður verkefnisins
segir reynt hafa verið að koma til
móts við Iceland Express. - þeb
Segja miðað við Icelandair:
Iceland Express
mótmælir
GENGIÐ 11.07.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
219,8372
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
127,93 128,55
199,15 200,11
157,06 157,94
21,118 21,242
20,991 21,115
18,362 18,47
1,6131 1,6225
192,43 193,57
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
VIÐSKIPTI Eggert B. Guðmunds-
son, sem gegnt hefur starfi for-
stjóra HB Granda, mun taka við
starfi forstjóra N1 þann 1. sept-
ember í haust.
Eggert tekur
við starfinu
af Hermanni
Guðmunds-
syni sem hætti
störfum í gær.
Eggert lætur
af störfum hjá
HB Granda um
næstu mánaða-
mót.
Eggert er rafmagnsverkfræð-
ingur frá háskólanum í Karlsruhe
og jafnframt með MBA-gráðu
frá IESE-viðskiptaháskólanum í
Barcelona. Hann hefur verið for-
stjóri HB Granda frá 2005.
Talsverðar breytingar hafa
orðið á eignarhaldi N1 á síðustu
misserum en stærstu eigendur
félagsins eru nú Framtakssjóður
Íslands (45%), Íslandsbanki (25%)
og Lífeyrissjóður verslunar-
manna (10%). - mþl
Hermann hætti störfum í gær:
Eggert ráðinn
forstjóri N1
EGGERT B.
GUÐMUNDSSON
Blábjörg friðlýst
Djúpavogshreppur hyggst friðlýsa Blá-
björg á Berufjarðarströnd í samráði
við landeigendur og Umhverfisstofn-
un. „Um er að ræða mikinn flikru-
bergsgang sem gengur í sjó fram. Hið
fyrirhugaða friðlýsta svæði, sem er
vinsæll áningastaður ferðamanna, er
alls 1,44 ha að stærð,“ segir sveitar-
stjórnin sem stefnir að því að ganga
frá málinu í sumar.
NÁTTÚRUVERND
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
30°
29°
18°
18°
19°
20°
18°
18°
25°
19°
29°
29°
31°
17°
21°
26°
19°Á MORGUN
víða 3-8 m/s,
hvassara NA-til.
LAUGARDAGUR
3-10 m/s
13
13
15
15
14
15
14
16
14
16
15 3
2
2
1
3
2
2
2
1
3
4
14
14
15
15
16
13
15
14
15
13
HLÝTT Bjart um
allt land í dag en
dregur heldur fyrir
á morgun þó að
víðast hvar sjáist
eitthvað til sólar.
Lítilsháttar væta
N-til á laugardag.
Hlýtt í veðri í öllum
landshlutum næstu
daga.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
Fólk er oft svo
stressað og hrætt
við breytingar. En ef maður
heldur aðeins í höndina á því
er þetta ekkert mál.
AGNES GUNNARSDÓTTIR
HJÁ SÖLU- OG MARKAÐSSVIÐI ÍSLENSKA
GÁMAFÉLAGSINS.