Fréttablaðið - 11.07.2012, Síða 8
12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR8
Sól og blíða í
Barcelona
Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is
*Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum.
Takmarkað sætaframboð og valdar dagsetningar.
BÓKAÐU
NÚNA!
Verð frá:
19.900 kr.*
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
SÍÐUSTU
SÆTIN!
Brottfarir: 16. og 23. júlí
Heimkoma: 21., 24. og 28. júlí
Eina sjónvarpsstöðin í heiminum sem helguð er sönnum sakamálum
ID: INVESTIGATION DISCOVERY ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS
1. Hvað heitir stóra skemmti-
ferðaskipið sem lagðist við bryggju í
Reykjavík á þriðjudag?
2. Hvaða hús í miðborg Reykjavík-
ur hefur verið friðað að öllu leyti?
3. Hve margir leikmenn hand-
boltalandsliðsins sem mun spila á
Ólympíuleikunum í London voru í
silfurliðinu 2008?
SVÖR:
VIÐSKIPTI Mikill munur er á því
verði sem íslensk fjarskiptafyrir-
tæki og fyrirtæki í viðskiptum við
gagnaver hér á landi greiða fyrir
aðgang að sæstrengjum Farice.
Sé tekið dæmi úr verðskrám
Farice kemur í ljós að fjarskiptafyr-
irtækin greiða mánaðarlega 254.375
evrur, jafngildi ríflega 40 millj-
óna króna, fyrir tiltekinn aðgang
að báðum sæstrengjum Farice
sé miðað við þriggja ára samn-
ingstíma. Fyrir aðgang að öðrum
strengja Farice greiða viðskipta-
vinir gagnavera hins vegar 11.400
evrur mánaðarlega, jafngildi tæpra
tveggja milljóna króna, sé miðað við
svipaða þjónustu og átján mánaða
samningstíma.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er talsverð óánægja með
þennan verðmun innan íslensku
fjarskiptafyrirtækjanna. Óttast þau
að erlendir viðskiptavinir gagnaver-
anna muni fara inn á markaði þeirra
og taka frá þeim viðskipti í krafti
verðmunarins.
Ómar Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri Farice, leggur
áherslu á að um tvo ólíka mark-
aði sé að ræða. Þá sé þjónustan við
þessa tvo hópa ólík auk þess sem
viðskiptavinir gagnaveranna kaupi
mun meira af gagnamagni sem rétt-
læti betri kjör.
„Íslensku gagnaverin eru í sam-
keppni við sambærilega þjónustu í
Evrópu og ef við rukkuðum umtals-
vert hærra verð væru gagnaverin
hér einfaldlega ekki samkeppnis-
hæf,“ segir Ómar og heldur áfram:
„Þetta eru tveir ólíkir og aðskildir
markaðir og í verðlagningu grein-
um við á milli eins og lög heimila.“
Ómar bendir á að íslensku fjar-
skiptafyrirtækin kaupi af Farice
svokallaða varða þjónustu en það
geri hinir ekki. Varða þjónustan sé
umtalsvert dýrari en sú óvarða.
„Þegar strengir slitna sundur á
meginlandi Evrópu, eins og gerist
reglulega, þá hefur það ekki áhrif
á íslensku fjarskiptafyrirtækin
þar sem þau fá aðgang að öðrum
strengjum í staðinn. Þetta er þjón-
usta sem við kaupum af öðrum og
kostar mikla peninga. Sú þjónustu
sem við seljum þessum tveimur
hópum er því ekki fyllilega sam-
bærileg,“ segir Ómar.
Farice sagði þann 29. júní síð-
astliðinn upp samningum sínum
við Símann og Vodafone frá og
með október. Viðræður standa
yfir um nýja samninga en Farice
hefur boðað verulegar verðhækk-
anir á þjónustu sinni.
Farice rekur tvo af þremur
sæstrengjum sem tengja Ísland
við umheiminn. Íslensku fjar-
skiptafyrirtækin kaupa aðgang að
strengjunum sem er þeim nauð-
synlegur til að þau geti boðið upp
á Internetþjónustu. Ráðgerð verð-
hækkun á þjónustu Farice mun
því leiða til hækkunar á verði Int-
ernetþjónustu til heimila og fyrir-
tækja.
Ómar segir enn mjög mikla
ónot að a f lut n i ngsget u á
sæstrengjum fyrirtækisins sem
valdi því að það þurfi að hækka
verð. „Hugsunin er hins vegar
sú að þegar nýtingin á strengj-
unum verður meiri í framtíðinni
muni símafyrirtækin njóta þess
og þannig lækki verðskráin til
þeirra sem skili sér til neytenda,“
segir Ómar.
