Fréttablaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 24
12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR24 Átaki í innlendri ferðaþjónustu verður hleypt af stokkunum í dag. Verkefnið, sem ber heitið Ísland er með’etta, er sameiginlegt verkefni allra markaðs- stofa landsins, Ferðaþjónustu bænda, Höfuðborgarstofu og Ferðamálastofu. Markmið þess er að hvetja Íslend- inga til ferðalaga innanlands og vekja athygli á áhugaverðum stöðum og upp- lifunum innanlands. Í tengslum við átakið hefur vefsvæði verið sett á lagg- irnar, Islandermedetta.is. „Átakið er tilkomið vegna þess að við viljum breyta viðhorfi Íslendinga til innlendrar ferðaþjónustu. Það hefur verið þannig að Íslendingar eru til í að gera vel við sig erlendis en síður til- búnir til þess að nýta sér sambærilega ferðaþjónustu innan- lands. Við viljum hins vegar hvetja Íslend- inga til þess að njóta Íslands til fulls, horfa á Ísland sem staðinn til þess að verja frí- inu og prófa allt sem það hefur upp á að bjóða,“ segir Gústaf Gústafsson verkefna- stjóri átaksins. Gústaf segir að eitt markmiða átaks- ins sé að ná til Íslendinga sem ferðist lítið innanlands. „Hluti Íslendinga ferðast innanlands og það er svolítið þannig að þegar fólk byrjar á því þá hættir það ekki. En hluti fólks hefur lítið ferðast um landið og við viljum breyta því.“ Vefsvæðið Islandermedetta.is er miðpunktur átaksins að sögn Gúst- afs. „Vefurinn býður notendum upp á marga möguleika. Bæði er hægt að leita að ákveðnum hlutum, gistimögu- leikum, matsölustöðum, og afþreyingu af ýmsum toga svo fátt eitt sé nefnt. Vefurinn verður opinn þannig að not- endur geta sett inn efni beint og deilt upplifunum sínum á fljótlegan og ein- faldan hátt. Þannig getur fólk bent á góða matsölustaði eða fallega göngu- leið,“ segir Gústaf og bætir við að vissulega geti fólk sett inn gagnrýni ef við á. „Þetta verður samfélagsvefur og opinn fyrir skoðanaskipti.“ timamot@frettabladid.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR ODDNÝ ÁGÚSTSDÓTTIR sem lést laugardaginn 7. júlí á Hrafnistu 2b í Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Grafar- vogskirkju miðvikudaginn 18. júlí kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Hrafnistu í Hafnarfirði. Inga I. Svala Vilhjálmsdóttir Páll Trausti Jörundsson Kára Hrönn Vilhjálmsdóttir Sigmundur Smári Stefánsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar elskulega, HRÖNN KARÓLÍNA JOHNSON Sunnuflöt 32, Garðabæ, lést föstudaginn 29. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinga Karitas og krabbameinsdeildar 11E Landspítala. Daníel Pétursson Elísabet Daníelsdóttir Hallgrímur Sch. Kristinsson Oddur Daníelsson Áslaug Kristinsdóttir María Sigríður Daníelsdóttir Sigurður Jónsson Pétur Daníelsson Sigrún Ósk Ólafsdóttir Þóra Hrönn Daníelsdóttir Patrik Ahmed barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NARFI SIGURÐUR KRISTJÁNSSON bóndi í Hoftúnum, Staðarsveit, sem andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 7. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Staðarstað í Staðarsveit, föstudaginn 13. júlí kl. 14.00. Jófríður Kristjana Sigurðardóttir Ingólfur Narfason Halla Steinsson Helga Steina Narfadóttir Gísli Guðmundsson Kristján Narfason Sigurður Narfason Laila Bertelsdóttir Veronika Narfadóttir Bjarni Stefánsson Snæbjörn Viðar Narfason Þórunn Hilma Svavarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær bróðir okkar, faðir, mágur og frændi, VILHELM ÖRN OTTESEN Efstahjalla 13, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 5. júlí. Útför hans fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu laugardaginn 14. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Frú Ragnheiði-skaðaminnkun, verkefni Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, reikn.nr.: 0526-26-5320, kt.: 530269-1839, skýring: v/Vilhelms. Ásta Ottesen Páll H. Jónsson Gunnlaug Ottesen Friðrik Diego Þórhallur Ottesen Elín Margrét Jóhannsdóttir Kristín Ottesen Sigmundur Ásgeirsson Jón Ívar Vilhelmsson Ellert Heiðar Vilhelmsson og frændsystkini. Erum innilega þakklát öllum sem sýndu samúð og hlýhug þegar hjartkær móðir okkar, ESTER JÚLÍUSSON lést 29. júní síðastliðinn. Sérstakar þakkir til starfsfólksins sem annaðist hana á Grund. Ragnheiður Friðjónsdóttir Guðrún Friðjónsdóttir Júlíus Lennart Friðjónsson Hjördís Hildigunnur Friðjónsdóttir og fjölskyldur. Faðir okkar og tengdafaðir, afi, mágur og frændi, HELGI JÓNSSON þýðandi og ritstjóri, lést í Kaupmannahöfn 6. júlí. Útförin fer fram í dag, fimmtudaginn 12. júlí, frá Hellerup Kirke í Kaupmannahöfn. Björn Jonsson og fjölskylda Jórunn Jonsson og fjölskylda Birgitta Jonsson og fjölskylda Jón Nordal, Hjálmur, Ólöf og Sigurður Nordal Þórunn, Jón, Grímur, Þórhildur og Finnur Björnsbörn Í dag eru 50 ár síðan hljómsveit- in The Rolling Stones steig á svið í fyrsta skipti. Þessi merki viðburður átti sér stað í Marquee-klúbbnum í London. Saga hljómsveitarinnar hófst tveimur árum fyrr, þegar æskuvin- irnir Mick Jagger og Keith Rich- ards hittust á lestarstöð. Jagger hélt á Chuck Berry og Muddy Waters- plötum en á þessum tónlistarmönn- um hafði Richards einnig miklar mætur og var þannig lagður grund- völlur að endurnýjuðum kynnum og stofnun hljómsveitar. Dick Taylor bassaleikari var upphafsmeðlimur sveitarinnar. Þeir félagar féllu fyrir gítarleikara blússveitarinnar Blues Incorporated, Brian Jones, hljómsveit sem hafði einnig á að skipa tveim- ur framtíðarliðum Rolling Stones; Ian Stewart píanóleikara og Charlie Watts trommuleikara. Stewart fann æfingarpláss og gekk í hljómsveitina sem ætlaði sér að spila Chicago-blús. Á áðurnefndum fyrstu tónleikum skipuðu sveitina Jagger, Richards, Jones, Stewart og Taylor. Tony Chap- man lék samkvæmt Wikipediu lík- lega á trommur þetta kvöld en Watts slóst í hóp sveitarinnar í janúar 1963. Brian Jones á heiðurinn að nafni sveitarinnar, hann mun hafa rekið augun í heiti lags Muddy Waters, „Rollin’ Stone“, spurður af blaða- manni Jazz News hvað hljómsveitin héti. 50 árum síðar er sveitin enn að sem kunnugt er. Fyrirhugaðri tónleika- ferð til að fagna 50 ára afmælinu var hins vegar frestað fram til ársins 2013 vegna heilsuleysis Keiths Rich- ards. ÞETTA GERÐIST: 12. JÚLÍ 1962 The Rolling Stones stíga á svið í fyrsta sinn VERKEFNIÐ ÍSLAND ER MEБETTA: NÝTT ÁTAK Í INNLENDRI FERÐAÞJÓNUSTU Íslendingar hvattir til þess að njóta lystisemda landsins GÚSTAF GÚST- AFSSON. LÓNDRANGAR Notendur vefsíðunnar islandermedetta.is geta valið sér landshluta og skoðað áhugaverða staði og afþreyingu þar. Á Vesturlandi er meðal annars bent á Þjóðgarðinn Snæfellsjökul vestast á Snæfellsnesi. Þar eru Lóndrangar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN PABLO NERUDA Skáld frá Síle (1904-1973) fæddist þennan dag „Skammvinn er ástin. Aldrei vill hún fyrnast.“ Þýð. Málfríður Einarsdóttir Merkisatburðir 1543 Hinrik áttundi Englandskonungur giftist áttundu og síð- ustu konu sinni Katrínu Parr. 1636 Um 35 Íslendingar eru keyptir lausir úr Barbaríinu. 1906 Dreyfusmálið: Alfred Dreyfus fær uppreisn æru rúmlega áratug eftir að hafa verið dæmdur sekur fyrir landráð. 1920 Friðarsamkomulag Sovétríkjanna og Litháen undirritað, Sovétríkin viðurkenna sjálfstæði Litháen. 1932 Norskir hermenn leggja hluta Austur-Grænlands undir sig og kalla Eirik Raudes Land. 1943 Sovétmenn og Þjóðverjar berjast í stærsta skriðdrekabar- daga sögunnar: Prokhorovka-bardaganum. 1953 Grafarkirkja á Höfðaströnd í Skagafirði vígð eftir endur- byggingu. Kirkjan var upphaflega reist árið 1680 og rúmar 30 manns. 1971 Fána ástralskra frumbyggja er flaggað í fyrsta sinn. 1975 Eyjarnar Saó Tóme og Prin- sípe í Gíneuflóa fá sjálfstæði frá Portúgal. 1979 Eyríkið Kíribatí í Kyrrahafi fær sjálfstæði frá Bretlandi. 1997 Safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara (1888-1977) opnar í Löngubúð á Djúpavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.