Fréttablaðið - 16.07.2012, Side 8

Fréttablaðið - 16.07.2012, Side 8
16. júlí 2012 MÁNUDAGUR8 Portúgal Spánn Írland Ítalía Grikkland Kýpur 6 4 2 % -2 -4 -6 -8 Breyting á landsframleiðslu 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Atvinnuleysi hlutfall af fólki á vinnumarkaði (%) 25 20 15 10 5 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Hagsveifluleiðréttur jöfnuður ríkisútgjalda hlutfall af landsframleiðslu (%) 2 0 -2 -4 -6 -8 -10 -12 -14 -16 -18 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Nettóskuldir ríkissjóðs hlutfall af landsframleiðslu (%) 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Brúttóskuldir ríkissjóðs hlutfall af landsframleiðslu (%) 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Portúgal Spánn Ítalía Írland Grikkland Kýpur Um línurit Þegar meta skal stöðu krísuríkjanna er engin ein hagtala sem lýsir stöðu þeirra fullkomlega. Hér eru birt sex línurit sem varpa þó ákveðnu ljósi á hana. Er hér stuðst við gögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og að auki frá evrópsku hagstofunni (Eurostat) um ávöxtunarkröfu á 10 ára ríkisskuldabréf krísuríkjanna. 15 12 9 6 3 30 25 20 15 10 5 0 ■ Kýpur ■ Spánn ■ Írland ■ Ítalía ■ Portúgal Vinstri ás ■ Grikkland Hægri ás Ávöxtunarkrafa á 10 ára ríkisskuldabréf (%) m aí ‘12 m aí ‘11 apr ‘10 apr ‘09 feb ‘08 feb ‘07 jan ‘06 SPÁ AGS 2012 OG 2013SPÁ AGS 2012 OG 2013SPÁ AGS 2012 OG 2013 SPÁ AGS 2012 OG 2013 SPÁ AGS 2012 OG 2013 Skuldakreppan á evrusvæð- inu hefur nú geisað í tvö og hálft ár án þess að við- brögð evruríkjanna og Evrópusambandsins hafi skilað tilætluðum árangri. Fréttablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um stöðuna í Evrópu og skoðar í dag hvað er líkt og hvað er ólíkt með krísuríkjunum. Skuldakreppan í Evrópu hófst í lok árs 2009 þegar áhyggjur vöknuðu meðal fjárfesta af getu nokkurra ríkja evrusvæðisins til að endur- greiða skuldir sínar. Fyrst um sinn beindust sjónir manna aðallega að Grikklandi en fyrr en varði voru Portúgal, Írland, Spánn, Kýpur og jafnvel Ítalía komin í spilið. Í tvö og hálft ár hafa evruríkin og Evrópusambandið reynt að sefa áhyggjur fjárfesta en hingað til án nægjanlegs árangurs. Hvað eiga krísuríkin sameiginlegt? Það sem sameinar krísuríkin umfram annað er að ríkin eiga sem stendur erfitt með að fjár- magna sig vegna áhyggna fjár- festa af því að þau geti ekki endur- greitt skuldir sínar. Endurspeglast þær áhyggjur í hárri ávöxtunar- kröfu á ríkisbréf ríkjanna en eftir því sem krafan hækkar verður erfiðara fyrir ríkin að greiða niður skuldir sínar sem veldur svo aftur enn hækkandi ávöxtunarkröfu. Almennt er talið að ríki ráði ekki við mikið meira en 6% ávöxtunar- kröfu en ávöxtunarkrafa flestra krísuríkjanna, utan Grikklands, er þar í kring. Til að bregðast við erf- iðri skuldastöðu hafa ríkin neyðst til að grípa til aðhaldsaðgerða sem hafa dýpkað niðursveifluna í lönd- unum og fjölgað atvinnulausum. Stöðu ríkjanna allra má rekja til afleiðinga alþjóðlegu fjármála- kreppunnar sem hófst árið 2008. Niðursveiflan sem fylgdi í kjöl- farið og aðgerðir til bjargar kerf- islega mikilvægum bönkum ollu því að staða ríkisfjármála hríð- versnaði í flestum ríkja Evrópu. Þá voru skatttekjur margra ríkja útblásnar vegna mikilla umsvifa í uppsveiflunni um miðjan síðasta áratug og hrundu því skatttekjur á sama tíma og herkostnaður krepp- unnar féll á ríkin. Annað sem sameinar krísurík- in er að þau hafa öll glímt við við- varandi viðskiptahalla. Ríkin geta því ekki treyst á fjármagn að utan til þess að greiða niður skuldir. Án evrunnar hefði gengi gjaldmiðla ríkjanna einfaldlega veikst til að rétta af viðskiptahallann en þar sem evruríkin nota sama gjald- miðil gat það ekki gerst. Önnur áhrif sem evran hefur á ríkin eru að þau geta ekki prent- að peninga til að minnka virði skuldanna. Ríki með eigin gjald- miðil geta notað peningaprentun- arvald sitt til að láta verðbólgu éta upp skuldir þótt slíkri nálgun fylgi vitaskuld mikill kostnaður. Þessi möguleiki er ekki til staðar hjá evruríkjunum sem hafa því enga lausn á skuldavanda, aðra en greiðslufall, fari allt á versta veg. Hvað er að greiðslufalli kann einhver að spyrja. Svarið við því er að ríkisskuldabréf krísuríkj- anna eru að stórum hluta í eigu evrópskra banka. Ef eitt ríkjanna myndi lýsa því yfir að það hygð- ist ekki endurgreiða skuldir sínar, myndi virði bréfanna hrynja sem hefði veruleg áhrif á stöðu flestra evrópskra banka. Má telja líklegt að sumir þeirra yrðu einfaldlega ógjaldfærir. Fall eins banka hefði svo áhrif á aðra banka víðs vegar um Evrópu og allan heiminn, og gæti allt eins valdið djúpri kreppu í heimshagkerfinu. Hvað er ólíkt með þeim? Þótt margt sameini krísu- ríkin er einnig margt ólíkt með þeim. Verður hér fjallað um hvert ríkjanna fyrir sig. Það krísuríkjanna sem verst stendur er Grikkland. Ríkið hafði litla stjórn á ríkisfjármálum sínum fyrir alþjóðlegu fjármálakreppuna og gekk meira að segja svo langt að falsa hagtölur á síðasta áratugi. Þegar fjármálakreppan skall á og sönn staða mála kom í ljós varð fljótlega ljóst að Grikkjum tækist seint að greiða niður skuldir sínar án aðstoðar. Þá má bæta því við um Grikkland að mikilvægustu atvinnuvegir landsins, svo sem ferðaþjónusta, liðu talsvert fyrir fjármálakreppuna sem jók enn á vandann. Grikkland og Portúgal eru svo- lítið sér á báti af krísuríkjunum en lýsa má því sem þar átti sér stað sem eins konar vægara tilfelli af því sem gerðist í Grikklandi. Vandræði hinna krísuríkjanna eru hins vegar af öðrum meiði. Þannig var staða ríkisfjármála á Írlandi, Spáni og Kýpur hreint ekki svo slæm fyrir alþjóðlegu fjármála- kreppuna. Á móti glímdi Ítalía þegar við erfiða skuldastöðu en er samt sem áður í talsvert betri málum en flest hin ríkin. Írland var á síðasta áratugi það evruríki þar sem hagvöxtur var mestur. Að hluta til þar sem stór fasteignabóla blés út í landinu. Þegar bólan sprakk árið 2008 urðu bankar landsins fyrir gríðarlegu áfalli en í stað þess að leyfa þeim að falla ábyrgðist ríkið skuld- ir. Reyndist sú ábyrgð að lokum miklu kostnaðarsamari en nokk- urn grunaði og varð ríkisfjár- málastaða Írlands, áður frábær, skyndilega mjög viðkvæm. Írska hagkerfið er hins vegar að mörgu leyti frábrugðið hagkerfum Suð- ur-Evrópuþjóðanna og eru grein- ingaraðilar almennt bjartsýnni á vaxtarhorfur Írlands en hinna ríkjanna. Á Spáni sprakk stór fasteigna- bóla árið 2008 rétt eins og á Írlandi. Ríkið þurfti í kjölfarið að koma bönkum til hjálpar og bregð- ast við mjög slæmu atvinnuástandi á sama tíma og skatttekjur dróg- ust verulega saman. Fyrir vikið hríðversnaði ríkisfjármálastaða landsins. Spánverjar hafa í kjölfar- ið þurft að grípa til sársaukafullra aðhaldsaðgerða sem hafa dýpkað kreppuna sem enn er ekki lokið. Vandi Spánar er því sá að sanna fyrir mörkuðum að ríkið geti dregið úr fjárlagahalla sínum og á sama tíma komið hjólum atvinnu- lífsins aftur af stað. Vandi Kýpur er í stuttu máli sá að bankakerfið þar í landi, sem er hlutfallslega mjög stórt, á mjög mikið af grískum eignum. Eftir því sem vandræði Grikkja hafa aukist hefur staða kýpversku bankanna versnað og óttast marg- ir að bankar landsins gætu einfald- lega fallið verði þeim ekki veitt aðstoð. Ljóst er að slík atburðarás myndi valda djúpri kreppu þar í landi enda fjármálaþjónusta lykil- atvinnuvegur á Kýpur. Að lokum víkur sögunni að Ítalíu sem eins og áður sagði glímdi þegar við miklar skuldir fyrir alþjóðlegu fjármálakrepp- una. Á móti hefur herkostnaður Ítala vegna hennar verið lítill. Þegar litið er til þess hvort ríki geti endurgreitt skuldir sínar er jafn mikilvægt að horfa á hag- vaxtarhorfur ríkisins og skuldir þess þar sem skuldirnar verða við- ráðanlegri eftir því sem hagkerf- ið stækkar. Áhyggjur fjárfesta af stöðu ítalska ríkisins stafa þannig fremur af slæmum hagvaxtarhorf- um. Vandi Ítala er ekki eins alvar- legur og vandi til dæmis Grikkja og Spánverja en verkefni ítalskra stjórnmálamanna er þó ærið; að hressa staðnað hagkerfi við. Margþættar efnahagskrísur í Evrulandi FRÉTTASKÝRING: Hvað er líkt og hvað er ólíkt með krísuríkjunum á evrusvæðinu? Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is Sunny 8 No toe Sokkabuxur Tálausar Þunnar Sólbrúnt útlit fullkomnar í sandalana/bandaskó

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.