Farice er að stærstum hluta í
eigu íslenska ríkisins (30,2%),
Landsvirkjunar (28,9%) og Arion
banka (39,3%). Fyrirtækið tapaði
8,55 milljónum evra á síðasta ári
eða jafngildi 1,34 milljarða króna
á núgildandi gengi. Árið 2010 tap-
aði fyrirtækið tæpum 17 milljón-
um evra. magnusl@frettabladid.is
Verðmunur á gagna-
magni um sæstrengi
Mikill munur er á því verði sem símafyrirtæki og viðskiptavinir gagnavera
greiða fyrir aðgang að sæstrengjum. Talsverð óánægja ríkir meðal íslensku fjar-
skiptafyrirtækjanna. Framkvæmdastjóri Farice segir þetta gjörólíka markaði.
FARICE Farice rekur tvo sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Annar þeirra,
Farice, kemur á land nyrst í Skotlandi en þessi mynd var tekin þegar strengurinn var
dreginn á land árið 2004.
1. Celebrity Eclipse 2. Fríkirkjuvegur 11
3. Ellefu.
TÆKNI Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið
prófanir á öskunema sem á að lágmarka áhættu flug-
farþega þegar flogið er um svæði mettað af eldfjalla-
ösku. Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 og afleiðing-
ar þess er stór þáttur í að þessi tækni er prófuð nú.
Þegar gaus í Eyjafjallajökli lagðist öskuský yfir Atl-
antshafið og meginland Evrópu svo flugfélög urðu að
fresta yfir 100.000 flugferðum til og frá Evrópu og
innan álfunnar. Samkvæmt Norsku loftrannsóknar-
stofnuninni (NILU) var enginn áhugi á tækninni áður
en gaus í Eyjafjallajökli.
Búnaðurinn, sem kallaður er AVOID, sendir inn-
rauðar myndir í stjórnklefa flugvélarinnar. Þar getur
flugstjóri greint öskuský í allt að 100 kílómetra fjar-
lægð og gert nauðsynlegar ráðstafanir í tæka tíð.
Tækið er fest á hlið flugvélarinnar.
Prófanirnar verða gerðar með því að nota sand úr
Sahara-eyðimörkinni til að líkja eftir eldfjallaösku.
Notuð verður Airbus A340-þota til tilraunanna.
Næsta skref prófananna verður að fljúga búnaðin-
um nærri gjósandi eldfjalli. - bþh
Gosið í Eyjafjallajökli vakti athygli vísindamanna á öskuskýjavandamáli:
Greinir ösku í kílómetra fjarlægð
AVOID Tækið er fest á hlið flugvélarinnar og sendir upplýsingar
í stjórnklefa vélarinnar. MYND/NILU
NEYTENDUR Kúabændur furða sig
á nýrri reglugerð sem heimilar
ferðalöngum að flytja til lands-
ins takmarkað magn af ógeril-
sneyddum ostum. Samkvæmt
reglugerðum er íslenskum kúa-
bændum óheimilt að framleiða
ógerilsneyddar mjólkurvörur.
„Þetta er hið furðulegasta mál
þar sem okkur er ekki gefið tæki-
færi til að framleiða þessa vöru
líka. Það er verið að leyfa inn-
flutning á vöru sem okkur er
bannað að framleiða en það er
augljós mismunun,“ segir Bald-
ur Helgi Benjamínsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
kúabænda.
Fréttablaðið greindi á þriðju-
dag frá nýju reglugerðinni sem
tók gildi í maí. Breytingin er ein
af afleiðingum upptöku Íslands
á matvælalöggjöf Evrópusam-
bandsins sem Íslandi bar að taka
upp samkvæmt EES-samningnum.
Löggjöfin var samþykkt á Alþingi
í nóvember í fyrra en umræddar
breytingar urðu með nýrri reglu-
gerð í maí.
Samkvæmt reglugerðinni varð
sú breyting önnur að ferðalöng-
um er nú leyfilegt að taka með sér
lítið magn af hráu kjöti til Íslands
sé kjötið frosið og prófað fyrir
salmonellu. Þó þarf að afla leyfis
frá sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytinu áður.
Baldur Helgi segir þessa breyt-
ingu hafa lítil áhrif á kúabændur
enda hafi annars konar innflutn-
ingur á hráu kjöti verið leyfður
um árabil. „Það að leyfa nú ferða-
löngum að flytja inn lítið magn er
því kannski ekki mikil breyting og
við höfum enga sérstaka skoðun á
því,“ segir Baldur. - mþl
Samkvæmt nýrri reglugerð er ferðamönnum heimilt að flytja inn lítið magn ógerilsneyddra osta:
Bændum bannað að gera ógerilsneyddan ost
Það er verið að leyfa innflutning á vöru
sem okkur er bannað að framleiða en
það er augljós mismunum.
BALDUR HELGI BENJAMÍNSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI LANDSSAMBANDS KÚABÆNDA
VEISTU SVARIÐ?
… ef við rukkuðum
umtalsvert hærra
verð væru gagnaverin hér
einfaldlega ekki samkeppnis-
hæf.
ÓMAR BENEDIKTSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI FARICE