Fréttablaðið - 11.07.2012, Side 19

Fréttablaðið - 11.07.2012, Side 19
FIMMTUDAGUR 12. júlí 2012 19 Í Fréttablaðinu 2. júlí sl. talar Páll Hjalta-son, formaður skiplagsráðs Reykjavík- ur, fyrir vinningstillögu í samkeppni sem haldin var um skipulag Ingólfstorgs og nærliggjandi lóða. Tillagan er af sama toga og eldri tillögur frá árinu 2009, en hún er þeirra verst því hún gengur lengst þessara tillagna í auknum byggingum og skerðingu almannarýma á þessu einstaka svæði. Ingólfstorg er vanmetið og vanvirt Ingólfstorg er vanmetin auðlind með mikla möguleika en það þarf að bæta það og laga. Ingólfstorg er eina stóra torgið í Reykja- vík með gömlum timburhúsum á þrjá vegu. Flest þeirra eru meira en aldargöm- ul. Í þessum timburhúsum, í byggingar- stíl þeirra, skipulagi og byggingarefni er fólginn stórmerkur arfur frá byggingar- sögu höfuðborgarinnar. Að ekki sé talað um sögu fólksins sem þar hefur búið og starfað. Það sem hefur aukið verðmæti þessa svæðis er einmitt hið stóra torg, sem hefur myndast í áranna rás með húsbrunum og niðurrifi húsa. Það er orðinn hlutur sem óþarft er að trega og óþarft að byggja upp að nýju. Til hefur orðið útisvæði, sam- komustaður utandyra, sem er nauðsyn- legur stækkandi þjóð. Við torg af þessu tagi blómstrar veitingarekstur með iðandi mannlífi á sumrin. Sú er raunin við Ing- ólfstorg og Austurvöll. Mikilvægi torganna í höfuðborginni er ekki minna en tónleika- sala, kvikmyndahúsa og safna. Opin rými, torg og garðar eru nefnilega helstu verð- mæti höfuðborga, auðlind sem víðast er metin að verðleikum. Hagsmunir almennings og umhverfisgæði ekki í fyrirrúmi Páll segir hugmyndir „um þróun miðborgar- innar hafa breyst mikið síðustu áratugi og í dag er lögð aukin áhersla á byggðavernd- un ásamt mikilvægi þess að almannahags- munir og umhverfisgæði séu höfð að leiðar- ljósi.“ Í einu atriði er hægt að finna þessum sjónarmiðum stað í tillögunni eða þar sem gert er ráð fyrir að gömlu timburhúsin við Vallarstræti fái að standa. En þá er þeim gæðum spillt með því að byggja upp að þeim stærri hús sem skyggja á þau og rjúfa sam- band þeirra við hin gömlu húsin við torgið. Heildarmyndin sem nú er hverfur og NASA verður rifið en nýr salur í breyttri mynd byggður í kjallara á sama stað og er hluti hótelsins í Landsímahúsinu. Tónleikastað- urinn sem nú kallast NASA er samkvæmt tillögunni úr sögunni. Það er miður ef svo fer, því staðurinn er einstakur og þarf að varðveita. Þá er vart hægt að sjá almannahagsmuni í því að minnka Ingólfstorg um helming með því að byggja nýbyggingar á suðurhluta þess, á sólríkasta hlutanum. Hvernig dettur mönnum þetta í hug? Þá er leyft að byggja ofan á gamla Landsímahúsið og við það, við Kirkjustræti og við Fógetagarð. Bæði hækk- un og stækkun bygginga eykur skuggavarp á Austurvöll, Ingólfstorg og Fógetagarð. Með tillögunni verða til þrjár mjóar götur, með hús á báðar hliðar; Veltusund, Vallar- stræti og Kirkjustræti að hluta. Hér er verið að búa til skuggasund, kaldar götur þar sem mannlíf utandyra þrífst ekki. Hve margar stundir mun sólin ríkja við hið nýja