Fréttablaðið - 16.07.2012, Qupperneq 4
16. júlí 2012 MÁNUDAGUR4
GENGIÐ 13.07.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
220,0518
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
28,68 129,3
198,8 199,76
157,01 157,89
21,106 21,23
21,11 21,234
18,303 18,411
1,6236 1,633
192,98 194,14
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
FÓLK Rokkhátíðin Eistnaflug gekk
að mestu leyti vel að því er Stefán
Magnússon, einn skipuleggjenda
hátíðarinnar, sagði Vísi.is í gær.
Nokkur erill var þó hjá lög-
reglu í Neskaupstað um helgina.
Um fimmtán hundruð manns sóttu
hátíðina heim, en samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu komu alls
upp 30 fíkniefnamál.
Í flestum tilvikum snerust málin
um að á fólki fundust smáskammt-
ar af kannabisefnum. Lögregla
naut aðstoðar fíkniefnaleitar-
hundsins Þoku um helgina. - óká
Þoka rann á fíkniefnin:
Eistnaflug gekk
vel að mestu
MENNING Íslenska hljómsveitin
The Saints of Boogie Street, sem
sérhæfir sig í flutningi á lögum
Leonards Cohen, fékk nýverið
þakkarbréf frá söngvaskáldinu
sjálfu þar sem
farið er lofsam-
legum orðum
um túlkun
hljómsveitar-
innar á lög-
unum.
Hljómsveit-
in gaf út sinn
fyrsta disk
í vetur með
fjórtán lögum
úr smiðju Cohens. „Það var svo
finnskur Cohen-aðdáandi sem
kom disknum til meistarans sem
var ekki lengi að þakka fyrir
sig,“ segir Ólafur Kristjánsson,
forsprakki hljómsveitarinnar.
Hljómsveitin hefur einnig fengið
tvenn boð um að koma fram á
fjölmennum hátíðum tileinkuð-
um Cohen en Ólafur segir að ekki
geti orðið af slíkum ferðum. - jse
Söngvaskáldið þakkar fyrir sig:
Með vottorð frá
Leonard Cohen
LEONARD COHEN
FRAKKLAND, AP Öfgahægriflokk-
urinn Þjóðfylkingin í Frakklandi
undirbýr málshöfðun á hendur tón-
listarkonunni Madonnu. Söngkon-
an birti á tón-
leikum í París
á laugardags-
kvöld myndband
þar sem Marine
Le Pen, leiðtogi
Þjóðfylkingar-
innar, er sýnd
með hakakross
á enninu.
Flokkurinn
hefur áður mót-
mælt myndbandinu, sem Madonna
hefur notað víðar á tónleikaferða-
lagi sínu, og sagst munu kæra birt-
inguna, yrði myndbandið sýnt á
tónleikum í Frakklandi.
Marine Le Pen, sem bauð sig
fram í forsetakosningum í Frakk-
landi fyrr á árinu, hefur reynt að
breyta ímynd flokksins, sem hefur
á sér orð rasisma og gyðingaand-
úðar. - óká
Madonna á von á kæru:
Þjóðfylkingin
er sár og reið
Á FUNDI Marine Le Pen, leiðtogi
Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, á blaða-
mannafundi í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MADONNA
Sóttu ökklabrotna konu
Lögreglan í Borgarnesi óskaði laust
eftir klukkan hálf þrjú í gær eftir
aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Erlend ferðakona hafði ökklabrotnað
fyrir ofan fossinn Glym í Hvalfirði.
Þyrlan lenti með konuna við Land-
spítalann rétt fyrir klukkan fjögur.
LANDHELGISGÆSLAN
JAPAN Yfirvöld í Japan segja að
tuttugu og fjórir hafi látist og að
átta manns sé saknað á japönsku
eyjunni Kyushu en þar hefur verið
nær stanslaust úrhelli frá því á
miðvikudag.
Tæplega þrjú þúsund heimili
hafa lent í flóði en þegar hætt-
an var hve mest þurftu um fjög-
ur hundruð þúsund manns að
flýja heimili sín. Fimm þúsund
og fimm hundruð manns voru
innlyksa á flóðasvæðunum en í
gær komust tvö þúsund þeirra
af hættusvæðinu. Komið hefur
verið upp athvörfum fyrir fólk á
hættusvæðum í skólum og öðrum
opinberum byggingum. Hermenn
unnu að því hörðum höndum í
gær að koma vistum og lyfjum til
þeirra sem enn geta ekki lagt land
undir fót. Einnig var unnið að því
að koma öldruðum, sjúkum og
slösuðum af hættusvæðum með
þyrluflutningum.
En það hafa fleiri orðið fyrir
búsifjum en íbúar á Kyushu eyju
því í borginni Kyoto eyðilögðust
tuttugu hús þegar á flæddi yfir
bakka sína eftir mikið úrhelli. Þá
voru um tuttugu manns innlyksa
í húsum þessum um tíma en fljót-
lega tókst að bjarga þeim.
