Fréttablaðið - 11.07.2012, Side 38

Fréttablaðið - 11.07.2012, Side 38
12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Hólmarinn Jón Ragnar Daðason hefur trébátasmíð- ina í blóðinu og sinnir við- haldi gamalla báta af elju og áhuga á verkstæði sínu í Vesturbæ Reykjavíkur. Ilmur af trjákvoðu og tjöru fyllir bátaskemmu Jóns Ragnars Daða- sonar. Þar inni og úti í porti eru bátar sem hann hefur bjargað frá eyðileggingu og er að gera upp. Með mismunandi lagi, einn er Breiðfirðingur, annar Engeyingur. Allir eiga sína sögu sem Jón Ragn- ar lætur sig varða. „Ég er alltaf að grúska og sagan á bak við bátana færir fólkið sem nýtti þá nær mér,“ segir hann. Jón Ragnar er fæddur og uppal- inn í Stykkishólmi og kveðst eini nýliðinn í trébátasmíði á Íslandi. „Ég vann hjá Minjavernd við að gera upp gömul hús í Hólminum svo ég hef aðallega verið í þessu gamla handverki. Þar sem í ættinni minni eru tréskipasmiðir í allar áttir fannst mér liggja beinast við að reyna að halda þeirri grein við. Það hefur ekki verið útskrifaður tré- skipasmiður á Íslandi í yfir tuttugu ár. Hafliði Aðalsteinsson, meistar- inn minn, er kominn af breiðfirsk- um bátasmiðum í beinan karllegg. Hann hefur kennt mér hvernig á að gera hlutina, ég er bara að bíða eftir að taka sveinsprófið.“ Aðalgræjan á verkstæði Jóns Ragnars er nýleg bandsög en gömul handverkfæri, meðal annars frá afa hans, skaröxi, heflar og spor- járn koma að góðum notum. Hann kveðst líka hafa búið til verk- færi, til dæmis klofakerlingu og læsir borðum saman þegar hann er að byrða. Hann segir erfitt að fá smíðaefni hér á landi sem ekki springi þegar verið sé að sveigja það. „Ég þarf oft að endurstafla heilu búntunum í timburverslunum til að finna góða spýtu en stundum er heppnin með mér.“ Afturstefni úr dönskum eikarplanka í bátinn Sumarliða er á smíðaborðinu, úr 170 ára gömlu tré. Svalan, bátur sem Jón Ragnar fékk frá Þjóðminjasafninu gegn því að endursmíða hann, er í gámi á leið til Ebeltoft í Danmörku á nor- ræna strandmenningarhátíð þegar viðtalið fer fram og smiðurinn er á förum þangað líka. Kemur hann ekki með Svöluna heim aftur? „Jú, annað væri ólöglegt, hún er yfir hundrað ára og það má ekki flytja svona gamla muni úr landi. Hún fer vestur í Stykkishólm og verð- ur notuð þar milli eyja, þar sem hún á heima,“ segir Jón Ragnar ákveðinn. Hann segir Svöluna með fyrstu bátum eftir langafa hans, Rögnvald Lárusson, og er líka með síðasta bátinn hans, Kára, í við- gerð. „Þegar afi minn var átta ára aðstoðaði hann föður sinn við smíð- ina á Kára, mamma og pabbi fóru svo í siglingu á bátnum í tilhugalíf- inu, sextán, sautján ára.“ Jóni Ragnari svíður hversu sinnulausir Íslendingar eru um gömlu bátana sína. „Varðveisla timburbáta á Íslandi er sama og engin. Mest af þeim fór forgörð- um í aðgerðum stjórnvalda þegar úreldingu var komið á. Löggan fór bara heim til fólks og heimtaði að það sagaði bátinn sinn í tvennt eða kveikti í honum. Sagnfræð- ingar eru alltaf að reyna að grafa upp heimildir um horfna tíma en mér finnst nær að viðhalda hlut- um en að skrifa um þá. Það voru timburbátar sem héldu lífinu í Íslendingum en það er hvergi styrki að fá til viðgerða á þeim, sem nokkru nemur.“ Hann segir málþing um trébáta á Íslandi hafa verið haldið í fyrrasumar. Þar hafi ekki vantað fögur orð. „Maður sá framtíðina brosa við þessari grein en strax daginn eftir málþingið var öllum hurð- um lokað. Við þyrftum að taka okkur Færeyinga og Norðmenn til fyrirmyndar. Þessi menning er svo forgengileg því timburbátar grotna niður ef þeim er ekki hald- ið við.“ gun@frettabladid.is Þessi menning er svo forgengileg SVALAN Dæmigerður hlunnindabátur úr Breiðafirði. Nú á sýningu í Danmörku. VIÐ BREIÐFIRÐINGINN SUMARLIÐA „Sagan á bak við bátana færir fólkið sem nýtti þá nær mér,“ segir Jón Ragnar sem á mörg handtök eftir við forngripinn fyrir aftan sig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Báturinn Sumarliði er smíðaður 1860. Hann hefur opnað Jóni Ragn- ari ótal heimildir um forfeðurna. „Langalangafi, Jón Skúlason, reri á Sumarliða undir jökli, úr Dritvík og Keflavík. Faðir hans lést þar um borð á heimleið úr róðri. Síðar var langafi minn, Bergsveinn Jónsson skipasmiður, lóðs á Sumarliða í Stykkishólmi um tíma en ég fann bátinn suður í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Þar var hann sokkinn ofan í mýri og kjölurinn varð eftir,“ segir smiðurinn ungi. FANN SUMARLIÐA SOKKINN Í MÝRI í dag kl. 16.30 Pikknikk tónleikar www.norraenahusid.is – 551 7030 Fuglaskoðun laugardaga kl. 14.00. Pikknikkveitingar fást í mótttökunni. Jazztríó Önundar spilar HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 12. júlí 2012 ➜ Tónleikar 16.30 Jazztríó Önundar leikur fyrir gesti á næstu tónleikum í Pikknikk tónleikaröð Norræna hússins. Frítt er á tónleikana sem haldnir eru í gróðurhúsi Norræna hússins. 20.00 Bachsveitin í Skálholti leikur tónlist eftir Henry Purcell, Johann Georg Pisendel og Georg Friederich Händel í Skálholtskirkju. 20.00 Trio Scandia heldur tónleika í Hofi á Akureyri. Tríóið er skipað tveimur Íslendingum, Hafdísi Vigfúsdóttur og Kristjáni Karli Bragasyni, og einum Norðmanni, Linn Annett Ernø. Miðaverð er kr. 2.000 en ókeypis fyrir 16 ára og yngri. 20.30 Hljómsveitin Melchior heldur tónleika í Iðnó. Tilefnið er útgáfa plöt- unnar Matur fyrir tvo. Öflug sveit gesta- hljóðfæraleikara verður hljómsveitinni til halds og trausts. Miðaverð er kr. 1.900. 21.00 Tónleikamaraþon Jónasar Sig- urðssonar heldur áfram í Fjarðarborg á Borgarfirði Eystri. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Hljómsveitin Kex Collective kemur fram á tónleikaröðinni Heitir Fimmtudagar, sem er haldin á Græna Hattinum á vegum jazzklúbbs Akur- eyrar. Miðaverð er kr. 2.000. 22.00 Dúndurfréttir verða með tónleika á Gamla Gauknum, Tryggva- götu 22. Aldurstakmark er 20 ára og aðgangseyrir er kr. 2.500. ➜ Sýningar 17.00 Egill Sæbjörnsson opnar sýningu með verkum sínum í i8 Gallery, Tryggvagötu 16, Reykjavík. ➜ Uppákomur 20.00 Gengið verður um Gömlu Gróðrarstöðina norður Aðalstræti í átt að Minjasafnsgarðinum sem hluti af afmælisdagskrá afmælisnefndar Akur- eyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri. Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu. 20.00 Borgarbókasafnið stendur fyrir kvöldgöngu undir yfirskriftinni Fyrir ofan garð og neðan. Lagt er upp frá Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, og gengið verður um gróna reiti í miðbæ Reykjavíkur. Þátttaka er ókeypis. ➜ Dans 18.30 SalsaIceland mun reyna við Íslandsmet í kúbverska dansinum Rueda de Casino á Austurvelli. Kennarar munu kenna þeim sem ekki kunna undirstöðuatriðin svo sem flestir geti verið með. Um er að ræða fjölskyldu- atburð þar sem öllum er velkomið að taka þátt, sér að kostnaðarlausu. ➜ Tónlist 12.00 Tómas Guðni Eggertsson organisti Seljakirkju leikur á hádeg- istónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju. Miðaverð er kr. 1.500. 20.00 KK heiðrar Viðey með tónleik- um í Viðeyjarstofu. Siglingar frá Skarfa- bakka klukkan 18.15 og 19.15. Verð á tónleikana og í ferjuna er kr. 3.000. 21.00 Hljómsveitin Skuggamyndir eða Byzantine Silhouette flytur þjóðlög frá Balkanlöndum í Bryggjunni í Grindavík. 21.00 Myrra Rós og félagar spila á Café Rosenberg. 21.00 Hljómsveitin Tilbury spilar á tónleikaröð íslensk-alþjóðlegu tónlistar- veitunnar gogoyoko á Kex Hostel. Sér- stakur gestur kvöldsins er Dad Rocks. Miðaverð er kr. 1.500. 22.00 Bítladrengirnir blíðu halda tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. NÝR DAGUR Ný ljóðabók eftir Þórarin Hannesson, forstöðumann Ljóðaseturs á Siglufirði, er komin út hjá Uglu útgáfu. Hún ber heitið Nýr dagur og í henni er að finna „hugþekk ljóð um lífið og tilveruna – ástina, börnin og náttúruna,“ eins og fram kemur á bókarkápu. Söluágóði rennur til uppbyggingu Ljóðasetursins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.