Vallarstræti og Veltusund á góðum sumar- degi? Eina eða tvær stundir? Ekki eru þetta aukin umhverfisgæði! Umhverfisgæðin eru í besta falli innan dyra í þessari tillögu. Aukið skuggavarp á torg og stræti borgar- innar eru ekki aukin gæði. Þau verðmæti sem felast í hinni sjón- rænu heild sem gömlu timburhúsin við Ing- ólfstorg skapa eru vanvirt í tillögunni. Það ætti frekar að gera þeim hátt undir höfði. Það má gera með því að banna bílaumferð í Veltusundi, Vallarstræti og Hafnarstræti, leggja göturnar af og stækka torgið. Þannig gætu gestir og gangandi og veitingarekend- ur betur notið og hagnýtt sér gæði torgsins. Vinningstillagan ýtir fólki burt. Miðborg verður að geta boðið upp á stórt og vistlegt torg til samkomuhalds, markaðshalds, tón- leika o.s.frv. Ingólfstorg er best til þess fall- ið. Risahótel Með tillögunni er gert ráð fyrir stóru hóteli í öllum Landsímahúsunum, viðbyggingu við Kirkjustræti og byggingu þar sem NASA er nú. Hótelið er nú stærra en í fyrri hugmynd- um og snýr að Ingólfstorgi, Austurvelli og Fógetagarði. Ekki eru borgarbúar bættari með þessum hótelrisa. Hvað finnst alþingis- mönnum um þennan nýja nágranna? Væri ekki nær að þingið eignaðist Landsímahúsið og hefði þar skrifstofur í stað þess að byggja nýjar á Alþingisreitnum? Hótel og meðfylgj- andi umferð er þegar ráðandi afl og setur sterkt svipmót á allt umhverfið við Ingólfs- torg, rútubílar uppi á gangstéttum, fjalla- jeppar og flugrútur teppa umferð í Aðal- stræti og nærliggjandi götum. Ekkert er hugsað fyrir þessu. Við þurfum ekki fleiri hótel við Ingólfstorg og Austurvöll. Viðmið um uppbyggingu í miðborginni? Niðurlagsorð formanns skipulagsráðs eru þessi: „Sú niðurstaða sem samkeppni um Ingólfstorg leiddi af sér [tillagan] varðar veginn fyrir aðra uppbyggingu í miðborg- inni þar sem fólk á alltaf að vera í fyrir- rúmi.“ Að okkar mati hefur Páll rangt fyrir sér þegar hann fullyrðir að tillagan setji fólk í fyrirrúm. Og alls ekki mega þau orð Páls rætast að tillagan varði veginn fyrir uppbyggingu í miðborginni. Á að byggja á Austurvelli næst? Hvernig getur tillagan varðað uppbyggingu miðborgar til fram- tíðar? Að okkar mati yrði það alvarlegt menningarslys ef vinningstillagan yrði að veruleika. Þá getum við allt eins fallist á að virkja Gullfoss. Við hvetjum landsmenn alla til þess að kynna sér málið og taka afstöðu til þess hvort hér séu hagsmunir almenn- ings hafðir í fyrirrúmi og hvort þessi tillaga eigi að varða veginn um uppbyggingu í mið- borginni. Skipulagsmál Eiríkur G. Guðmundsson Helgi Þorláksson Hrefna Róbertsdóttir Ólafur Ásgeirsson sagnfræðingar INGÓLFSTORG Teikningin sýnir hvernig hugsanlega megi bæta nýtingu Ingólfstorgs og skapa betri tengsl fólks við gömlu timburhúsin við torgið með því að leggja niður bílastæði og götur sem liggja að húsunum í dag. Brynjólfsbúð, gula húsið lengst til hægri, er hér stækkað til þess að styrkja heildarsvip götumyndar og fylla í bil sem nú er. Hægt væri að hafa sérstakt hús þar. Byggingar í fyrirrúmi K O R T E R . I S

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.