Varað hefur verið við áfram-
haldandi úrhelli á svæðinu svo
erfitt mun reynast að koma inn-
viðum aftur í samt lag. Víða hafa
vegir farið í sundur og annars
staðar liggja risavaxnir trjábolir
yfir þá þvera. Eins eru stór land-
svæði eins og auðnin ein eftir
flóð og aurskriður. Talið er að
hamfarirnar hafi sett líf millj-
óna úr skorðum. Talsmaður hér-
aðsstjórnarinnar í Yame-borg,
sem varð illa úti, sagði í gær við
fréttastofu AFP að enn væri óvíst
hvenær byrja mætti að ryðja vegi
og koma þeim saman aftur.
Þar sem úrhel l ið hefur
verið mest, við borgina Aso á
miðri Kyushu-eyju, mældist
sólarhrings úrkoman tæpir áttatíu
og tveir sentímetrar. Það jafnast á
við að 820 lítrar af regnvatni falli
á hvern fermetra. Til samanburð-
ar má geta þess að metúrkoman
hér á Íslandi mældist 29 sentí-
metrar en það var á Kvískerjum
í Öræfum í janúar 2002.
Aso varð líka verst úti í ham-
förunum en þar misstu átján
manns lífið og þaðan er fjögurra
saknað. jse@frettabladid.is
Þyrlur flytja fólk af
flóðasvæðum í Japan
Tuttugu og fjórir hafa látist og átta er enn saknað í Japan þar sem vatnsflóð og
aurskriður leggja undir sig stór svæði á Kyushu-eyju. Hermenn koma vistum og
lyfjum til um þrjú þúsund manns sem enn eru lokuð inni á flóðasvæðunum.
EFTIR ER AUÐNIN EIN Þessi mynd sýnir hvernig aurskriður hafa skilið svæði eftir í
auðn skammt frá borginni Aso en þar var úrhellið hvað mest. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
sentímetra
sólarhringsúrkoma
mældist við
borgina Aso í Japan þegar
mest lét í rigningum síðustu
daga. Rigningarmet á Íslandi
er 29 sentímetra úrkoma,
sem mældist á Kvískerjum í
ársbyrjun 2002.
82
SÝRLAND, AP Sýrlensk yfirvöld þver-
taka fyrir að hafa beitt þungavopn-
um í átökunum í bænum Tremseh á
fimmtudag. Þau neita því einnig að
þar hafi farið fram þjóðarmorð og
að færri hafi fallið en talsmenn and-
spyrnuhreyfingarinnar haldi fram.
Talið var að yfir hundrað manns
hafi látist í bardögunum í Tremseh
en Jihad Makdissi, talsmaður frá
utanríkisráðuneyti Sýrlands, segir
að 37 vopnaðir menn hafi verið
felldir og tveir almennir borgar-
ar. Hann segir stjórnarherinn hafa
átt í baráttu við hryðjuverkamenn
sem tekið höfðu bæinn yfir. „Ásak-
anir um að við höfum beitt þunga-
vopnum eru úr lausu lofti gripnar,“
segir hann, slík framganga hentaði
ekki í átökum við nokkra tugi vopn-
aðra manna í þéttbýli.
Eftirlitsmenn frá Sameinuðu
þjóðunum, sem fóru til Tremseh á
laugardag, sögðu aðkomuna hafa
verið hryllilega. Blóðpollar hafi
verið í húsunum sem stóðu í skot-
línunni, sem og notaðar byssu- og
sprengjukúlur.
Andspyrnumenn segja að 17 þús-
und manns hafi látið lífið frá því
uppreisnin hófst fyrir tæpu einu
og hálfu ári. - jse
Sýrlensk yfirvöld neita að hafa beitt þungavopnum í átökunum í Tremseh á fimmtudaginn var:
Segja borgarastyrjöld brostna á í Sýrlandi
Alþjóðasamtök Rauða krossins telja að átökin í Sýrlandi séu ekki lengur
bundin við stakar borgir heldur ríki borgarastyrjöld í gjörvöllu landinu. Þar
með taki alþjóðleg mannréttindalög gildi. Slík lög veita hópum sem eiga í
átökum rétt til að beita valdi að vissu marki en árásir á almenna borgara,
pyntingar og morð á föngum teljist til stríðsglæpa.
Álit Alþjóða Rauða krossins
MÓTMÆLI Hér halda andstæðingar Bas-
har al-Assads á gamla Sýrlandsfánanum
í miðbæ Damaskus. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
28°
26°
19°
17°
19°
19°
18°
18°
27°
18°
29°
32°
32°
18°
21°
17°
20°Á MORGUN
Hægur vindur eða
hafgola.
MIÐVIKUDAGUR
Hægur vindur eða
hafgola.
14 16
14
1212
16 16
17
15
15
16
14
15
13
13
13
10
1513
15
12
4
4
4
4 2
3
6
3
3
2
2
NOKKUÐ BJART
verður á landinu
næstu daga og
úrkomulítið en
um miðja viku má
búast við vætu
norðan og austan
til, síðdegisskúrir
gætu fallið í öðrum
landshlutum. Hiti
breytist lítið en fer
heldur lækkandi
um miðja viku,
a.m.k. norðan- og
austanlands.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður