Fréttablaðið - 11.07.2012, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 11.07.2012, Qupperneq 46
38 12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR Tom Cruise lét líma fyrir öryggismyndavélar á Hilton hótel Nordica til að koma í veg fyrir að hjónabands- vandræði yrðu opinber. Blaðamaður götublaðs kom hingað til lands og fann myndavélarnar huldar. Öryggisverðir Tom Cruise komu límbandi fyrir á linsum öryggis- myndavéla á Hilton hótel Nordica í Reykjavík á meðan stórstjarn- an dvaldi hér á landi. Límt var fyrir öryggismyndavélar á gangi níundu hæðar hótelsins, þeirrar sömu og svítan sem Cruise gisti í er á. Þetta kemur fram á frétta- vefnum Radar Online. Fullyrt er á vefnum að þetta hafi verið gert til að koma í veg fyrir að brestir í hjónabandi Tom Cruise og Katie Holmes myndu fréttast en hún dvaldi með leikar- anum ásamt dóttur þeirra í nokkra daga í júní. Holmes sótti um skiln- að skömmu eftir að hún yfirgaf landið. Blaðamaður götublaðsins Natio- nal Enquirer kom til landsins á dögunum og var límbandið enn þá yfir öryggismyndavélunum á ganginum fyrir utan svítu Cruise. Heimildamaður blaðsins segir að Cruise hafi látið líma yfir mynda- vélarnar til að sporna við því að myndbandi af hjónunum þáver- andi yrði lekið á netið, en blaðið hefur eftir vini að leikarinn hafi viljað koma í veg fyrir að það myndi fréttast að þau gistu ekki saman. „Hvorki Tom né Katie vildu sýna að þau ættu í vandræð- um. Ef hún hefði beðið um annað herbergi hefði allt orðið vitlaust,“ sagði vinurinn í viðtali við götu- blaðið. „Þannig að enginn veit hvort þau gistu í sama rúmi síð- ustu nóttina sem hjón, eða hvort Tom svaf annars staðar í svít- unni.“ atlifannar@frettabladid.is Límdu fyrir öryggismynda- vélar Hilton hótels Nordica FALIN VANDRÆÐI? Óvíst er hvers vegna Tom Cruise lét líma yfir öryggismyndavélar Hilton hótelsins í Reykjavík, en ýmsar getgátur eru um málið. NORDICPHOTOS/GETTY „Við riðum á vaðið í fyrra og sett- um þá Íslandsmet sem við vonumst til að slá núna,“ segir Edda Blöndal, framkvæmdastjóri SalsaIceland, sem stendur fyrir hópdansi í Rueda de Casino á Austurvelli í dag. 78 manns tóku þátt í dansinum í fyrra, sem að sögn Eddu voru helm- ingi fleiri þátttakendur en þau höfðu þorað að vona. „Það kom skemmti- lega á óvart hversu margir mættu í fyrra. Við vitum því ekkert með hvurslags fjölda við megum reikna í ár en spáin er góð og stemningin sömuleiðis svo vonandi mætir fullt af fólki og hjálpar okkur að slá eigið met,“ segir hún. Hefð er fyrir meta- setningum í Rueda de Casino-dans- inum erlendis að sögn Eddu og þau því að fylgja alþjóðlega straumnum með því að reyna við þetta. Öllum er velkomið að mæta á Austurvöll og taka þátt, en dansinn hefst klukkan 19. Hálftíma áður, eða klukkan 18.30, munu kennarar SalsaIceland standa fyrir ókeyp- is kennslu í grunnsporum dansins, sem er hringdans og hluti af kúb- verskum salsadansi. „Þetta er ein- faldur dans og jafnvel þeir sem hafa aldrei dansað áður geta komið og tekið þátt. Þetta er líka fjölskyldu- skemmtun og fólk því hvatt til að taka krakkana með og koma og skemmta sér,“ segir Edda og bætir við að jafnvel þó fólk komi ekki til að dansa sé því samt velkomið að mæta á svæðið og taka þátt í stemn- ingunni. „Thorvaldsen verður með þrusutilboð í gangi í tilefni þessa atburðar og svo verðum við með skemmtilega tónlist og mikið fjör,“ segir hún. - trs Reyna við Íslandsmet í Salsa MIKIL STEMNING Edda Blöndal býst við mikilli stemningu á Austurvelli í dag og hvetur fólk til að koma og taka þátt, hvort sem það stígur dans með meðlimum SalsaIceland eða ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Miðasala: 412 7711 www.bioparadis.is / midi.is Hluti af Europa Cinemas FIMMTUDAGUR: GLASTONBURY THE MOVIE 18:00, 20:00, 22:00 BERNIE 17:50, 20:00, 22:10 UNG (GOODBYE FIRST LOVE) 17:50, 20:00 SUMARTÍÐ (SUMMER HOURS) 17:50, 20:00, 22:10 COOL CUTS: 101 REYKJAVIK 18:00 COOL CUTS: WHEN THE RAVEN FLIES 20:00 COOL CUTS: HEIMA SIGUR RÓS 22:00 BLACK’S GAME 22:00 SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! SAMI AFSLÁTTUR FYRIR ÖRYRKJA OG ELDRI BORGARA. FRÁ 13. JÚLÍ: RED LIGHTS með Robert De Niro og Sigourney Weaver! STÓRKOSTLEG TÓNLIST, STAÐUR OG STUND! GLASTONBURY THE MOVIE “Þetta er meistaraverk.” -Mike Leigh MYNDIN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSÖLD 3D KL. 6 L TED KL. 8 - 10 12 SPIDERMAN 3D KL. 8 - 10.30 10 INTOUCHABLES KL. 6 12 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.5.50 L TED KL. 8 – 10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL 6 - 9 10 STARBUCK KL. 8 L INTOUCHABLES KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 WHAT TO EXPECT KL 10.25 L MIB 2D KL. 5.30 10 ÍSÖLD 4 3D ÍSL.TAL KL.3.40 - 5.50 L ÍSÖLD 4 3D ENSK. ÓTEXT KL. 8 L ÍSÖLD 4 2D ÍSL.TAL KL. 3.40 - 5.50 L TED KL. 3.30 -5.45 -8 -10.20 12 SPIDER-MAN 3D KL. 5 - 8 - 10.50 10 SPIDER-MAN 3D LÚXUS KL. 5 - 8 - 10.50 10 SPIDER-MAN 2D KL. 10.10 10 WHAT TO EXPECT KL. 8 L PROMETHEUS 3D KL. 10.25 16 HLUTI AF HVERJUM SELDUM BÍÓMIÐA ALLAN JÚLÍ - rennur til Barnaheilla MANNI, DÝRI OG LÚLLI ERU MÆTTIR AFTUR :) - TV, KVIKMYNDIR.IS - VJV, SVARTHÖFÐI VINSÆLASTA MYND VERALDAR! BESTI SPIDER-MAN ALLRA TÍMA! - NEWSWEEK CHANNING Tatum MATTHEW McConaughey SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - SÝND Í 2D OG 3D VINSÆLASTA SÖGUPERSÓNA VERALDAR SNÝR AFTUR Á HVÍTA TJALDIÐ Í SUMARSTÓRMYND ÁRSINS! MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI“ Stærsta opnun S. Soderbergh í USA FRÁBÆR SKEMMTUN EGILSHÖLL 10 10 10 12 12 16 V I P 12 12 12 L L L L L L L ÁLFABAKKA 12 12 L AKUREYRI 16 16 16 KEFLAVÍK 12 12 16 L L 10 12 12 L L KRINGLUNNI 16 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI I Channing Tatum og Matt ew McConaughey eru í magnaðir í þessari frábæru mynd! TED 5.50, 8, 10.15 ÍSÖLD 4: HEIMSÁLFUHOPP 3D 4, 6 THE AMAZING SPIDER-MAN 3D 10.20 INTOUCHABLES - ISL TEXTI 4, 8, 10.20 MADAGASKAR 3 3D 4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar T.V. - Kvikmyndir.is V.J.V. - Svarthofdi.is www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar 5%

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.